Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Blaðsíða 7

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Blaðsíða 7
7 er tær sem skærasta vatn, hefur eins og íviðsælt bragð, og blandast við hreint vatn, og samlagast því án nokkurra litar- brigða. Vínandi sá, er opt flytzt hingað og kallaður er «sprit», eða lampa- «spiritus», er mjög óhreinn vínandi. I’að er mælt, að sumir búi til brennivín úr honum með því að blanda hann með vatni, en slíkt ætti alveg að fyrirbjóða og varða hegningu, enda er stnndum sumt af því brennivíni, er haft er á boðstól- um, svo mjög sterkjublandað, að það ætli það skilið, að því væri kastað í sjóinn, svo það eigi yrði mönnum að heilsutjóni eða Ijörtjóni. En er það að eins brennivínið, en alls eigi hinir aðrir áfengu drykkirnir, er geta orðið skaðvænir fyrir heilsuna? munu margir spyrja. |>essu svara jeg á þá leið, að allir áfengir drykhir eru skaðlegir fyrir heihuna, nema því að eins, að menn neyli þeirra með mesta hófi. Bjór af hverju kyni sem er, alls konar vín, romm og cognac, hefur óumflýjaniega skað- leg áhrif á iíkamann, ef menn neyta svo mikils af þessum drykkjum, að menn verði drukknir. Bjórinn hefur opt þann ófögnuð í fylgi með sjer, að hann er eilurblandinn, og það stundum með mjög háskalegu eitri; orsökin til slíks eiturs er þessi, sem nú skal greina. Til þess að bjórinn geti varðveizt fyrir skemmdum, eru ölgjörðarmenn vanir að blanda móðurvökva hans með jurt þeirri, er humail heitir; það er forn læknisjurt, sem í gamla daga og einkum hjá Rómverjum var við höfð sem svefnlyf, en sökum þess að ölgjörðarmenn þurfa svo mikið af jurt þessari, þá hafa þeir fundið upp á því, að við hafa annað efni, sem þarf langt- um minna af, til þess að gefa ölinu biturt bragð og varðveita það betur. Efni þelta eru nokkurs konar kjarnar af jurt þeirri, er «cocculus palmata» er nefnd. Kjarni þessi liggur innan í svartleitum uppþornuðum berjum, sem «CoccuIi indici» eru kall- aðir, og hafa kjarnarnir í sjer fjarska-biturt efni, sem varð- veitir bjórinn og gefur honum biturt bragð, og þarf því marg- falt minna af því, til að hafa hin sömu áhrif á bjórinn, sem humallinn hefur. En kjarnar þessir hafa þannig í sjer fjarska-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.