Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Blaðsíða 1

Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐISTÍÐINDI. M 2. Febrúarmán. 1879. Um sinnisveikjur og spitala fyrir sinnisveika. Ein af þeim ómetanlegu gæðum, er kristindómur- inn hefur gjört mannkyninu, er hans fyrirhyggja fyrir þeim vitstola og sinnisveiku, og það er fyrst eptir að kristindómurinn fór að útbreiðast um veröldina, að þessum aumingjum hefurverið meiri og meiri gaumur gefinn, og umhyggjan fyrir þeim æ farið meira og meira vaxandi, og hvað mest í þeim löndum, er lengst hafa verið á veg komin í mannúðlegheita og mannkærleik- ans framförum. Nú með því að Danmörk með heiðri og sóma hefur í þessu máli gengið með þeim, er fremst hafa staðið í broddi fylkingar, gegnir það furðu, að vjer íslendingar skulum hafa orðið svo mjög útundan; en jeg kenni það hvað mest okkar eigin sljóleika, fá- tækt og framtektaleysi í öllum verulegum framförum. Mjer er ekki kunnug ein einasta ritgjörð, hvorki frá hinni fyrri eða þessari öld, hvar hinir svo kölluðu „höfðinglegu“ fyrri aldar menn hafi offrað þessu máli einn einasta þanka, og hvergi er það að sjá, að þeir haíi nokkurt það fet stigið, er þessu máli mætti til framfara þjena. Jegmanþað ennþá frá mínum ungu árum, hversu vitstola menn voru meðhöndlaðir, og gekk mjer það opt til hjarta; ekki var það samt af viljaleysi fyrir fólkinu, heldur af hreinni og beinni vankunnáttu. Af þessum rökum var það, að jeg skömmu eptir afstaðið lærdómspróf, fór að gefa mig við því, að stúdera sinnis- veikisfræðina, og með því onkell minn, sál. conferenz-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.