Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Page 2

Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Page 2
10 ráð Sveinbjörnsen, hafði sent mjer nokkra peninga, þóttist jeg eigi geta varið þeim betur, en til þessara stúderinga, því þá hugsaði jeg helzt upp á að verða hjeraðslæknir hjer á íslandi að fám árum liðnum. þetta var árið 1838. — Um þessar mundir fór mikið orð af prófessor einum, Ideler að nafni, í Berlín; hann var sagður hinn mesti sálarfræðingur, og hinn heppnasti læknir fyrir sinnisveiki, er þá var uppi. Leið mín lá i gegn um Hamborg, og dvaldi jeg þar í liðugan mán- uð, bæði til þess, að kynna mjer sinnisveikra spítalann þar, sem var nýlega útbúinn, rjett við hliðina á hinu almenna sjúkrahúsi, og hafði rúm fyrir 500 sinnisveika, og líka til að sjá Dr. Fricke, sem þá var talinn meðal hinna nafnkunnustu chirurga í Európu til að „operera11. Alls hafði þetta stóra sjúkrahús 2000 sængur. þó var meira þar að læra af handlæknistiltektum Dr. Frickes, en af meðferðinni á hinum sinnisveiku, enda var partur sá af spítalanum, sem þeir lágu á, miður fallinn til síns ætl- unarverks en hinir aðrir partar hans, og var þó allur spítalinn íjarska stórkostlegur og mjög vel vandaður. þá var þar og hinn mesti urmull af framandi læknum til þess að kynna sjer nýjari máta, sem Dr. Fricke þóttist hafa uppfundið til að lækna franzósinn án þess að viðhafa kvikasilfur, en hann þótti oss aðkomulækn- um lítið merkilegur eða gagnlegur, og ljetum það sam- eiginlega i ljósi við yfirlækninn, að sá máti mundi eigi verða ellidauður. Frá Hamborg fór jeg til Berlínar til hins stóra spítala þar, er „Charitée“ kallast. Við hliðina á hon- um var annar minni, er nýja „Charitée“ nefndist, og á honum var hinn þá nafnfrægi prófessor Id.eler yfir- læknir. Á báðum þessum spítölum voru alls 1800 sængur, hvar af tæpur þriðjungur var ákvarðaður fyrir sinnisveika. Við allan þann spítala voru 12 prófessor- ar, hvar á meðal prófessor Schönlein, prófessor Jn-

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.