Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Page 3

Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Page 3
11 hannes Múller, og hinn nafnkunni Operateur-prófessor Dieffenbach. Enginn spítali sá, er jeg hefi sjeð, hefur verið til að kenna ungum læknum, sem þessi, enda er hann enn þá talin hinn fremsti kennsluskóli er til muni vera í nokkru landi á vorum dögum. Um prófessor Ideler er það að segja, að af hans andliti skinu jafnt andríki og mannkærleiki, og ótrúlegt var það, hvemig hann með tilliti sínu og tiltali, sem þó altjend var blítt og mannkærleiksfullt, gat eins og tamið þá mest vitstola, er hann var nærri þeim og talaði við þá. „Eru þetta sannarlega vitstola menn“ (æðisgengnir, Maniaci), sagði jeg við lækninn, sem stóð næstur honum, og sem var tröll að vexti, en þó mjög góðmannlegur. „Já, svona spyrja fleiri framandi læknar en þjer“, sagði að- stoðarlæknirinn, „en þjer megið heldur eigi hugsa, að þeir sjeu allajafna svona, þegar yfirlæknirinn sjálíur eigi er til staðar; trúið mjer, þeir láta stundum allilla, þegar hann er fráverandi, en aldrei í hans nærveru“. „Lætur hann þá straffa þá á líkamanum ?“ „Nei, aldr- ei“, var svarið, „það höfðum við nóg af áður en hann kom hjer, en það færði að eins til hins verra. Nú líðst það ekki.“ Mjög líka sögu þessu, heyrði jeg hálfu ári seinna á Bistrup, enda var yfirlæknir þar hinn á- gæti prófessor Göricke, í sumu nokkuð snoðlíkur pró- fessor Ideler. Mannþekking prófessor Idelers var án efa frábær- lega skörp, og hin daglega umgengni hans svo elsku- leg og viðkunnanleg, sem verða mátti. „Hvernig er hlutfallið á þeim læknuðu hjá yður?“ spurði jeg pró- fessorinn. „Heldurgott, einsog jeg skal láta sýna þjer á töflunum okkar; bezt og fljótast batnar þeim alveg vitstola; flestum af þeim batnar, ef rjett er að farið“. „Yiðhafið þjer mikil meðul ? “ „Já, talsverð, og það bæði líkamleg og andleg. Trúarlaus maður stendur mjög nærri dýrunum; mikið kemur undir uppeldinu,

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.