Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Síða 7

Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Síða 7
er oss varðar hvað mest að vita, ef vjer viljum komast í menntaðra þjóða tölu. „f>jer sudda-drunga dauíir andar, sem dragist gegnum myrkra-lopt; þjer jökulbyggða vofur vandar, er veslar þjóðir kveljið opt, hve lengi Garðarshólma þið, hyggizt að trylla fárátt lið?“ kvað Eggert Ólafsson fyrir 100 árum síðan, og hvernig mundi hann kveða nú, ef hann sæi einn af okkar lærifeðrum (doktorum) vera að ráfa innan um þessa sudda-drunga þoku, eins og nokkurs konar höfuð- sóttarkind, með allmÖrgum prestum í taumi. Hvort við Islendingar nú náum okkur nokkurn tíma eða ekki, má guð einn vita. f>að er nú komið undir oss sjálfum, hvort við viljum framfarir eða eigi; enginn hindrar oss, ef vjer höfum einlægan vilja og rjetta aðferð. Að stökkva úr landi hópum saman, eru þau aumustu úr- ræði, enda hefir íslenzka nýlendan í Nýja-íslandi hingað til eigi gefið neitt glansandi eptirdæmi. Vjer höfum nóg að gjöra hjer, og getum lifað allt eins vel og landar okkar í þeirri tjeðu nýlendu. Enn fremur öllu þurfum vjer að sleppa öllum hindurvitnum, og algjörlega gleyma öllum niðurskurðar- og homöopatha-sjervizkum. Okkar beztu menn mega ómögulega ganga í broddi fylkingar í slíku, eins og þeir því miður hafa gjört, enda munu þeir sanna það, að slíkt mun fyrri eða seinna verða þeim til lítils sóma og landinu til alls minna en gagns. J>að getur vel verið, að sumir þeirra hafi gjört það í góðri meiningu, og haldi sig að hafa gjört gott verk, en mín sannfæring er, að þeir hafa táldregið m a r g a og verið skuld í margra manna heilsuleysi og dauða. Jeg hefi að minnsta kosti sjeð marga sjúklinga, sem vel hefði mátt lækna með einföldum, ódýrum, innlendum lyfjum, sem um langan tíma hafa verið að fást við þessa homöopathisku hjátrú, sjer og öðrum til tómrar bölv- unar, og margir mundu þeir nú ofan jarðar, er þannig hafa lagzt lágt, og að eins gjörzt verkfæri í ágjarnra mammons þjóna höndum, til að verða þeim að fjeþúfu. Jeg skal nú hjer engan dóm fella á það, hvort það land, hvar slíkt gengur ár eptir ár—og þetta gengur fjöllunum hærra—getur heitið óhult fyrir almennings velferðina (Publika Salus) eða eigi, en hitt vil jeg segja, að þegar menntaðir menn sem eiga að vera,

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.