Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Qupperneq 8

Heilbrigðistíðindi - 01.02.1879, Qupperneq 8
lialda slíku fram, þá ættu þeir að slcammast sin, enda munu þeir sanna það, að hefndin fyrir slíkt athæfi kemur af sjálfu sjer, fyr eða seinna, og er þegar án efa komin fram á mörgum, sem nú liggja 6 feta djúpt undir jarðarmeni. Á hinn bóginn vona jeg, að þessir hálfgjörðu sálar- krypplingar, sem með ýmsum háðsfullum blaðagreinum eru að liggja mjer á hálsi fyrir það, að jeg nú sem fyrri voga að lypta penna mínum gegn þessum köppum, því svo hraustur er jeg enn fyrir hjartanu, að slíkt mun naumast koma mjer til að taka Hofmannsdropa eða homöo- pathanna Aconit og Bryonia, og jeg hefi heldur ekki brjóst til að eyða Arsenikinu frá beljunum hans Dr. G. Th. eða síra Jakobs á Sauða- felli. J>að er annars hjákátlegt, að þeim sjálfgjörðu homöopathisku fúskurum hjer á landi, er í ritum og ræðum jafnað saman við verulega homöopathiska lækna erlendis, án þess menn hafi nokkra vissu fyrir því, að þeir kunni eitt orð í þeirri vísindagrein (o: homöopathiunni), er þeir látast vera að praktisera. Jeg þori að segja, að Island er það einasta land i heimi, hvar slíkt mundi geta við gengizt, en þó er eins og þetta sje allt með feldi! Jeg skil ekki, hvernig menn geta verið svo blindir. að sjá eigi hvernig þetta hlýtur að verða hin mesta minnkun fyrir allt landið, eins og það líka er hneykslanleg slcarnklessa i bókmenntasögu vorrar aldar, og svo bætist nú hjer ofan á að það fylgist að s k ö m m og s k a ð i, því það er óefandi, að allmiklir peningar fara nú árlega út ur landinu, fyrir þetta svikafulla smáskamtarusl, sem eins og kunnugt er, allajafna siglir undir fölsku fiaggi og er ýmist tóm, argasta spritblanda, eða þá eiturkennd efni, sem hætta getur verið með að fara, og enginn ætti um hönd að hafa, nema þeir, sem vissa er fyrir að lært hafi svo mikið í sjúkdóma- og meðalafræði, að nokkurn veginn vissa sje fyrir að þeir beri deili á það, er þeir hafa um hönd. Vilji menn því hjer á landi halda tryggð við smáskamtalækningarnar, þá er það nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að hún yrði lögleidd hjer á landi, og mætti það þó, eins og þessu málí nú er komið, heita nokkur breyting til hins betra fyrir alla viðkomendur. Útgefandi: J, Hjaltalín, landlæknir. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.