Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Síða 1

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Síða 1
HEILBRIGÐISTIÐINDI. JW. 3. Marzmán. 1879. Um rotnuneyðandi lyf. Ein af þeim merkilegustu uppgötvunum á hinum síðustu tímum eru hin rotnuneyðandi lyf (antisceptica), sem hafa gjört óendanlegt gagn bæði handlæknisfræð- inni, og meðhöndlun sumra hinna innvortis sjúkdóma. Síðan þessi lyf fyrst voru fundin upp, og almennt farið að viðhafa þau í handlæknisfræðinni, eru nú ná- lega liðin 13 ár, og er það segin saga, að síðan að þau fóru að verða almenn, hafa menn, sem skera (operera) hefir orðið sökum ýmsra meinsemda, læknazt helmingi fljótar en áður, og allt að einu hefir dauðra- talan af mönnum, sem skornir hafa verið, orðið nær- fellt þriðjungi minni en áður. Prófessor Lister í Glasgow var sá fyrsti, er innfærði þennan máta þar, og sá jeg ýmsar af hans lækningum, þegar jeg var á Skotlandi árið 1867. Hið fyrsta meðal, er hann við hafði, var karbóliksýra; hún var blönduð með olíu allt að tiunda parti, og sýndi það sig, að þau sár, er þannig voru meðhöndluð, greru óvanalega fljótt, og án þess, að í þeim græfi. jþetta þótti hin mesta uppgötvun, einkum þegar fram í sótti og menn sáu, að langtum færri dóu eptir skurði eða meinsemdir, en áður hafði verið, svo að mátinn vann almenna tiltrú, eigi að eins í Evrópu heldur og í Ameríku. Karboliksýran hefir sökum þessa verið almennt viðhöfð, og er það enn; en með því að hún er ýmsum vandkvæðum bundin, hafa læknar smátt og smátt ver- ið að upphugsa og reyna önnur meðöl, er óhultari

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.