Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 2

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 2
18 kynnu að vera; meðal þessara má nú nefna tvö, er unnið hafa borgararjett og almennt er farið að við hafa; annað þeirra heitir salicylsýra, og finnst hún í ýmsum plöntum, einkum í mjaðarjurtinni *, og þekkja menn hana þar þegar á sinni þægilegu lykt, enda er það al- mennt kunnugt, að seyði af henni var í fyrndinni al- mennt við haft við útvortis meinsemdir og sár, enda er alls eigi ólíklegt, að konur, sem fengust við að fægja upp sár manna þeirra, er í bardögum höfðu verið, hafi notað þessa jurt til lækninga sinna. Hið annað af þess- um nýju meðölum er blóðbergsolían, það er rjett ný- lega farið að við hafa hana, og þykja nú allmikil lík- indi til, að hún muni vera hið handhægasta meðal þessa meðalaflokks, er hjer um ræðir, og mun jegseinna, ef guð lofar, skýra betur hjer frá. Um ýmislegt, er veldur ólieilnæmi við sjóinn. Vanalega telst sjóloptið heilnæmt, en þó kemur það eigi sjaldan fyrir, að ýmsir þeir hlutir finnast með sjó fram, er gjöra það miður heilnæmt. Meðal þessara hluta má reikna upprekið þang og ýmsar stærri og minni sjóplöntur, sem rotna, einkum á vorin við sólar- hitann, þegar logn og staðviðri ganga. þ>essi þang- rekstur er eigi sjaldan samfara kuðungum og öðrum smá skelfiskum, og þetta rekur vanalega mest í stór- straumum. Vilji nú svo til, að þegar mikill reki er af þessum dýra- og plöntuefnum, rotnar það allt, sem er fyrir ofan sjávarmálið, þegar straumurinn minnkar, og gefur eigi all-sjaldan mjög óþægilegan daun frá sjer; hjer við bætist nú, að í sjóplássunum safnast opt mikið *) I grasafræði bróður míns sáluga, Odds Hjaltalíns, má meðal annars sjá, að menn á hans tímum álitu mjaðarjurtina mjög góða gegn rotnun í sárum, og líkt er um sum vor nýjari meðul, ef vel er að gáð, að þau hafa verið þekkt á eldri tímum.

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.