Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Síða 3

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Síða 3
lí> fyrir af slori og ýmsum fiskileifum, þegar vel fiskast, og hjálpar þetta allt mjög svo til að gjöra sjóloptið mengað ýmsum rotnunarefnum á vorin þegar vel viðr- ar og kyrrur eru miklar. Sömuleiðis færast þessi rotn- unarefni frá smátjörnum eða pollum, erliggja lítið eitt fyrir ofan sjávarmál, en þaðan getur þetta rotnun- blandaða vatn auðveldlega lcomizt inn í grunnæðarnar og þaðan aptur færzt úr þeim niður í vatnsbólin eða brunnana; þetta á sjer einlcum stað, þar sem vatns- bólin eru nálægt sjónum, og getur enginn fyrir sagt, hvílík vanheilsa af því kann að hljótast fyrir sjávar- manninn. þ>egar maður ber saman dauðratöluna i sveit- unum og í sjóplássunum, verður hinn árlegi mismun- ur talsverður, og eigi er það sjaldan, að hann í sjó- plássunum er þriðjungi meiri en upp til sveita. J>að er eigi svo hægt sem menn skyldu hugsa, að fá alla þá ólyfjan sem í mörgum sjóplássum virðist að verka mjög óheppilega á heilsuna, rudda úr vegi og gjörða óskaðlega; þó mætti allmikið hjer við gjöra, ef kunn- áttu og samtök eigi vantaði. Jeg hygg og á hinn bóginn, að í stað þeirrar óhollustu, sem þetta kveykir í mörgum sjóplássum, gætu menn haft allmikið gagn af þessum fiskileifum. í útlöndum, þar sem mikill fiskiafli er, svo sem í Noregi og víðar, hafa menn nú almennt komið á fót fiskileifaverksmiðjum, er menn þar kalla guano-verksmiðjur, og sem nú á seinni tím- um eru orðnarað mesta gagni, því að fiski-guanóið er talið einhver hinn bezti áburður, eigi að eins fyrir jarð- rækt alla, heldur og fyrir kálgarða. þessa hafa menn og sjeð merki til hjer á landi, þar sem áburður af slori eykur mjög grasrækt þar sem þaðerviðhaft sem áburður; en máti sá, er menn hafa á þessu slori, sem sje að safna því í gryfjur eða vilpur, þar sem það allt rotnar og kemst í ólgu, er allt annað en hollur fyrir heilsuna. Erlendis, þar er menn hafa fyrnefndar verk-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.