Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 8

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 8
giptum ; það er bezt að fá okkar homöopatbisku vitringa til að gjöra það ; en stórskamtalæknar viðhafa það á þann hátt, að óðara en einhver hefur brennt sig á eldi eða sjóðandi vatni, er brunabletturinn þakinn með dusti af so da, og hverfur sviðinn og verkurinn þá alFt í einu, án þess það grafi í brunanum. þ>etta þykir bæði þarfleg og merki- leg uppgötvun. Öll brunasár eru fjarskalega pínandi, og ef þau eru stór, hættuleg fyrir lífið. þ»essi uppgötvun var þá þegar reynd af ýms- um læknum, og gjörðu þeir þessar tilraunir á sjálfum sjer, og unnu það til, að brenna sig með sjóðandi vatni á handleggi eða fæti. J>að er mælt að þessar tilraunir hafi allar lukkast einkar vel og virðist nú með- alið að hafa fengið fasta tiltrú. Homöopathian. Mikið gengur á með homöopathiuna nú á landi voru, og veitti eigi af heilu blaði i sambandi við ýmsar aðrar nýjar bollaleggingar um læknaskipun vora, til að skýra frá þessu öllu. Verst er, ef risið á öllu þessu verður svo hátt, að það dettur um koll, enda mun koma að því fyr eða seinna, að engin ósköp standi lengi. f>að versta er, ef sumir af vorum lærðu mönnum oftaka sig svo á þessu, að þeir verða eptir sig, og fá nokkurs konar doðasott, þegar fram í sækir. Blaðagreinir, er benda á ýmsa nytsemi. f>egar jeg undanskil þrjú blöð af þeim, er nú eru uppi, sem sje ísafold, jþjóðólf og Skuld, er það mjög sjaldan, að menn sjá slíkar greinir í dagblöðum vorum, er verulegt gagn má af hafa. I Isafold standa ýmsar greinir bæði nytsamar og fróðlegar, sömuleiðis standa í Skuld vel samdar og fallegar greinir um jarðræktina. Vjer vildum óska, að Isafold yrði eigi of margorð um homöopathiuna, því að verði það, mun eitthvað af þvi, er nytsamara er og fróðlegra, verða að sitja á hak- anum hjá rithöfundinum. Útgefandi: J. Hjaltalín, landlæknir. Prentsmiðja Isafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.