Tíminn - 06.03.1872, Blaðsíða 4
24
verki fyrir brjóst kýrinnar, hvaraf hún missir lyst
á fóðrinu, af því að missa jórtrið, — f>ví doðasjúk
kýr jórtrar aldrei — harðnar svo lakinn sem steinn
og verðnr þurr.
Ýmislegar tilraunir hafa verið gjörðar við kýr
með doða, t. a. m. blóðtaka á hálsi, sem þó
sjaldan hefir dugað eingöngu, sumir hafa gefið
þeim inn brennivín, allt að pela, aðrir oterpin-
tínu» — vjer vitum ekki hve mikið, — enn aðrir
«Steinolíu» hjer um bil 3 pela, en ekkert af þessn
hefur reynst ugglaust. En það ráð, sem hjer að
framan er ávikið, og bezt hefir dugað í þessu til-
felli, er eptirfylgjandi:
Maður skal taka Sag, úr sem allra feitustum
furuvið helzt plönkum, valborðum eða feitum reka-
við, bezt úr kvistum, — úr gráum eða þurrum
við er það ónýtt, — að stærðinni á það að vera
sem vanalegast er eptir streingsagir, og að máli,
troðin heldur vænn kaffibolli eða y4 pottmál; hella
þar á 3 mörkum af vatni, láta í pott yfir eld og
sjóða þartil minnkað er um helming, er þá lögur-
inn hjerum 3 pelarfyrir utan sagið, þessu skal hella
ofaní doðasjúku kúna öllu saman — saginu með.
Þetta ráð hefir, það oss er kunnugt dugað
svo vel, að vjervitum það varla hafa brugðist, jafn-
vel þó kýr hafi verið búnar að liggja með doða
2—3 daga, og ekki sýnst annað eiga eptir enn deyja.
Af þessu fær kýrin fljóta og góða «laxeringu» sem
án efá er verkun þess harpix-kynjaða úr saginu;
því vjer höfum lesið það í danskri bók, að har-
pix (Colophorium) sje ágætt inntökumeðal fyrir
kýr og hesta; enn sagið sjálft mun víst eiga mest-
an og beztan þátt í, að bleyta upp lákan, þar eð
það undir eins gyldir sem jórtur. Vjer viljum óska
að landar vorir noti sem bezt þetta einfalda kostn-
aðarlausa og meinlausa—aðsönnuaf ýmsum áður
þekta, enn nú mjög svo tínda — húsráði, vonum
vjer að það muni mönnum að góðu liði koma.
(Framh'. síðar).
skipstjóri H. P. Dam, hafnaði sig hjer um mið-
degi 5. þ. m. fermt ýmsum vörum til Knudtzons
verzlunar hjer í bænum, brjef og blöð muiu hafa
komið fá með því, og þess vegna eru menn
snauðir af útlendum frjettum. Það helzta, er talið,
að frost nokkur hafi verið áðurenn skipið ftr, enn
þeyvindi komið þegar það var ferðbúið, í f. m.
— Með skipi þessu frjettist enn fremur, að
stjórnin gjöri sjer allt far um, að flýta fyrir laga-
boðinu um brennivínstollinn, og þykir oss það eiga
vel við, því vjer teljum það víst, að tollurinnverði
álitlegir peningar í landsins þarfir. Góð tð er
sögð erlendis, kornvara með líku verði og áður,enn
kaffi heldur að hækka. — íslenzk ull, sjerílagi frá
Norðurlandinu hefir selzt fremur vel.
— Enn þá er sama veðurblíðan og verið heQr;
frost hæst 4° á R. um næstliðin mánaðamót.
Netfiskirí er sagt nýkomið á Suðurnesjum, og her
í fiskileitum aflaðist vel af ísu seinast þá róið \ar.
— Meðalverð allra meðalverða, er eptir þessa
árs verðlagsskrá 1872—73, í báðum Skaptafelfe-
sýslunum, hundraðið á landsvísu : 25 rd. 83 sk., tg
alinin 20,7 sfe., og í öðrum sýslum Suðuramtsiœ,
hundraðið á 29 rd. 30 sk. og alinin 23,5 sfe.
df?lf” Auglýsingar og smágreinir verða teknarf
blaðíð fyrir 2 sk. (Corpus) stærra leturs-línuna, eni
3 sk. fyrir (Petit) smáleturs-línuna. Ábm.
— Leiðr/etting, 3.—4. bl., blaðs. 19, 5. línu aE
ofan, les: lífstíðin góð og hörð.
PRESTAKÖLL.
Óveitt: Klausturhólar með annexíunni Búr~
felli, metið 320 rd. 76 sk. auglýst 17. f. m. Sá
sem fær brauð þetta má búast við, að Úlfljóts-
vatnssókn, verði því sameinuð, ef til vill um skemmri
eða lengri tíma.
Ábyrgðarmaður: Jónas Sveinsson.
SKIPAKOMA.
— Kaupfarið Draxholm, 20 lestir að stærð,
Prentaior f prentsmitíju Islands. Einar póríiarson.