Tíminn - 26.11.1872, Blaðsíða 2
6
tfma, sífeldir rosar annað slagið með frostkuldnm
og úrkomura, heyskapurinn varð endasleppur, en
þó allmikill og góður, fiskiaflinn sem var ágætur
í sumar, fór nú að rjena eptir miðjan september
og hefir hann nú um tíma verið mjög reitings-
samur, auk þess sem ógæftirnar hafa spillt fyrir.
Enskt fjárkaupaskip, hafði komið um daginn til
Djúpavogs og viljað fá 1200 fjár, fóru þeir upp
í hjerað og suður um firði, og rökuðu saman
fjenu á svipstundu, gáfu og viðunanlegt fyrir, dreg-
ur þetta eigi alllítið frá fóstu kaupmönnunum, og
verður því líklega lítil fjártaka hjá því sem vant
er; hjer er nokkur kornmatur, auk þess sem kom-
ið er með Jakobsens skipi, fær hann hjer mestu
haustverzlun. Verðlagið er nú hjer um bil þetta:
rúgur 10 rdl. ertur 12 rdl. bankabygg 13 rdl.
kaffi 40 sk. kandis 30 sk. melis 28 sk. brvín 28
sk. — Bezta kjöt 8 mrkl® tólg 18 sk. mör 16 sk.
haustull þvegin 44 sk. óþvegin 40 sk. vorull 56 sk.
Fje reyndizt rirt á mör, en betra á hold. . . .
Sunnudag 22 sept. urðu þær hörmulegu slis-
farir á Djúpavogi, að bátur fórst þaðan með 10
manns, fórust þar 3 synir herra Weywadts og 2
dætur, af þessum sonum hans var hinn elzti, ný-
útlærður lögfræðingur, og settur milli sýslumanna
í Suðtirmúlasýslu; þar að auki voru þar með assi-
stent Meilbye 2 beykirar og 2 stúlkur líka úr húsi
faktorsins, hann hafði og sjálfur verið viðstaddur
ásamt þessu fólki sínu á næsta bæ þar fyrir inn-
an kaupstaðinn um daginn, og haldið þaðan heim-
leiðis um kveldið, landveg með einni dóttur sinni,
en hitt fór allt sjóleiðis. Nú er Zeuthen læknir
vor horfinn oss um sinn og kominn útyfir pollinn
. . . en síra Sigurður próf. á Hallormsstað, tekin
við læknisstörfum í bráðina.........
— (Úr brjefi frá Iimh. 7. nóv. þ. á.). «Hjer
er annars orðið ófært að lifa, því allir hlutir sem
maður þarf til lífsframfæris, eru nú orðnir svo af-
ardýrir hjer, og hækka svo að segja daglega, og
kemur það allt af hreifingum þeim sem hafa ver-
ið og eru enn þá, meðal verkamannanna af öllu
tagi, og bændur leggja óguðlega á vörur sínar.
Hjer er t. d. útflutt fjarska mikið, af nautpeningi,
fleski og smjöri, sem allt af er selt með afarverði
í Englandi, þessir góðu kjötgrósserar borga því
bændunum vel fyrir vöru sína, og bændaríurnar
eru orðnar svo upplýstar, að þeir hafa vit á að
selja þeim er bezt bíður» ....
— Úr brjefum er bárust með vestanlands póstinum
frjettist: að jaktin «Trende Brödre» frá Bergen,
er færa átti vörur til Hákonar kaupmanns á Bíldu-
dal, og mjöl hingað í Itvík til norska bakarans,
hafi slitið upp á dögunum af ofviðri á Bíldudal,
og rekið í land; sagt er að brotnað hafi gat á
hana, og mjölið að líkindum farist, en vörur kaup-
mannsins voru allar áður í land komnar.
(Aðsent).
I trausti orða þeirra, er útgefendur «Tímans»
hafa sjálfir sett neðanmáls á bls. 74. 1. ári von-
ast jeg til hann taki til meðferðar nokkrar athuga-
semdir við kaflann «úr brjefinu», sem stendur í
sama nr. «Tímans» bls. 77 — 78.
Höfundur «brjefsins» talarmikiðum skaðsemi
þá, sem leiði af því, að selja lifandi pening út úr
landinu, en frá tekur hóflega hestasölu þar sem
góður sje útigangur, og menn geti átt «kostnað-
arlftið» stóð, með því að hrossasalan ekki hnekki
«viðkomu stóðsins!» Nú vita þar þó margir, að
fyrir nokkrum árum var það álit beztu bænda
vorra o. fl., að hrossatalan og einkum stóðeignin
keirði hreint fram úr hófi mjög víða á landi voru,
ekki sízt hjá þeim, sem áttu mörg stóðhross, en
ekki tilkall til einnar þúfu í landi ; gengu þá
stóðflokkarnir sem logi yfir akra, undirlögðu og
eyðilögðu beztu jarðir landsins, fjallajarðirnar og
kringum afrjettina, svo út leit fyrir, ef þetta gengi
lengi eða jykist, að sumar þeirra yrði lítt byggi-
legar. Þessu hefir nú hrossasalan kipt nokkuð í
lag, og má því vel heita einn hluti af gagnsemi
hennar, sem þó kemur fram við aðra, en þá sem
beinlínis verða fyrir því að hljóLa gjaldið.
í fyrstu grein gengur höf. út frá því, að því
fleira sem sje af arðpeningi í landinu, því meiri