Tíminn - 04.09.1873, Page 3

Tíminn - 04.09.1873, Page 3
83 hvert, í hið minnsta köllum vjer það, að fara á hundavaði yör eitthvað er ritað er um, þá er menn setja fram einhverja þess konar lærdóma, sem að líkindum fáir fallast á, án þess að benda til nokkurs, er sannieður mæli með því, sem talað er þannig alveg út í bláinn. Loksins endar höfundurinn grein sína með hinni stórslegnu hugsun: «fsland er hið bezta land, sem sólin skin upp á»; höf. vill sanna þetla með því, að hann sjálfur haö verik erlendis, og geti borið urn að tarna. — Ójá fleiri hafa nú farið ntan, og hef jeg engan þeirra heyrt tala í líka átt. En það get jeg sagt hon- um, að svo kunnugur er jeg í hinum menntaða heimi, að jeg get ekki hugsað að nokkur, «nema stórblindur íslendingur» muni gela sagt slíkt, að þessi dómur um Islaud er airangur, og að jeg er boðinn og búinn til að sanna honum, «að íaland, er sem stendur eitt hið versta land, sem sóUn skín upp á», ef litið er á hin menntuðu lönd, og Is- land er talið meðal þeirra. Jeg vil loks geta þess, að þetta á að vera sagt áf föðurlandsást, þá hef jeg illan augastað á svo blindri ættjarðarást, er lendir í svo fráleitri villu, að gylla allt á fóstur- jörðu vorri þeim tállitum, að þar sje allt í góðu lagi, allt ágætt, og betra en á nokkrum öðrum stað undir sólunni, þótt hver skynsemi gædd skepna hljóti að játa, að öðruvísi sje. Slík ættjarðarást hvetur líklega ekki til stórra bóta, nje dugnaðar- og framtakssemi, í hið minnsta ætla jeg, að hún gæti orðið bezta meðal til að keira oss drjúgum niðurí saurinn. Hin er mín hugsun, að einmitt vegna þess, að ísland er sár-ljelegt land að gæðum, og vegna þess, að vjer stöndum nálega í öliu öllum mennt- uðum þjóðum á baki, að einmilt þess vegna þurfi hver og einn að starfa með mesta dugnaði að dagsverki sínu, ef hann ætlar sjer að starfa það hjer, svo honum verði bæði sem bezt ágengt, og að öðru ieyti fái sem mest kaupið, þ. e.: mestan ávöxt hjá fósturjörðu sinni. Aptur hinir, sem þykir hið eptirvænta kaup of lítið, og ekki gela unað við það harðrjetti og aumingjaskup, er hjer á landi er svo tíður, þeir menn sjeu frjálsir að því, að fara í annað betra land. Vjer skulum engum steini kasta á þá fyrir það, þótt þeir vilji öðlast betri kjör, en þau, er vjer sitjum að, nje öfunda þá, þótt vjer verðum áskynja um, að þeim vegni bet- ur en oss, heldur skulum vjer óska þessum mönn-. um: Guð og gæfan fylgi þeim, og veiti þeim lið- semd til, að verða oss, er heima sitjum, að liði fyr eða síðar. Ábm. — Einn bróðir vor lýsir ánægju sínni í «Vík- verja» 21. tölubl. yfir ýmsum aðgjörðum bæjar- stjórnarinnar, og það sjálfsagt að maklegleikum að mörgu leyti, Vjer óskum að góðum mönnum væri Ijóst hvað þeir lofa eða lasta. Með allri þessari ánægju sinni, þá önnur hann samt dálitla skugga- hlið, einkum á kirkjugarðsveginum, að hann sje of mjór. Mundi þá ekki vera ráð að minna á í tíma, þá heiðruðu bæjarstjórn, byggingarnefnd og veganefnd Reykjavíkurbæjar, eða þá af þeim sem kann að eiga hlut að máli, að láta ekki þennan tilvonandi Bráðræðisveg sem hann talar um verða eins mjóan. Oss virðist þrátt fyrir ánægju hans, misjafnlega hafa farið úr hendi stefnan á kirkju- garðsveginum frá sjúkrahúsinu suður að kirkjugarð- um; — oss virðist hann hefði getað verið hlikkja- minni, — oss er og spurn: því var ekki tekin bein stefna frá Öskjuhlíð inn í skarðið hjá Bústöðum, en í stað þessaðstefna beint á Bústaðabæ, nálægt 60 föðmum frábeinni stefnu? Vjer þekkjum eigi þær torfærur, sem gjöra nauðsynlegt að leggja lykkju á þessa leið, og hvar skyldi hún þá eiga að verða? Oss þykir það og lítil bæjarprýði, að menn skuli nú vera að grafa stórar holur hjer og þar í melana suður frá kirkjugarðinnm, nærri inn í veginn; en flýta kunna þær leið manna til hans; í stað þess að gjöra það í rennuformi báðu megin við veg- inn, svo maður fengi þá um leið upphleyptan veg suður melana, væru þetta gallar, hverjum af þess- um nefndum er það þá að kenna? Hann varar og menn við, «að láta ekki hús standa skakkt við götu, eða önnur hús í sömu götum», en setjum nú eins og hjer er á statt ineð pósthúsið (sem hann mest talar um) að bein gata gangi þvert yOr bogna götu, eða bein gata gangi á ská yör beina götu, en maður sje skyldaður til að byggja hús í rjeltan vinkil, (því um annað má hjer aldrei

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.