Tíminn - 08.01.1874, Side 2

Tíminn - 08.01.1874, Side 2
6 2. Skatna hulin hðnd forsjónar, hvatti nú að leita þín; aðkomendum, ekrur grónar, |: ítrum heim til buðu sín; :j fjölbyggð sást á fáum árum, — frelsi’ og manndáð borgið varð — umgirt sollnum sævarbárum sjötum veitlir frið og arð. 3. Fram að þessu fagnaðs ári föðurhönd þjer sælu bjó, móðir! þó sjert mædd af sári |: mörgu þig sem tíminn sló; :| niðjum þínum, Nýársdagur ný upprunninn, bendir á þúsundasta, unaðsfagur, árið þinni bygging frá. 4. |>ess við minning þeir af hjarta þakkar- bera drottni fórn sem fullvissar vonin bjarta j: vís og góð hans láti stjórn :| frið á þjer og frelsi skína, forna dáð og bróðurtryggð, hann farsæli þig og þína þín á meðan stendur byggð. Br. Oddsaon. Atbugagr. Orsökin til þess, að kvæði þessu fylgja nótur, er sú, að höfundur kvæðisins fór þess á leit við mig, hvort jeg ekki gæti látið sig fá lag sem ekki væri algengt, til að yrkja þelta kvæði undir, og kom okkur saman um að lag þetta gæti verið vel til þess fallið; enn þótt lagið sje hjer prentað með fjórum röddum, vona jeg að eigi verði neinum lil ásteytingar. En jeg vil yfir höfuð leyfa mjer að vekja at- hygli yðar á því, landar mínir, sem yrkið kvæði, hvort sem þau eru andlegs eður veraldlegs efnis, er þjer látið koma fyrir almennings sjónir, að þjer gjörið yður það að fastri reglu, annaðhvort að vlsa til lags við kvæðin, þá er það má fmna I þeim nótnabóknm sem algengastar eru hjer á landi, eða ef þau ekki eru að finna þar, þá að láta prenta kvæðin með nótum, til þess að koma í veg fyrir, að þau ekki verði sungin með öðrum lögum en þeim, er þau voru upphaflega kveðin undir, og sje þessa ekki gætt, má óhætt fullyrða, að kvæðin ná ekki þeim tilgangi er þeim frá skáldsins sjón- armiði var ætlað. Jónas Helgason. — HÁTÍÐIRNAR í Reykjavíli, 1873—74, kveld- söngur aðfangadagskveld Jóla, prjedikaði Sigurður Gunnarsson kand. theol.; á Jóladaginn, hámessa dómkirkjuprestur Hallgr. Svcinsson. Vjer getum eigi undanfellt um leið, að geta þess mjög fagra og hjer sjaldgæfa fyrirtækis að á Jóladagskveldið hafði dómkirkjupresturinn i boði hjá sjer rúm 40börn, sem flest voru fátækramanna börn. — 28. des. byrjuðu leikirnir í Glasgow, var fyrst sungið /j/óí-raddað kvæði eptirT. og leikin »Skap- íns hrekkjabrögð«, gamanleikurí 3 sýningum eptir Moliére. — 30. s. m. »Hellismenn«, sorgarleikur I 5 sýningum, frumrit eptir Indriða Einarsson stúd., höfund »Nýársnóttarinnar« prentuð á Akureyri 1872. Gamlárskveld, kveldsöngur í dómkirkjunni, Lárus Halldórsson, kand. theol. Svo kl. 9. blysburður á tjörninni, af lærisveinum lærðaskól. og prestaskól. ÁNýársdag 1874, hámessa í dómkirkjunni; Hallgr. Sveinsson dómkirkjuprestur; áNýárskveld »Hellis- menn« leiknir; 2. þ. m. »Læknirinn gegn vilja sínum« í 3 sýningnm. og »Neyddur til að giptast«, í 1 sýning; 3. þ. m. «Hellismenn,« í 3. sinn; 4. s. m. »Skapíns hrekkjabrögð« og »Broddlóurnar«, í 1 sýning, eptir Moliére og 5. s. m. »Læknirinn gegn vilja sínum« og »Neyddur til að giptast«. — Eptir að hið 1. blað af 3. árg. „Tímans“ kom út, fjekk ábyrgðarmaður blaðs þessa, brjef frá forstöðumanni prentsmiðjunnar, dags. 27. des. 1873, og segir par í, að ekkert sje því til fyrirstöðu, að liann geti fengið prentað- ann 3. árg. af blaðinu „Tíminn“, ef hann uppfylli alla j>á skilmála sem til eru teknir í prentunarsamningi, af 18. nóvember 1872, um prentun á 2. árg. tjeðs blaðs. Tveim dögum síðar, fekk ábyrgðarmaður blaðs þessa, aptur brjef, frá hinum sama forstöðumanni, dags. 29. 8. mán., sem hljóðar pannig: »Um leið og yfirstjórnendur prentsmiðjunnar, hafa samþykkt þá skilmála um prentun á 3. árg. Tímans, sem jeg með brjefi af 27. þ. m. tilkynnti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.