Tíminn - 08.01.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.01.1874, Blaðsíða 4
8 þó er það tvennt er grein þessi vildi minnast á að þessu sinni, en eitt síðar á sínum tíma. Hið fyrra af því tvennu er, að mjög þætti eiga vel við, að biskup landsins flytti ræðu á tingvalla- fundi, (ef hann haldin yrði, er telja má sjálfsagt), eigi síður en á þingvallafundi 1849, er haldinn var28. —29. júní nefnt ár, og biskupinn var forseti hans, að öðru leyti þarf ej að efa það, að biskupinn muni halda ræðu í dómkirkju landsins á hinum ákveðna degi. Hið s í ð a r a atriðið var það, að hver söfnuður í sínu prestakalli, gæfu ræðu sókn- arprestsins út á prent, yrði það nokkurs konar minnis-rit hátíðarinnar í sinni tegund, og eigi svo ófróðlegt, næstu 10 alda mönnum. Þetta er uppástunga er hver er sjálfráður að nota sem vill, en jeg bið »Tímann« að geyma hana handa lesendum sínum nú og til seinni tíma. Rn. b. Df. — PASSÍU SÁLMAR Hallgríms prests Pjeturs- sonar, voru fyrst prentaðir á Hólum 1666, en alls verið gefnir út þrjátíu sinnum, seinast í Reykjavík 1866, án þess þeim hafi nokkurn tíma fylgt nótur, nema 1. versi í 1. sálmi í útgáfu Björns Þorleifssonar biskups á Hólum, 1704 IV. útgáfu. Nú viljum vjer vekja athygli prentsmiðju- stjórans á því er mestu ræður um útgáfu bók- ar þessarar, að nú í næsta sinn, sem þeir verða gefnir út', að hann þá prenti þá með ialtnu letri í hendingum og með n ó t u m, svo þeir verði sungnir hjereptir með sínu rjetta lagi. Hnma. — Árið 1869, var útflutt frá Noreg 42,000 l) VJer petnm ekki anna% en dáist aí) þessari oppástnngu höfnndarins, þar sem sálmar þessir eiga þab me?> Tillnm rjejti skilih, aí) þeir værn gefnir út eptir nppástungn h«f, en vjer vildum minna húfupdinn á, ab meí) þessn fj’rirkomnlagi hljúta þeir aþ kosta prentsmiþjuna mikiþ, og þegar þar vih bætist aí> hún nú ekki hefor meiri rjett til aþ gefa þá út en prent- emihjan á Akureyri, þá vildum vjer benda á, hvort Akureyr- arprentsmibjan vildi okki taka ab sjer þetta, sem höf. sting- nr opp á, ef landsprentsmibjan akki gjörir þaþ. 215. lestir af ÍS til suðurlanda Norðurálfunnar, fyrir 100,000 spdali, hafa flutningar þessir farið mest í vöxt síðan 1830, þá voru útfluttar einar 100 lestir. (Sjá »Norges naturlige Velstands Kilder«. Forelæsninger í Bergcn 1871—72, bls. 12, af Wulfsberg) í tilefni af þessu, væri æskilegt, að einhver landa vorra, vekti máls á því í útlendum blöðum, hvort eigi mundi tilvinnandi, að ÍS-flutningur kæmist á hjeðan úr landi, því það er vara er ís- land hefur nóg af, og meira þvi til tjóns en gagns. Komist nú þessi verzlun á hjá oss, sem í Noregi, þá mundi það opna oss nýjan atvinnu- veg, sem í raun ogveru er þörf á, ef mannfjölg- uninni á að fara hjer fram. •— Hár aidur, 11. ágúst f. á. andaðist í Farre merkiskonan Karin Pedersen 98 ára að aldri, hún hafði í 29 ár verið ekkja. Með manni sínum eignaðist hún 10 börn, þá hún Ijetst, hafði hún sjeð 35 barnabörn, 67 barnabarnabörn og 3 börn í 4. lið, og voru því afkomendur hennar þá 115. ÁSKORUN til blaðamanna á fslandi. Fyrir því og af því, að næstum á hverju heim- ili er eitthvert slitur af «Landnámu» og «Sturl- ungu» og öðrum fornsögum vorum, er hver kerl- ing kann meira og minna utan að, en alls ekkert rit er til söglegs efnis ( heild sinni á prenti yfir tímabilið 1350—1500. Þá skorum vjer á blaða- menn vora, að þeir bæti úr þessum skorti, og láti fylgja i aukablöðum, sögu nefnds tímabils er auka mundi kanpendur blaðanna, því eigi efumst vjer um, að þeir hafi efni þessi við hendina, að minnsta kosti eptir P. A. Munch? Söguvinir á Snœfjallaströnd. — Fundizt hefur hjer á Strandgötunni 4 blað- aður sjálfskeiðingur, og getnr rjeltur eigandi vitj- að hans til ábm. þessa blaðs, um leið og hann borgar fundarlaun og þessa anglýsingu. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentabor f prentsmiþju íslands. Einar þúrbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.