Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1901, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1901, Side 4
Skýrsla. — i I. Aðalfundur félagsins. Aðalfundur félagsins var boðaður og haldinn 20. ágúst1 1901 af varaformanni Pálma Pálssyni í forföllum formanns. A fundi þessum hélt prófessor Finnur Jónsson fyrirlestur um verndan fornmenja, sem Árbókin flytur nú ágrip af. Aður höfðu formaður félagsins og umsjónarmaður Forngripasafnsins gefið út áskorun því viðvíkjandi, er birt var í ýmsum blöðum landsins. Þar eð fundur þessi var eigi lögmætur til kosninga, var boðað til aðalfundar á ný og ’nann haldinn 22. nóvember 1901. For- maður skýrði þar frá, að Arbók félagsins væri undir prentun og gerði grein fyrir framkvæmdum félagsins. Br^mjúlfnr Jónsson hafði í sumar eins og að undanförnu unnið í þjónustu félagsins og farið rannsóknar- ferðir um Suðurland; mundi skýrsla um það koma í Arbókinni 1902. Að því er snertir Hörgsdalsfuudinn, gat hann þess, að von væri til, að fyrir góðfúslega milligöngu Péturs alþingismanns lónssonar mundu samn- ingar komast á um rannsóknir honum viðvíkjandi. Formaður gat þess, að kapt. Bruun hefði sent ritling um Parísarsýninguna, er sendur mundi verða félögum með Arbókinni þ. ár. Enn fremur gat formaður þess, að í fjárlögunum fyrir 1902 og 1903 væri hinn árlegi styrkur félagsins af landssjóði hækkaður upp í 400 kr. Fram var lagður endurskoðaður reikningur félagsins fyrir 1900 og höfðu engar athugasemdir verið við hann gerðar. Rektor B. M Olsen bar fram þá uppástungu, að úr lögum væri numið það ákvæði, að fundur væri eigi lögmætur, nema 12 félagsmenn auk forsetans væru á fundi, eða tala sú færð niður, og var samþykt á- skorun til stjórnar félagsins um, að undirbúa lagabreyting í þessa átt. Því næst voru kosnir embættismenn og þrír fulltrúar (Pálmi Pálsson, Hannes Þorsteinsson og Jón Þorkelsson), og svo endurskoðunarmenn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.