Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Teikning í. Uppdráttur af nágrenni Stóruborgar. Eftir korti Landmœlinga íslands 1973. Stóruborgarhóllinn virðist hafa verið tekinn að eyðast um síðustu aldamót, en þegar kom fram yflr miðja þessa öld varð eyðingin hraðari. Munir úr húsarústum og sorphaugum tóku að finnast eftir stórviðri, bæði á hólnum og á söndunum í kring. Bóndinn á Stóruborg, Sigurður Björgvinsson, hefur tínt þar saman ýmsa hluti. Þórður Tómasson, safn- vörður í Skógum, hefur fylgst með hólnum um langt skeið, safnað saman munum sem þar komu í ljós og bjargað miklum upplýsingum um mannaverk á hólnum sem mörg eru nú horfin. Þórður vakti snemma athygli á því, að hér væru merkilegar rústir í hættu.3 3 Þórður hefur fært Þjóðminjasafni til varðveislu ýmsa muni úr hinum forna bæjarhól Stóruborgar allt frá 1965. Eins er mikið safn slíkra muna varðveitt á byggðasafninu í Skógum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.