Göngu-Hrólfur - 24.12.1872, Síða 6
— II.—
— 12.—
eftir, heiti hrónudalr og sé jafn Va rd- eða
3 £ dönskum, hver krónudalr skiftist í 100
aura og verðr því hver eirir (öre) tæpr hálfr
skildingr danskr. In helsta slegna mint sé
gullkróna, er innihaldi lOkrónudali, og tví-
hróna (dobbelkrone), er innihaldi 20 krónu-
dali. Þessar gullmintir sé einar gjaldgengar
í stórgjöld. En þessutan sé til smágjalda
slegnir silfrpeningar og bronsi-peningar. Eftir
uppástungu nefndarinnar á þessi peninga-
breiting að vera komin á innan ársloka 1873,
en inir eldri peningar samt að vera gjald-
gengir til ársloka 1878.
Shemtanir í Rvík um hátíðirnar. Nokkrir
menn héríbænum hafa ásamt nokkrum ing-
ismeium tekið sig saman um að stofna til
gleðileika hér um hátíðirnar; leikirnir eiga
fram að fara í «Glasgow»-húsunum (eign
hr. Egilsens) og birja að likindum undir ní-
árið. Meðal annars getum vér þess, að «Úti-
legumennirnir» munu verða leiknir í mjög
breittri mind, þareð höfundr þeirra hefir gert
stórar og gegnumgrípandi bætr'og breitingar
á þeim. — Það mun og vera í ráði, að stú-
dentar og skólapiltar haldi blisför um níárið,
líkt og var í firra. — En hvortveggja þetta
mun víst verða auglíst bæarmönnum.
Kvöldsöngvar í Rvík. — Á jólanóttina
prédikar kand. theol. Oddr Gíslason, en á
gamlárskvöld kand. theol. Valdimar Briem.
(Aðsent).
SVAR TIL «ÞJÓÐÓLFS». — Nú hefir
inn skriftlærði ritstjóri Þjóðólfs í blaði sínu
25. árg. bls. 27 birjað æðilanga rollu, hvarí
hann hnoðar saman ástæðulausum fúkirðum
um bæarstjórn Reikjavíkr, og hefir stiftamt-
mann með. Þessa ritgjörð sína hefir hann í
hugsunarleisi sínu eðr smekkleisu einkennt
með misskildum orðum eftir Jónas Hallgríms-
son, sem verða með þessari meðferð að guð-
lasti; þetta hefir honum þótt best eiga við
hugsanir sínar. Margr hefir nú haldið hérí
Reikjavík, að J. G. mundi first setja botninn I
greinarnar, sem sem hann I firra ritaði um
bæarstjórnina, þí þar vantar niðrlagið, áðren
hann birjaði á nírri grein; og sumir héldu,
að hann mundi alveg sleppa þessu, þarhann
hefði fengið vansæmd einaaf málaferlum sínum
við bæarstjórnina; hann siapp raunar óæru-
krenktr, en varð þó firir stórkostlegum útlátum
firir frammistöðuna, og þeir, sem þreittu þessi
mál með honum, voru og dæmdir til útláta;
þannig slapp sjálfr málsfærslumaðrinn; eitt-
hvað hefir nú verið bogið í aðgjörðum hans,
piltar góðir, en hann hefir viljað draga skílu
ifir þetta. First nú so er komið, að hann
hefir að níu birjað, skulum vér nákvæmar
snúa oss að greínni sjálfri; það munu nú
sumir vilja segja, sem ekki hafa skoðað þetta
málefni nákvæmlega, að vér skulum ráðast á
efni og ástæður greinarinnar; oss er spurn,
hvað er efnið í greininni? eru það fúkirði og
ósamanhangandi orðagjálfr? en hvar eru á-
stæðurnar? þær finnast hvergi. Fyrstu 11
línurnar í greininni tala um ekkert annað en
dagsetningu bæarstjórnarlaganna, næstu 9 lín-
urnar tala um ekkert nema dagselningu sam-
þiktarinnar og staðfestingu hennar, og að
hún hafi verið prentuð; um þetta þurfti J. G.
ekki að fræða menn, þ( þeir, sem hlut áttu
að máli, vissu þetta; þetta er efnisleisa. Nú
kemr meiðirðakaflinn um bæarstjórnina, hvar
í hann telr f/óra fulltrúana ekki löglega í
stjórn bæarins; séu þeir það ekki, þí hefir
þá ekki ritstjórinn og filgifiskar hans hreift
þessu máli nú á þriðja ár, á þann hátt, sem
gæti leitt til leiðréttingar, eða mundi hann
hafa hlífst við þí, hefði hann verið öruggr
um rétt sinn. Astæðurnar firir áburði J. G.
á þessa fulltrúa sjást ekki, en -útúr ruglinu í
ritgjörðum hans í firra og núna má draga,
að ákæra J. G. sé sú, að bœarfulltrúarnir
ekki vildu ganga í lið með honum og nokkr-
um fiskimönnum, sem vildu mótmæla spítala-
lögunum og ekki vildu láta jafna á sig spí-
talagjaldinu; menn hafa hér á landi firir
minni sakir verið kallaðir upphlaupsmenn, —
þar var J. G. með —; það er hart aðgöngu,
að slíkr maðr, sem ekki hegðar sér betr á
móti gildandi lögum, sé brúkaðr af þí opin-
bera firir málsfærslumann hér við landsifir-
réttinn. Af þi nú fulltrúarnir ekki vildu verða
upphlaups- og lagabrotsmenn í flokki þessara
manna, en fdgdu lögunum og þí, sem í sjálfu
sér var réttast og hver skinsamr maðr verðr
]