Göngu-Hrólfur - 17.01.1873, Blaðsíða 3

Göngu-Hrólfur - 17.01.1873, Blaðsíða 3
— 21.— — 22.— 3. Látið kætast lund og geð, látið gleðjast okkur meðl Þess af alhug óskum vér, yður vel að skemtið þér! Takið alt til þakka þér það, sem boðið getum vér! Fellum tjaldið! fðrum inn fljótt! — Nú byrjar leikurinn! Jón Ólafsson. — HIN BLÖÐIN. »Þjóðólfr» XXV., nr. 10.— 11. kom út 3. þ. m. Innihald: Kosningar á 4 fulltrúum í býráðið í Rvík. Þessir voru kosnir: H. Kr. Friðrikson, ad- junkt, Jón Stefánsson,- faktor, Guðm. f*órð- arson, tómthúsm., Jóh. Ólsen, tómthúsm.— Fréttir inul. — Greinir um ísland í enskum blöðum: ágrip af greinum þeim, er kafteinn Burton, er hér ferðaðist í sumar, heflr rit- að í blaðið «the Standard»; heflr bæði bóka- vörðr Eir. Magnússon f Cambridge (framb. Iíembridsj) og enskr maðr einn og ritað móti þeim. «j>jóðólfs»-greinin lætr illa af greinum Burtons, og þikir þær «i flestu rangar og óáreið- anlegar og glannalega ritaðar, þó ekki verði fortekið að honum í einhverju einstöku hafl ratað satt á munn». Vér höfum nú lesið greinar þessar og verðum að játa, að enda þótt sitthvað, er að atvikum iítr, (faktiskt), sé ranghermt, og einstaka skoðun, ef tilvill, eigi á gildum rökum bigð, þá virðist oss þó, að Burton hafi í mörgu dæmt oss réttlega, og með óháðu auga litið á margt hjá oss, er oft hefir verið oflofað. Enda var slíks að vænta af jafnfrægum manni og Burton er; en hvað það snertir, að hann gerir lítið úr fjöllum vorum og náttúru, er flestir aðrir lofa, þá er aðgætandi: að margir af þeim, er hér ferðast, sosem enskir lávarðar o. fl. eru meðallagi fróðir menn og hafa eigi firr slíkt séð, sem hér er að sjá, og finst því mikið um, og að Burton er fróðr maðr og lærðr og hefir farið manna víðast um heiminn og því séð það sama áðr, er hér er að sjá, en en í miklu stórkostlegri stíl; hver sá, er les- ið hefir landafræði, veit, hvað 7,000 feta háu fjöllin á íslandi muni taka sig stórkostlega út móti 27,000 feta hám fjöllum í Asíu. Það sem Burton segir um mentunarástandið í landinu, ætlum vér so dagsatt, sem verða má. Hann segir, að flestallir kunni að lesa, skrifa og reikna, sé vel mentir í þeim grein- um, er helst líta að íminduuarafli andans, sögu (þó tæplega mjög firirutan Norðrlanda- sögu í fornöld), guðfræði og skáldskap, en að öðru leiti oftast mjög fáfróðir, sérílagi í öllu, er að náttúrusögu og eðlísfræði lítr, samt í pólitiskri hagfræði og ifirhöfuð í þeim höfuðgreinum, er einkenna menning álfu vorrar á þessari öld, — altsaman samt með sínum undantekningum, það játar hann. Og er ekki hvert einasta orð satt í þessu? Höf- um vér ekki betra af að viðurkenna, hvað oss brestr, so vér getum úr því bætt, heldren að reiðast beiskum sannleika og blinda so sjálfa oss, og sofa so væran áfram í skeit- ingarleisi og velta oss í þeim sæla draum, að vér séum in fremsta og fullkomnasta þjóð í heimi? —• bara við vöknum þá ekki upp eins og Jóhann sálugi Sólskjöld! (Þessi grein á að enda í næsta blaði). — Skírsla um til- lög og gjafir til prestaeklenasjóðsins á liðna árinu, og nemr það samtals 91 rd. 36 sk. — Tveir ifirréttardómar. — Af steinkola- námum á Fœreium. Kol kváðu þar bæði mikil og góð, en örðugr og dír flutningr til sjávar. Þó eru likindi öll til að birjað verði kolanám þar næsta sumar. — Um leikana í «Glasgow«. — Um fjárkláðann og baðanir. — Gjafir til Strandalcirkju. —• Auglýsingar. — Kemr næst út 21. þ. mán. — — — „T í m i n n“, II., nr. 4.-5. kom út 31, desbr. f. á. Innihald: Aogiýsingar. par er þess mefcal annars getií), aí) pappírinn, j „Tím.“ sá úlík- um muu betri og dirari", en í „Góngn-Hrólfl“, so ver^munr blaianna sé „1 í t i 11“. Ojæja! „Tíminu“ heflr aldrei verit) stífr í at> reikua, enda sannast þaö enn; því þessi m i k 1 i verbmunr uemr nm ’/> sk. (hálf- um skildiegH) á heilnm árgangi „Tímaus“, 12 úrkum (15 mrk. á 5,000 örkom) og þessi munr áaþ vega múti því, a í) 12 arkir af „Tímannm“ kosta 4 mrk, eu 24 arkir af „G.-Hr.“ kosta 1 rd , a n k þ e s s, aí) tals- v e r t meira er á hverri órk „Gúngn-Hrúlfs“, því á hverri órk af „G.-IIr.“ er nærfelit 1,700 búkstöfum fleira, eu á 1 örk af „Tímannm“ og nemr þab sern svarar heiium dálki, so ab „Tíminn“ er þaunig meira

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.