Víkverji

Eksemplar

Víkverji - 04.08.1873, Side 3

Víkverji - 04.08.1873, Side 3
63 mælti eptirleiðis verða glöggari, og sér í lagi, að eigi nema goldnar tekjur og borguð út- gjöld sé tekin til greina á tilvonandi fjár- hagsreikningum, en að nákvæmt yíirlit yfir útistandandi tekjur á hverju ári fylgi reikn- ingunum sem fylgiskjal. Þegar málið kom til umræðu á þinginu, fór konungsfulltrúi nokkrum orðum umbreyt- ingu þá á umboðsvaldinu, er orðið hefir hér á landi, og höldum vér að mörgum muni þykja fróðlegt að heyra þetta. Hann talaði hér um bil á þessa leið: Fyrst er að geta þess, að fiest öll lagafrumvörp, er í hitt eð fyrra voru lögð fyrir þingið, og sem síðan eru lögleidd, beinlínis gjörðu ráð fyrir því, að þeirri breytingu, sem ræðir um, stofnun landshöfðingjadæmisins, yrði komiö fyrir, hvort sem stjórnbótarmálið undir eins yrði til lykta leitt eðr ekki. Samkvæmt þessu hefir stofnun landshöfðingjaembæltisins verið bæði nauðsynleg og landinu í hag, eins og hún vafalaust fer í þjóðlega stefnu með því að flytja úrgreiðslu margra málefna frá Kaup- mannahöfn til landsins, og þó að hún, af því hún er komin frá þeirri stjórn, sem meira hlnta þingis þóknast að lýsa sinni óánægju við, sé sem stendr háð þessari óánægju, vona eg, að þetta verði eigi nema um stund- arsakir, því breyting sú, sem hér ræðir um, hefir ávalt hingað til verið samkvæm ósknm þjóðarinnar og alþingis, og er í sjálfu sér alveg eðlileg; reynslan mtin þess vegna sanna, að hún sé bæði nauðsynleg og gagn- leg. Það er skoðun mín, að landshöfðingja- störfin séu þess eðlis og þess umfangs, að bæði þurfi meira skrifstofuhald með en við stipt- amtmanns-embættið, og að æskilegt sé, að skrifari landshöfðingjans sé konunglegr em- bættismaðr, til þess að hann, þegar lands- höfðingjaskipti verða, geti haldið störfunum áfram í því horfi, er verið hefir, og það er frá þessu sjónarmiði, að eg álít stofnun þessa skrifaraembættis landinu í hag, en það mundi sjálfsagt vera landshöfðingjanum per- sónulega langtum ákjósanlegra sjálfr að út- vega þá aðstoð, er honum félli best í geð, heldr en að eiga við fastan embættismann. l>ar sem in heiðraða nefnd hefir lalið kostnaðarauka þann, sein þessi breyting liefir valdið, að vera rúmar 4000 rdl., þá hefir hún eigi farið réttilega að reikningum- Eg skal þess vegna skýra þinginu frá, að reikning- inn, ef hann á að vera réttr, eigi að gjöra þannig: Laun stiptamtmannsins voru að öllu með- töldu ..................... 3766rd. Laun landshöfðingjans eru 4000— 234rd. Laun amtmannsins í vestr- amtinu voru..............2416— Laun arntmannsins ívestr- og suðramtinu eru . . . 2600— j34______ Borðfé stiptamtmannsius var...................... 800— Borðfé landshöfðingjans er 1000— 200__ Skrifstofufé amtmannsins i suðr- og vestramtinu er aukið um . . . 250 — Kostnaðaraukinn er þannig 868 — en hér við bætast laun landskrifarans 800 — og verðr þannig kostnaðaraukinn als 1668 — ( staðinn fyrir rúmar 4000 rd., eins og uefnd- in segir. AF TÍÐARFABl Á VESTRLANDL sunu- an Breiðafjarðar er það að segja, að allan júlimánuð alt til ins 20. hafa gengið norðan- og austnorðan-stormar með kalsa- krapa, og einstaka sinnum snjógangi til fjalla. Hitinnum hæstan daginn hefir verið mest: 11°, minst: 2°R. í skugganum Loplþyngdin hefir verið milli 27"—28", og valla nokkurn líma þar yllr. Grasvögstr á túuum mjög lílill og sláttr byrjaðr alstaðar í síðasta lagi; málnytja mjög rýr. In svonefnda bólguveiki er að stínga sér niðr hér og hvar, einkum í Stykkishólmi og þar í grend, nú sem stendr. Á tauga- veiki hefir borið í stöku stað. Verðlag á varningi yfir höfuð að tala mjög áþekt og i öðrum kauptúnum landsins, bæði á útlend- um varningi og innlendum. In svo nefnda kramvara er þó jafnan góðum mun dýrari þar vestra, heldr en t. a. m. í Reykjavík. Svo er sagt, að í Stykkishólmi sé inn mesti vöruskortr orðinn, en von að bætist úr því með haustskipum.

x

Víkverji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.