Víkverji

Tölublað

Víkverji - 04.11.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 04.11.1873, Blaðsíða 2
130 fessor Johnstrup á ferðum hans hér sum- arið 1871, hefir þannig skýrt oss frá, að J. mældi hitann á uppsprettunum í hálsinum fyrir ofan Háls í Fnjóskadal og austan á Vöðluheiði 3°, en á Yxnadalsheiði var hann eigi nema 2V20 og við Norðlingafijót jafnvel eigi meiri en 1V20, aptr á móti var hann í hrauninu fyrir neðan og utan Gilsbakka 5° og í líthliðarhrauni í Biskupstungum 4°, alt eptirReaumurs hitamæli. LATÍNUSKÓLINN. Skólasljórinn hefir sent oss skýrslu um gjafir til bræðrasjóðs- ins á þessu ári, er segir svo: 30. ág. Gefið úr ísafjarðarsýslu (afhent af skólapilli Birni Bjarnasyni) . . 30rd. 16sk. 27. septbr. Gefið úr Hrafnagils- prestakalli (afhent af skólapilti Haldóri Danielssyni) . . . . 25— » — 28. septbr. Gefið úr Vopnafirði — 20 rd. af prófasti sira Haldóri á Hofi — (afhent af cand. theol. Lárusi Halldórssyni) . . . 45—16 — 27. okt. Gefið úr Fljótsdal (af- hent af skólap. Einari Vigfússyni) 18— 22 — als iTs— 44 — Fyrir þessar gjafir þakka eg ástsamlega fyrir hönd bræðrasjóðsins. Reykjavík 2/u 1873. Jón Þorkelsson. Vér skulum njóta þess tækifæris til að benda mönnum á þá áskorun frá forstjóra skólans og samkennendum, um tillög til bræðra- sjóðsins er prentuð er í 8.—9. tbl. voru, hér að framan. Vögstum af sjóði þessum, er skipt meðal inna fátækustu skólapilta, en sökum þess, að piltar eru nú nálega helm- ingi fleiri, en þeir voru fyrir nokkrum árum og kostnaðrinn við skólanám þeirra vegs ár frá ári, þó að ölmusur við skólann hafi eigi að því skapi verið hækkaðar, þá hafa vegstir styrktarsjóðs þessa eigi getað bætt kostnað- arauka þann, er fátækum piltum verðr því næsta tilfinnanlegr. — DÖNSK BLÖÐ geta um tsland og ís- lendinga. III. (Framhald frá bls. 128). Þegar það, er þannig er sagt, er borið saman við nefndaruppástungur þær, er vér áðr höfum um getið, sýnist niðrstaðan að verða sú, að alþingi liafi eigi aðhylst uppá- stungu nefndarinnar um, að þjóðfundr með fullu samþyktaratkvæði verði samankallaðr á íslandi árið 1874 samkvæmt kosningarlög- unum frá 28. september 1849, en að öðru levti viðtekið uppástungur nefndarinnar ó- breyttar. t’að virðist nú að liggja í augum uppi, að alþingi með því að bæta varauppástungu sinni við aðaluppástunguna hafi látið uppá- stungu þessa falla niðr. Heimti maðr nokk- uð af öðrnm manni og láli það vera í hans sjálfs valdi að gefa lílið eðr mikið, liggr það í kröfu manns, að hann, hvernig sem fer, muni verða ánægðr með það, sem minna er. íslendingar beiðast því núna einungis bráða- byrgðastjórnarskipunar, er veitir inu núver- andi alþingi löggjafarvald og fjárf'orræði (í landsmálum þeim, er nefnd eru i lögum 2. janúar 1871) — er leggr ábyrgð fyrir alþitigi á ráðgjafa þann, er stendr fyrir sérstakri stjórn íslands — og er veitir alþingi rétttil að neita skattaálögum til sameiginlegra mála. En hvað liggr nú í þessari beiðni? Blaðið «Fædre- Iandet» heldr að atriði þau, er nefnd voru, verði eigi skilin sem skilyrði, en einungis sem bendingar. Oss þykir það ótrúlegt, að alþingi, þegar það var búið að taka alt afl frá aðaluppástungu sinni með varauppá- stungunni aptr skyldi rýra þessa uppástungu með því, að láta það vera á konungsvaldi að ganga að henni eðr gera, hvað honnm mætti þóknast, og vér getum því síðr aðhvlst þessa' skoðun, sem Þingvallafundrinn í sumar sýndi, að áhugi Islendinga á að fá frjálsræði er meiri nú en áðr hefir verið. (Framhald síðar). — Cognac, rom, ivhisky, champagni, fleiri tegundir, portvín, rauðvín, sherry — alt góöar vörur, tast í inni norsku verslun í Reykjavíh. Útgefendr: nokkrir menn í Reykjavík. Ábyrgðarmaðr: Páll Melsteð. Prentabr í prentsmiSjn íslande. Ginar j>órbar6on

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.