Víkverji

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkverji - 04.04.1874, Qupperneq 1

Víkverji - 04.04.1874, Qupperneq 1
AfgreiStlustofa • Vík-' verja» er í húsi Teits dýratœkn. Finnboga- sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjórð. P ’«Víkverji» kemr út á hverjum virkum laugardegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. l 18M. 1 ta dag innar 24" viku vetrar, laugard. 4. dag aprílmán. Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum, á meðan hrcerist blóð. 1. ár, 4. ársfjórðungr, 58. tölublað. STJÓRNARSKRÁIN 5. janúar 1874. (Niðrl. frá bls. 57). 38. gr. Hvorug þingdeildin má taka við neinu málefni, nema einhver þingdeildarmanna takipaðað sér til flutnings. 39. gr. pyki þingdeildinni ekki ástæða til að gjöra ályktun um eitthvert málefni, f)á getr húnvísað því til landshöfðingjans eða ráðgjafans. 40. gr. Fundir beggja pingdeildanna og ins sam- einaða alþingia skulu haldnir í heyranda hljóði. pó getr hlutaðeigandi forseti eða svo margir þingmenn, sem tiltekið er í þingsköpunum, kiafist að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og skal J>á þing það, er hlut á að máli, skera úr, hvort ræða skuli málefnið í heyranda hljóði eða á heimulegum fundi. 41. gr. pingsköpin handa inu sameinaða alþingi og báðum deildum þess skulu sett mcð lagaboði. IV. 42. gr. Skipun dómsvaldsins verðr ei ákveðin nema með lagaboðL 43. gr. Dómendr eiga rétt á að skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvaldanna. pó getr sá, sem þar um leitar úrskurðar, ekki komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboðinu í bráð með því að skjóta málinu til dóms. 44. gr. Dómendrskulu í embættisverkum sínum fara einungis eptir lögunum. peim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verðr ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki vcrða þeir heldr fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendr á, að verið er að koma nýrri skipun á dómsstólana. pó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í af launum sínum. V. 45. gr. In evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal ið opinbera að því leyti styðja hana og vemda. 46. gr. Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem best á viö sannfæringu hvers eins, þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og als herjar reglu. 47. gr. Enginn má neins í missa af borgaraleg- um og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldr má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu. VI. 48. gr. Sérhver sá, sem tekinn er fastr, skal leiddr fyrir dómara svo fljótt sem auðið er. Megi þá eigi jafnskjótt láta hann lausan aptr, ber dóm- aranum svo fljótt sem verðr, og í seinasta lagi áðr en 3 dagar séu liðnir frá því, að sá, sem tekinn er fastr, var leiddr fyrir dómara, að leggja á úrskurð, er bygðr sé á tilgreindum ástæðum, um hvort hanu skuli settr í varðhald, og megi láta hann lausan móti veði, þá skal ákveðið í úrskurðinum, hvert eða hversu mikið það skuli vera. Úrskurði þeim, sem dómarinn kveðr upp, má sá, sem í hlut á, þegar skjóta sér í lagi til æðra dóms. Engan mann má setja í gæsluvald fyrir yfirsjón, er að eins varðar fésekt eða einföldu fangelsi. 49. gr. Heimilið er friðheilagt. Ekki má gjöra húsleit, né kyrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau, nema eptir dómsúrskurði, ef lögin ekki gjöra sérlega undantekning. 50 gr. Eignarréttrinn er friðhelgr. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenn- ingsþörf krefji; þarf til þess lagaboð og komi fult verð fyrir. 51. gr. Öll bönd þau, er hamla fi-elsi ( atvinnu- vegum og jafnrétti manna til atvinnu, og eigi eru bygð á almenningsheillum, skal aftaka með lagaboði. 52. gr. Sá, sem ekki getr séð fyrir sér og sínum, og sé hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rétt á að fá styrk úr almennum sjóði, en þá skal hann háðr vera skyldum þeim, er lögin áskilja. 53. gr. Hafi foreldrar eigi efni á að fræða sjálf böm sín eðr séu bömin munaðarlaus og öreigar, er það skylda ins opinbera að sjá þeim fyrir uppfræð- ingu og framfæri. 54. gr. Hver maðr á rétt á að láta í ljósi hugs- anir sínar á prenti; þó verðr hann að ábyrgjastþær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmariir fyiir prent- frelsi má aldrei innleiða. 55. gr. Rétt eiga menn á að stofria félög í sér- hverjum löglegum tilgangi, án þess að leyfa þurfi að sækja til þess. Ekkert fjelag má leysa upp með stjórnarráðstöfun. pó mábanna fjelög um sinn, en þá verðr þegar að höfða mál gegn félaginu, til þess það verði leyst upp. 56. gr. Rétt eigamenn á að safnast saman vopn- 59

x

Víkverji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.