Víkverji

Útgáva

Víkverji - 11.04.1874, Síða 2

Víkverji - 11.04.1874, Síða 2
Cí bændr fá viðunandi markað kanda varningi sínnm, og pjóðin öll taka miklum prifum“. — FÆÐINGARDAGS KONRNGS VORS 18. þ. m.) var minst í Reykjavík með flaggi á öllum flaggstöngum bæjarbúa. Nálægt miðjnm aplni komu saman í veislusal sjúkra- bússins um 50 slaðarbúar og nærsveitismenn, karlmenn og konur, til að halda daginn há- tíðlegan með samsæti. Laudfógeti Árni Thor- steinson, yfirdómari Magnús Stephensen og konsúll Randrup höfðu gengist fyrir þessn samsæti, og höfðu þeir til þess að gefa öll- nm kost á að taka þátt í veislunni auglýst, að hverjum er vildi þetta, stæði það til boða, með að rita nafn sitt á lisla, sem var lagðr frara í búð einni heríbænum og ætlum vér, að aðal ástæðan til þess, að veislumenn urðu samt eigi fleiri en þetta, haft verið sú, að tillag hvers manns til veislunnar var setl heldr hátt. Landfógetinn slýrði veislunni, og hann byrjaði minnisræðurnar á því, að mæla fyrir skál hans hátignar konungsins: Á engum konungs fæðingardegi hefði verið meiri hvöt fyrir íslendinga til að minnast konungs síns en á þessum. Hingað lil hefð- um vér íslendingar einungis átt kost á þvf að nálgast hásætið með bænum og ráðum, en núværiþað orðin skylda vor og réttr að ráða sjálfir lögum og högum vorum í samvinnu við hans hátign konunginn og stjórn hans, eptir að konungrinn hefði geíið oss frjáls- lega stjórnarbót með löggjafarvaldi og fjár- forræði. Hann hefði með því sýnt, að hann unni þegnum sínum hér á landi eigi síðr en bræðrum vorum í Danmörku, og ið besta merki um ást hans til íslendinga væri það, að hann með inni mikilvægu frelsisgjöf sinni hefði viljað fagna þjóðhátíð vorri á þessu ári, þegar land vort hefir verið bygt í 1000 ár. Vér vonum allir, að konungi vorum muni endast líf til að sjá ávextina af gjöf sinni og vér viljum óska, að oss þegna hans megi ekki vanta það samlyndi og það lag, sem við þarf til þess, að vér getum fært oss gjöf- ina sem best í nyt. Lengi lifl konungr vor Kristján inn níundi. far eptir stóð upp landshöfðinginn og mælti hér um bil á þessa leið: Sem æðsti embættismaðr hans liátignar konnngsins hér á landi verð eg að þakka fyrir minni það, sem nú var drukkið, og vil eg gera það með skál fyrir ina ástkæru fóstrjðrð vora, eld- gömlu ísafold. í ár teljum vér þúsnnd vetra frá því ári, er forfeðr vorir inir hugprúðu höfðingjar frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku leituðn hingað og þjóðarlíf byrjaði, sem hefir haft ina mestu þýðingu fyrir öll norðrlönd. Menn gætu nú spurt, bvað er merkilegt við þetta, hvaða gagn höfum vér af að tala um tíma þann, sem liðinn er? Hér er bvorki stund né staðr til að leysa fullkomlega úr þessari spurningu; en eitt verðr að taka fram: að í sögu tíma þess, sem liðinn er, liggr einhver in mesta hvöt til föðurlandsástar- innar, og fóstrjörð vor hefir aldrei fremr en uú við þurft ástar allra sinna sona. Hans hátign konungr vor hefir á þessn ári geflð oss stjórnarskrá. Vera kann að finna rnegi í þessum lögum, eigi síðr en f öðrum lög- um einstök atriði, er eigi falla öllum í geð, en oss íslendingum verðr öllum að koma saman um, að sljórnarskráin sé óendilega mikil framfur frá pví stjórnarástandi, sem áðr var hér á landi, að aðalskilyrðnm fyrir öflugum og heillaríkum framförum landsius bæði í andlegum og líkamlegum efnum sé með henni fullnægt, og að hún geti orðið lil innar mestu blessunar fyrir land og lýð, ef hennar er vel neytt. Til þess, að þetta geti orðið, þarf vinnu vorrar allra með samhuga og f einlægni til heilla fóstrjarðar vorrar, og með óskum um, að fóstrjörð vora vanti aldrei syni, er vilja vinna það, er þeir best geta fyrir hana, og að föðurlandsástin muni fram- vegis sporna við öllu sundurlyndi og öllum flokkadrállum, meðal vor íslendinga, viljum vér drekka minni íslands. Eptir að minni íslands vardrukkið, mælti sira Hallgrímr Sveinsson fyrir minni alþingis sem nú byrjar ið annað þúsund ára tfmabil í söguvorri með því að fá aptr það mikilsverða starf að segja lög upp á landi voru, það starf er ið forna aiþingi vort við Öxará hafði leystsvovelafhendi; amtmaðrBergr Thorberg mælti fyrir minni landshöfðingjans, er fremr ðlium öðrum hefði unnið að því, að konungr

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.