Víkverji - 04.08.1874, Blaðsíða 6
156
beslti mennvoraum slika«separatiskeTeudent-
ser» og það er kunnugt, að inn helsli forvígis-
maðr þjóðréttinda vorra, Jón Sigurðsson, hefir
orðið að leita dómstólanna lii að fá sltkan
óhróðr, sem borinn hafði verið á hann i
dónskum blöðtim, dæmdan ómerkan. Eng-
inn efi getr verið á því, að konnngr vorhefði
eigi getað kosið mannúðlegri og vitrari manri
til að vera stjórnarherra yfir lslandi, en herra
Klein, ef hann væri eðr gæti orðið högnm
vorum gagnkunntigr, og einurð sína hefir
hann svnt með því frjálsfega og drengilega
að viðrkenna, að hann hefði ábyrgð á ann-
mörkutn þeim, sem vera kynni á stjórnar-
skránni, þessari frelsisgjöf ins allramildasta
konungs vors. Vér eruin vissir um, að bæði
þessi einurð og það hvernig hann að öðrtt
leyti hefir kotnið hér fram, getr eigi annað
en mælt frarn með honum hjá landsmönnttm,
en hann verðr hins vegar að sjá, að Islend-
ingar geti eigi af fullu hjarta fagnað stjórn
hans, eins og hún nú er stofnuð, og vér
vonum, að þeir verði fáir æðri eðr lægri
menn á voru landi, sem ekki hafa menningu
á að koma jafnfrjálslega eðr einarðlega fram
gegn honum eins og hann hefir komið fram
gegn þjóðinni. Embættismenn vorir verða
sjálfsagt að hlýða þeim hoðum, sem koma
frá stjórnarherra þeim, er konungr vor hefir
skipað yfir oss, en vér treystum því, að þeir
hafi það hugfast, að embættismaðr á og getr
verið þjóðlegr maðr, að það sé heilög skylda
hans að halda fram sanngjörnum kröfum
þjóðarinnar í tillögum sínum til stjórnarinn-
ar, og heldr að leggja niðr embætli sitt, en
aðstoða stjórnina í nokkru því, sem eptir
sannfæringu hans mundi leiða til skemda og
aptrfara þjóðarinnar. Iíonungr vor hefir
sjálfr með hingaðkomu sinni, og með því,
hvernig hann hefir komið fratn hér, sýnt, að
bann ann þjóðerni voru, þjóðerni innar fornu
dönsku tungu, og vér erum sannfærðir utn,
og þykjumst þessa dagana hafa séð þess
ljós merki, að þjóðlegar hreyfingar vorar eru
inum allramildasta konungi vorum eigi
ógeðfeldar.
FRÁ ÚTLÖNDUM Edinburgh 25 júlí 1874.
Inn síðasta hálfan mánuð hefir verið fremr tíð-
inda fátt. Ráðgjafaskipti nokkur hafa orðið á Erakk-
landi. Innanríkisráðgjafinn Fourtou fór frá, af pví
að hann þótti of hlyntr ífapóleonsmönnum, og mælti
fastlega á móti því, að lögsókn væri höfðuð á hendr
Rouher, inum gamla ráðgjafa Rapóleons þriðja.
Fjármálaráðgjafinn Magne, sá er hafði það emhætti
á dögum Napóleons fór og frá, fyrir þá sölc, að
þingið vildi eigi fallast á nýar skatta álögur, en stalck
upp á, að ríkissjóðrinn borgaði nokkuð minna en
til hefði verið tekið upp í skuldir sínar. í stað
þessara tveggja eru komnir tveir menn lítt kunnir,
og heita peir Chahaud-Latour og Bodet. A fimtu-
daginn í þessari viku stakk einn þingmanna upp á
ftví að þingið kvæði þegarupp með, að stjórn Frak-
lands skyldi ljðveldi vera. Urðu all-langar umræður
um uppástungu þessa, var henni hrnndið með fylgi
stjórnarinnar með 374 atkv. gegn 333. þá stakk
annar þingmaðr upp á því, að þinginu væri sagt
upp og boðað til nýrra kosninga. Sú uppástunga
var einnig feld með 369 gcgn 40. Sagt er að Mac-
mahon haldi því fast fram, að þingið hvorki geti né
skuli gjöra neina breytingu á.sjö ára valdi því, er
það hefir fengið honum í hendr.
Heldr versnar cn hatnar fyrir Spáni. Síðan eg
skrifaði síðast hafa Karlungar náð horginni Cuenca.
þegar þessar fréttir komu til Madríd, lýsti stjórnin
herlögum yfir land alt. Eigttr þeirra manna, er
Karli fylgja, skulu upptækar, og afþeim skulu hætr
goldnar ættingjum þeirra manna, er Karlungar líf-
láta. Karl lét aptr á móti útganga ávarp til Spán-
veija. Lætr hann mikið yfir styrk sínum og sigr-
vinningum; kveðst hann hrátt muni bæla alla upp-
xeísnarmenn svo kallar hann stjórnina í Madríd ogþá,
erhenni fylgja. Enn fremr segir hann, að ráðlegast
muni þeim vera að ganga sem fyrsttil sætta; muni
hann sannfæra þá með fallbyssum, muni þcim brátt
nauðugr einn lcostr að gefast upp fyrir sigrvegaran-
um. Hann heitir og Spánverjum trúarfrclsi ogfull-
trúaþingi. AIl miklar sögurfara af grimdarverkum
Karlunga; sagt er, að þeir skjóti hertekna menn í
hópum og misþyrmi þeim á annan hátt. peir líflétu
og þýskan mann að nafni Schmidt, er var fréttarit-
ari í her þeirra, og er ekki sagt, að honum hafi
verið fært til saka annað en það, at> hann var frétta-
ritari og þýskr. Hefir þetta vork mælstilla fyrir á
þýskalandi, og eru menn famir að leiða í getur, að
Prússastjórn muni skerast í leikinn, og jafnvel fleiri
þjóðir, ef Karlungar fara eigi hetr með hernaði sín-
um. Mcgin her sfjórnarinnar og Karlungar er cn
í Navarra nálægt þeim stöðvum, þar sem Concha
marskálkr féll. í gærharst sú fregn .til Santander,
að Moriones, kerköfðingi stjórnarinner kefði unnið
sigr á Karlungum, og hertekið 1500 manna.
Bismark hefir nú verið nokkra stund viðböðiní
Kissingen. Inn 13. þ. mán. ók hann út að venju.
kom þá maðr að vagni hans og hleypti af smábyssu;
særðist Bisbark lítið eitt á hendi. Flugumaðrinn er
ungr beykir að nafni Kullmann. Var hannþegar
tekinn höndum. Hann heyrir til einhverju kaþólsku
félagi, og segir að sér hafi gengið til verksins hatr
til Bismarcks sökum kirkju laganna; ætla menn, að
ráðin hafi vcrið páfa manna, þótt hendrnar væri
Kullmanns. Kaþólskr prestr að nafni Hanthaler var
nær standdr þar sem hanatili'æðið var framið. Var