Víkverji - 20.08.1874, Blaðsíða 2

Víkverji - 20.08.1874, Blaðsíða 2
168 manna, er báru í brjósti sér um landnámatíb, ekki aí eins hreysti i bardögum og sjókæni, heldr einnig lögvisku, sagnafræöi og mikilfenglegan skáldskap, til þeirra landa, sem þeir höfðu unnið í austrvegi og vestrvegi. það erþví auðsætt, að ekki einirNorðr- landamenn, heldr allar mentaðar þjóðir, eiga ís- lendingum gott upp að inna sakir iðna þeirra á frumöldum Islands bygðar. í öðru og einkanlegu sarabandi við Danmörk hefir ísland verið nú í margar aldir; og það hefir ekki síst sýnt sig á háskólanum, sem er jafnheimill Is- lendingum og Dönum. pað er sannsagt, að þekk- ing á íslenskum fornritum er, sakir efnis þeirra, nátengd rækt þeirri við fornöldina og viðleitni að endrlífga kosti hennar, sem nú er rótgróin um öll Norðrlönd; og það er ekki ýkt, að háskólinn i Kaupmannahöfn hefir ekki valdið alllitlu, að svo er komið, einkum vegna þess, að hann er eigandi meginbluta þeirra handrita, sem frá íslandi eru komin, og undirstaða eru norrænna fornfræða. Ami Magnússon, einn af nýtustu mentamönnum, stofnaði rétta og djúpsetta rannsókn allra þeirra hluta, sem annaðhvort lúta að fornritum íslendinga, eða að seinni sögu íslands, og gaf háskólanum stór- mikið safn íslenskra handrita, sem ætíð munu verða talin með mestu gersemum bókasafnsins; og því er hvergi jafnhægt og hér, að komast að botni í fom- öid íslands og annara Norðrlanda. Jón Eiríksson, lærðasti maðr, og ástvinr íslands og mikill gagns- maðr íslandi, hafði numið vísindi í háskólanum og varð aldrei frásldla honum né heldr handritasafni Áma Magnússonar. Og nú að síðustu, R. K. Rask, einhver mesti málfræðingr og einn af frumhöfund- um norrænnar málfræði og allrar málvísi, var jafnan samgróinn háskólanum. Islensku fomritin sýndu honum fyrst þá stefnu, sem hann hélt þegar með slíkum framgangi, sem kunnugt er. En hann týndi aldrei ást sinni við ísland og íslendinga; og hitt mun jafnvíst, að íslendingar gleyma því ekki, að vart hefir verið meiri og einlægri vinr þeirra,en Rasmus Kristján Rask. Ekki er háskólinn í efa um, hvað rétt sé íþví, að embættismannaefni á íslandi fá að sumu leyti kcnslu í landinu sjálfu. En af því ætti ekki að leiða, að ísland og háskólinn yrði sundrskila hvað við annað. Og háskólinn er fús að efla sérhverja ráðstöfun til að festa sambandið, Af því, sem hér er fram tekið, hefir háskólinn i Kaupmannahöfn tilefni til að samfagna íslending- um nú fyrir sitt leyti. Og er það ósk vor, að endrminning liðinna þúsund ára hvetji Islendinga til að neyta með nýrri atorku sér til hags og framfara þeirra ráða, sem þeim cru með nýrri stjórnarskipun í hendr fcngin. Kaupmannahöfn, 14. dag júlím. 1874. Undir innsigli háskólans, C. Hermansen h. a. rektor Universitatis. C. Goos, Referendarius Consistorii. ÁSKORUN. I seinasta blaði Yíkverja frá í dag er í grein um brauðaskipunina (úrbréfifrá sveitamanni) með- al annars talað um hirðuleysi presta með að gegna embættum þeim, sem þeim eru á hendr falin, og sem dæmi upp á þetta er sagt, að ungr prestr, sem átti að þjóna prestlausu brauði skamt frá sér, hafi eitt sumar ekki hreift sig til þess, þó hann væri heill og hraustr. Eitt sinn hafi hann farið heiman og komist á bæ í aukasókninni, verið þar dag um kyrt, en hafi ekki nent að yfirheyra þar pilt, sem átti að fermast, þó bóndin beiddi hann þess, heldr farið heim til sín svo búinn. Einnig er þar sagt, að sumir prófastar séu haugatrassar í prestsþjónustu og i öllu eðr fiestu eptirbátar prestanna; þeir vísiteri ekki nema 3. hvert ár, þó umdæmið sé lítið, húsvitji aldrei, cate- chiseri lítið og hneyksli söfnuði sína með orðum og athöfnum. pessar ásakanir eru þess eðlis, að eg finn mig orsakaðan til hér með að skora á hinn heiðraða á- byrgðarmann Víkverja tafarlaust að nafngreina í blaði sínu bæði þann prest og þá prófasta, er litið er til í áminnstri grein, eða að öðrum kosti höfund greinar- arinnar, svo eg geti snúið mér til hans, og leitað hjá honum frekari upplýsinga. Á meðan þessari áskorun minni ckki er gegnt, verð eg að skoða fyrrgreindar ásakanir sem ósannan og ástœðu- lausan rógburð, sem í mínum augum gjörir Vík- verja lítinn sóma. pessa áskorun bið eg inn heiðraða ábyrgðar- mann Víkverja að taka í næsta blað prentaða með sama letri eins og sá kafli greinarinnar sem hér ræðir um, er prentaðr með. Reykjavik 13. ágústm. 1874. P. Petrsson. Til Ábyrgðarmanns Víkverja, herra yfirréttar pró- kúrator P. Melsteð. Vér hikum eigi við, að taka framan ritaða grcin herra biskupsins í blað vort, og, að láta prenta hana með því letri, sem hann mælist til, en, þó sumum kunni, ef til vill, að virðast sem vér bætum gráu ofan á svart, getum vér alt um það eigi orðið við þeirri áskorun hans, „að nafngreina tafarlaust í blaði voru“ þá menn, er hann skorar á oss að ncfna; vér getum það eigi af mjög auðskildum á- stæðum. En hvað þvi að öðru leyti viðvíkr, er grcin

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.