Víkverji - 03.09.1874, Side 2

Víkverji - 03.09.1874, Side 2
176 daga færa krónprinsinum þakkar- og lotuingarkveSju Islendinga i Kaupmannahöfn. Alt það athygli, öll sú velvild og allr sá sómi, er Islandi þannig hefir verið sýndr, er sannarlegt gleðiefni fyrir oss alla er þetta land byggjum, en það er oss jafnframt in beinasta og sterkasta hvöt til þess, að haga svo öllu voru ráði eptirleiðis, að vér eigum þetta með réttu skilið, sem nú hefir komið fram við oss af hendi svo margra og merkra útlendra þjóða, fjær oss og nær. Látum oss fyrir guðs skuld eigi kafna undir góðu nafni. Látumoss halda traustu og óflekkuðu musteri mannorðs vors. Hlynnum að öllu, sem gott er ogfagurt í fari þjóð- ar vorrar, en rætum hitt upp og eyðum því með öllu, sem misjafnt kann að vera. Vinnum allir sáttir og samhuga innbyrðis og keppum, með bróðurlegum huga til samþegna vorra, allir að inu sama fram- fara- og farsældartakmarki þjóðanna. — RÁÐGJAFI C. S. KLEIN. Vér ímyndum oss, að mörgum af lesendum vorum muni þj'kja allfróð- legt, að kynnast þó ekki verði nema litlu einu af helstu æfiágripum þess manns, er konungi vorum hefir þóknast að gjöra að ráðgjafa sínum í málefn- um Islands. Vér tökum því nokkur atriði úr æfi- ágripi því, er lesa má í „Iflustreret Tidende11 frá 28. des. f. á., og setjum þau hér. Christjan Sophus Klein er fæddr í Kaupmannahöfn 17. ágúst 1824, og er sonr yfirdóms- prokurators Kleins, er síðan varð ritari bæar- og héraðsdómsins á Mön og dó þar 1865. í oktobr.m. 1840 útskrifaðist C. S. Klein frá metropolitanskól- anum (í Khöfn) 16 vetra gamall til háskólans með besta vitnisburði, en embættispróí í lögfræði leysti hann af hendi með sama vitnisburði 1845, rúmlega tvítugr, og þótti það sjaldgæft, sem það og var, af jafnungum manni. In næstu ár þar á optir, 1846 og 1847, voru honum, þótt Ungr væri, falin ýms ritarastörf á hendr, t. a. m. við standaþingin í Hró- arskeldu og Vebjörgum. pegar stjórnarbreytingin varð 1848 og ríkisþingið var sett þá um haustið, varð Klein einn af riturum þeirrar samkimdu, og við þau störf var hann riðinn þangað til 1854 að Örsteð, sem þá var dómsmálastjóri, skoraði á hann að sækja um yfirdómaraembætti í Vebjörgum. Klein gjörði svo, fékk embættið og gegndi því til ársins 1857, er hann fluttist til yfirdómsins í Kaupmanna- höfn. par sat hann þangað til sjómanna- og versl- unardómrinn var stofnaðr í Kaupmannahöfn, er byrja átti Btörf sín 1. janúar 1862. pað var nýr dómr með nýrri tilhðgun, og þótti dugandi manns við þurfa til að stýra honum. Klein var til þess kjör- inn, og var síðan forseti þess dóms in 10 næstu ár þar á eptir, og eigna menn það eigi hvað minst vitsmunum og dugnaði forsetans, að sá dómr hefir fengið á sig bæði mikið og gott orð. 1. júlí 1872 varð Klein dómsmálastjóri (Justitsminister), og frá þeim degi hefir hann meðfram fengist við íslands málefni. Síðan árið 1858 hefir hann optast nær verið ríkisdag8maðr, og mikið þótti kveða að vitsmunum lians og starfsemi á þingi, enda hefir hann haftþar ærið að starfa, og átt mikinn og merkilegan þátt í þingmálum bæði í nefndum og í þingsalnum. Hann þykir ágætr ræðumaðr. Eptir að hann varð dóms- málastjóri hefir Álaborgarkjördæmi kosið hann tví- vegis til þingsetu bæði í sept. 1872 og í nóvember 1873 — því að fólksþingið var rofið 18. okt. í fyrra haust, sem kunnugt er, og varð þá að kjósa menn til þess aptr — áðr haíði hann verið kosinn í öðr- um kjördæmum. Auk þessa semnú var talið, hefir hann einmitt verið kvaddr af stjóminni í nefndir í ýmsum vandamúlum, t. a. m. nefnd þá, sem bjó til in nýu hegningarlög fyrir Danmörku og út komu 10. febr. 1866, og er sagt, aðhanneigi mestan þátt í þeim lögum. Af þessu, sem hér er sagt í stuttu máli, er auðséð, aö þessi ráðgjafi vor, hlýtr að vera afbragðs- maðr bæði að vitsmunum og dugnaði, og er góðs að vænta af slíkum manni, ef samvinnan milli hans og alþingis tekst vel, sem bæði er óskandi og vonandi. — EMBÆTTISPR.ÓF á prestaskólanum 17.—26. ágúst. Árni Jónsson . . . fékk 2. aðaleinkunn 35 tölur Brynjúlfr Jónsson — 2. 31 — Jón Halldórsson . . — 1. 47 — Jón Jónsson fráMelum — 1. 45 — Magnús Jósefeson — 2. 27 — Ólafr Björnsson — 2. 33 — Stefán Halldórsson . — 2. 37 — Stefán Sigfússon — 2. 39 — Steingr. Jónsson — 2. 31 — Spurningar í skriflega prófinu voru þessar: í Biblíuþýðingu: 1. Kor. 8, 1.—9. - trúarfræði: Hvernig verðr það sagt með rökum, að trúarstefna Augustinusar einkenni protestant- isku kirkjuna, en trúarstefna Pelagiusar ina ka- tólsku kirkju? - siðafræði: Að lýsa eðli sektarinnar frá siðferðis- legu sjónarmiði, og meta samkvæmt ritningunni inar ólíku skoðanir á því, hvað mikið manninum verði gefið að sök? Ræðutexti: Lukas 17, 5.—10. — Prestvígðir í dómkirkjunni af hr.biskupi dr. P. Péturssyni, sunnudaginn 30. ágást, þessir candidati theologiæ: Oddgeir Guðmundsen til Sólheimaþinga í Mýrdal í Skaptafellssýslu. Björn porláksson til Eiða og Hjaltastaðar í Múlas. Stefán Sigfússon til Skinnastaða í Öxarfirði í þing- eyarsýslu. Steingrímr Jónsson til Garpsdals í Barðastrandar- sýslu. Ólafr Bjarnarson til Ríps í Skagafjarðarsýslu.

x

Víkverji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.