Ameríka - 07.07.1874, Blaðsíða 16
80
er þjer álítið hyggnasta, skynsamasía og framkvæmdar-
samasta; felið svo nefnd þessari forsjá fyrir yður, þá er
til þess kemur að velja yður Iönd, eða hjerað til aðset-
urs og bústaðar og gjöra þá samninga er með þarf og
annað er til framkvæmda horfir og að því lýtur að
mynda íslenzka nýlendu. Ef yður heppnast vel valið,
mun yður eigi yðra þess að fylgja þessu ráði; því þetta
gjöra aðrir þjóðflokkar er vestur flytja; en af því flokk-
ur sá, er fór til Ontario í fyrra, gjörði þetta ekki, tvístr-
aðist hann allt of mikið, sem olli því, að nýlenda þeirra
er svo lítil og kjarklaus, og þar að auki illa sett, og
landið eitthvert hið lakasta; því þeir gættu þess ekki, að
senda á undan sjer menn til að skoða landið ogveljaþað,
cr bezt og hentugast þætti, fyrr en nú nýlega, eptir að
nokkrir hafa tekið lönd og búsett sig. En auðvitað er
að menn þessir — nefnd sú er þjer veljið — geta eigi
gjört þetta þóknunarlaust.
Að endingu vil jeg geta þess, að ritað hefur verið
Islendingi, sem búinn er að vera 2 ár í Ameríku og sein
talar málið ágætlega, og skorað á hann að vera kominn
til St. John þá er flokkurinn kernur þar, til að gjörast
þýðandi flokksins, en sjálfur verður flokkurinn að borga
honum sómasamlega, það er hann verður í hans þjónustu,
og ætti líka að vinna hann til að setjast að hjá sjer;
því þótt 3 væru til nefndir þá er sá, sem mestar líkurn-
ar eru til að fáist, fyrst og fremst góður drengur eins og
hinir og þar að auki æíður þýðandi; því hann hefur haít-
þá atvinnu næstl. vetur, og hefur að öðru Ieyti mjögsvo
lagt sig eptir háttum Ameríkumanna.
Um leið og jeg óska yður lukkulegrar ferðar, óska
jeg þess heilhuga og vona að yður farsælist svohinnnýji
fyrirhugaði bústaður, að þjer og nyðjar yðar hafið jafnan
fullt efni til að blessa þá stund, er þjer rjeðust í bústaða
skiptin. Yelvildar- og virðingarfyllst.
P. Magnússon.
Utgefandi: Páll Magnússou.
Akureyri 1874. B. M. St e phd ns son.