Íslendingur - 21.08.1875, Page 1

Íslendingur - 21.08.1875, Page 1
(18 arkir). Árgangurinn. kostar 2 krónur á íslandi; í Danmörku og Englandi 2 kr. 50 aura, í Yestur- keimi 3 kr., sem borgist fyrir síðasta júlí þ. á. M 21—22. 21. ágúst. 1. ár 1875. Frumvarp pað, sem fjárkláðanefndin í neðri deild alpingis liafði samið og sam- þykkt: FRUMYARP til laga um útrýmingu liins íslenzka fjár- kláða. (Samþykkt af neðri deild al- þingis við 2. umræðu 9. ágústm. 1875). 1. grein. Hvar helzt sem kláðasjúkt fje er, eða hvencer sern hinn sóttnœmi fjárkláði gjörir vart við sig, skal svo fljótt, sem því verður við komið, öllu því fje lógað, skaðabótalaust, sem ekki er nœgilegt húsrúm og heyfóður fyrir. Skal hlutaðeigandi sýslumaður útnefna 2 valinkunna utanhreppsmenn, til að álíta hús og hey hjá búendum, alstaðar þar sem uggvcent þykir að það vanti. Allir aðrir, sem kláðasjúkt eða grunað fje eiga, skulu skyldir að baða fje sitt, svo opt sem yfir- valdið ákveður, eða skera það niður skaða- bótalaust. Nú eru 8 vikur liðnar frá því lög þessi náðu gildi, og kemur kláði upp eigi að síður eptir þann tíma, skal þá öllu sauðfje hvers þess búanda eða fjáreiganda tafar- laust lógað skaðabótalaust, sem kláðakind finnst í, og skal því fram haldið unz kláð- anum er útrýmt. 2. grein. Nú þykir hlutaðeigandi amtsráði eða sýslunefnd ástceða til með samþykki lands- höfðingja að lóga meiru fje, en hjer er g']örl ráð fyrir, á því 8 vikna tímabili, sem rœtt er um í 1. gr., og skal þá fjáreigendum það endurgoldið. Skal samin um það ná- kvœm skýrsla eptir kyni, tölu og aldri. Pví nœst skal fjeð virt samkvœmt grundvallar- reglum tilsk. 4. marz 1871 þannig, að tveir þriðjungar af mismuninum á almennu gang- verði fjárins, eins og það kemur fyrir, ef heilbrigt vœri, og frálagi þess, bœtist eig- endum. Virðingarmenn skulu teknir úr öðr- um hreppi en þeim, sem lógað er í. Skaða- bœturnar greiðist hlutaðeigendum fyrirfram úr landssjóði, eigi seinna en um haustrjettir ncéstu á eptir að niðurskurður fram fór. Jafnar þá landshöfðingi skaðabótunum nið- ur á alla fjáreigendur í landinu, eptir fjár- framtali nœsta vor á eptir að fjenu er lóg- að, og lœtur sf/slumenn innheimta það á nœstu manntalsþingum. 3. grein. Pess skal vandlega gcett, að allt sótt- nœmi sje numið burt úr fjárhúsum þeim , sem kláðafje hefur verið í. Öll varúð skal og við höfð, að kláðamaur geti eklsi borizt á f'jenað, hvorki úr gcerum, ull nje fatnaði manna. Varúðarreglur um þetta slculu lilut- aðeigandi yfirvöld setja. I sveitir, þar sem fjárkláði hefur verið í, má enga sauðkind reka til lífs fyr en að 6 mánuðum liðnum frá því að þar hefur kláðanum verið að fullu útrýmt. 4. grein. Ilvervetna þar, sem líkur eru til að kláði geti verið, skulu almennar skoðanir fram fara, eigi sjaldnar en á hálfsmánað- arfresti, unz full vissa er fyrir því, að kláð- inn sje upp rœttur. Allt fje skal haft í strangri vöktun. Komi kláðasjúk kind inn á annars manns land, skal hún rjettdrœp, en halda skal afurðum hennar til haga fyrir eiganda, svo sem föng eru á. Sleppi heil- brigðar kindur úr vöktun, er rjett að setja þœr inn, og er þá eiganda heimilt að leysci þœr út og gjaldi hann 20 aura fyrir kind- ina fyrir hvern sólarhring. Ilafi eigandi eigi út leyst fje sitt að 3 sólarhring- um liðnum, frá því hann fjekk að vita, að það var innsett, skal selja það til skurðar, sem annað óskilafje. Á sama hátt skal farið með þcer kindur, sem óþekkt mark er á.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.