Íslendingur - 21.08.1875, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.08.1875, Blaðsíða 2
82 5. grdn. í hvert sinn sem fje er shoðað, shal semja nákvœma sltrá yfir alla fjáreigendur og yfir tulu og tegund fjárins hjá hverjum þeirra. Skulu fjáreigendur undir eiðstilboð gjöra grein fyrir fjártölu sinni, og eru búendur skyldir að telja fram fyrir heimamenn sína, sem fje eiga, og eins ef þeir halda fóður- eða hagagöngufje. I skrár þessar skal rit- að, hve margar kindur fmnast með kláða- votti við hverja skoðun og hjá hverjum. Verði einhver uppvís að því, að hafa með ásettu ráði dregið fje undan skoðun, eða sýni nokkur mótþróa við skoðun, skal hann sœta 20—200 kr. sektum. 6. grein. Nú eru baðanir við hafðar samkvœmt 1 . grein laga þessara, og shulu þá hrepps- nefndirnar eptir nákvœmari fyrirmœlum yfrvaldanna sjá um, að nœg áhöld og kláða- lyf sjeu fyrir hendi, og geta þœr, ef nauð- syn ber til, skuldbundið sveitasjóðina til að greiða kostnaðinn, móti endurgjaldi frá fjár- eigendum. Svo skulu þcer og ásamt með hreppstjóranum framkvœma allar þœr ráð- stafanir, sem yfirvöldin fyrirskipa samkvœmt lögum þessum. 7. grein. fíreppstjórar, hreppsnefndarmenn, virð- ingarmenn og hvcrjir aðrir aðstoðarmenn lögreglustjórnarinnar fá borgun fyrir starfa sinn samkvœmt 3. gr. tilsk. 5. jan. 1866. Senda hreppsnefndirnar hlutaðeigandi sýslu- manni greinilcgan reikning yfir þennan kostnað í tcekan tíma, og jafnar hann síðan gjaldinu niður og innheimtir það á nœstu manntalsþingum, eins og fyrir er mœlt í ný- nefndri tilskipun. 8. grein. Sýni sýslumaður, hreppstjóri, hrepps- nefndarmaður eða nokkur annar, sem skip- aður er af yfrvaldinu til að framkvœma ákvarðanir laga þessara, hirðuleysi, mótþróa eða óhlýðni gegn þeim, skal hann sœta 20 — 200 króna sektum. Uppljóstarmenn fá helming sektanna. «Eigi sýslumaður í hlut, getur amtmaður og tafarlaust vikið honum frá sýslun sinni við fjárkláðann, en sett annan mannihans stað og á hans kostnað». 9. grein. fíver sá búandi eða fjáreigandi, sem veit af kláða í fje sínu, eða fœr grun um hann, skal tafarlaust skýra formanni hrepps- nefndarinnar frá því. Vunrœhi hann það, skal hann sceta 20—200 króna sektum. «Sektir eptir lögum þessum renna i lands- sjóð, nema það sem uppljóstarmenn fá». 10. grein. Enginn má taka fje til fóðurs nje haga- göngu úr þeim sveitum, sem sjukt fje ,er i eða grunað, ella verður hann sekur um 20—200 kr. fíreppsnefndirnar í hin- um sjúlcu og grunuðu hjeruðum skipa fyrir um töku á fóðurf/e bceja á milli hver i sinum hreppi. 11. grein. Allir fjárrekstrar skulu bannaðir til og frá yfir takmörk hinna heilbrigðu og grun- uðu hjeraða, unz kláðanum er útrýmt. fíver, sem brýtur bann þetta, slcal sœta 20—200 kr. sektum. 12. grein. Allar sektir eptir lögum þessum ákveð- ur hlutaðeigandi amtmaður, og skal gjöra fjárnám fyrir þeim, en að öðru leyti skulu mál, sem rísa af broti gegn lögum þessum, rekin sem opinber lögreglumál. SKÝUSLA ura það hvernig íslendingar hngsa um hinn sunnlenzka fjárkláða. I. fingeyinga hugsun, afhent alþingis- mönnum til flutnings. «Eins og alkunnugt er, hefur nú hið «háskalega fjárkláðafaraldur geysað um nær því «2 ára tugi í nokkrum hluta lands vors, án «þess sýki þessi hafi verið upprætt, eins og «þó virðist að fullkomin ástæða hefði verið «til að vænta ef lögunum um fjárkláða og «önnur næm fjáveikindi hefði dyggilega ver- «ið framfylgt af embættismönnum þeim, er «hlut hafa átt að því máli. En nú er ekki «einusinni svo að fjárkláðinn haldist innan «sömu takmarka sem hann var fyrir 1 eða «2 árum, heldur hefur hann eptir áreiðan- «legum skýrslum útbreiðst á næstliðnum «missirum, yfir margar og fjárríkar sveitir, «bæði Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, þar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.