Íslendingur - 14.10.1875, Blaðsíða 5

Íslendingur - 14.10.1875, Blaðsíða 5
101 Umdæmi ritarans er stórt, og þegar hann er búinn að vera á einum bæ, til þess að sjá, hvert menu hlýðnist skipunum hans, þá er langt þangað til hann kemur á þann bæ apt- ur. Vjer óskum að allir í hans umdæmi vildu breyta eptir boðorðum hans, eins þó hann ekki standi yfir þeim, en allir, sem veitt hafa kláðanum eptirtekt, og viðgangi hans þessi 20 ár, sem hann er búinn að dvelja hjá oss, þeir vita, að heimapössun, baðanir og allt það, sem nú er fyrirskipað, hefur verið fyrirskipað áður; allir vitaárang- urinn; hann er enginn, því kláðinn er enn þá í blóma sínum; en kostnaðurinn, sem af þe6sum lækningatilraunum hefur leitt! Ilann er óreiknandi. Verðir, baðanir, heimapössun, þetta eru allt falleg orð, láta vel í eyrum og eru fögur á pappírnum, en þó eru þessi orð í eyrum allra þeirra, er eiga heilbrigt fje, einhver hin geigvænlegnstu, þvi allir vita, hvað mik- ið þau bafa að þýða. Eigum vjer að fara að telja upp dæmi upp á það, hvernig heima- pössunin hefur verið um hönd höfð viða hvar? Vjer viljum ekki álasa bændum fyrir það, þó kind og kind sleppi úr heimahög- um hjá þeim ; oss þykir meiri furða, að nokkrum detti í hug, að heimapössun geti átt sjer stað, svo, að nokkur trygging sje af því. Verðirnir! þeir kosta mikla peninga; þetta álítum vjer vera þeirra helzta afreks- verk. Verða nú þessir lækninga- loptkastalar nokkru ódýrari fyrir landið, en þótt skorið hefði verið niðnr á grunaðasta svæðinu? Vjer ætium, að kostnaðurinn við þetta fyrir- komulag sje svo mikill, að með honum hefði mátt styrkja margan bónda til niðurskurðar. Mörgum veitir yfir höfuð að tala örðugt að skilja ráðstafanir; þær muni ef til vill ekki vera ætlaðar öllum að skilja, en spá vor er sú, að allir muni skilja afleiðingar þeirra, þær sjást að vori. Norðlingar hafa sýnt oss, hvernig fara á að útrýma kláðanum. |>að er langt síðan að þeir sýndu oss það. Lát- um nú svo vera, að vjer Sunnlendingar fyrst um sinn þættumst vita jafnlangt nefi voru, og álítum oss ekki þurfa að taka upp siði eptir Norðlingum, en það finnst oss of mikil deyfð, eða stærilæti, eða hvað það nú á að heita, að vilja enn þá hafna því eina ráði, sem hefur sýnt sig ugglaust og hið eina ugg- lausa til útrýmingar kláðanum. t’að liggur í augum uppi, að seint eða snemma verðum vjer Sunnlendingar að beita niðnrskurði til útrýmingar kláðans. Þurfum vjer að kvíða bjargarskorti í vet- ur? Þannig spyr margur kunningja sinn á þessum dögum, og þannig spyr margur sjálf- an sig, en enginn mun voga að kveða «nei» við þessari spurningu. Síðan um vetrarver- tíðarlok má telja alveg aflalaust úr sjó; menn hafa ekkert haft annað við að styðjast, en daglaun sín á eyrinni; það er stutt yQr sögu að fara: menn hafa engan stuðning haft af sjónum allt sumarið. Vetrarvertíðin vargóð, en þó ekki svogóð, sem á horfðist, því fisk- urinn var svo magur, sem aflaðist, að hann var '/» Ijettari á metunum en vanalega. Vjer höfum heyrt marga kaupmenn segja, að al- menningur væri skuldugur nú með mesta móti. Kaupmenn eru sagðir fjarskalega illa byrgir af allri nauðsynjavöru; eigi höfum vjer heyrt þess getið, að von sje á neinum skipum hingað með matvöru, en ef ekki bæt- ist úr þeim matarskorli, sem sjáanlegur er hverjum manni, þá er almenningi búin slík neyð, að langt mun síðan, að slík neyð hef- ur gengið hjer um garð. Vjer teljum ekki, þótt póstskipið færi einhverja ögn af mat til kaupmanna hjer og í Hafnarfirði; það skipt- ist á svo marga staði, er lítið i sjálfu sjer, og enginn fær neitt að mun. Vjer efumst samt ekki um, að hreppanefndirnar hafi gjört sitt til, að sjá um, að rnatur sje til handa þurfamönnum, bæði þeim, sem nú eru, og sem auðsjáanlega verða, því það leynir sjer ekki, að ástand fólks yfir höfuð er eitt hið ískyggilegasta, og margur mun þurfa hjálpar við, sem áður hefur getað bjargað sjer án annara hjálpar. LTLENDAR FRJETTIR. Uppreist sú, er vjer gátum um í síðas tölublaði voru, að hafin væri í norðurfylkjum Tyrkjalands, einkurn Herzegowina,er enn þi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.