Íslendingur - 14.10.1875, Blaðsíða 7

Íslendingur - 14.10.1875, Blaðsíða 7
108 af þeim, sem á seglskipinu voru, fórust, en hinum var kjargað. Um miðjan ágústmánuð var verið að fiytja púður og hernaðaráhöld út í herskip eitt, sem lá á höfninni í Barcellona á Spáni Eldur kom að púðrinu, og sprakk skipið í lopt upp, og týndist þar 60 manns á svip- stundu. Mánudaginn þ. 23. ágúst síðastl. kom rússneskt herskip, er nefnist «Olnf», til Kaupmannahafnar. Sama dag, um kvöldið, urðu menn varir við, kviknað var í skipinu Á allar lundir var reynt að slökkva eldinn, og veittu danir alla þá hjálp, er þeim var auðið, en alit kom fyrir ekki. Var það þá tekið til bragðs, að gjörð voru göt á botnin á skipinu, og sjór látinn falla inn, svo það sökk á 19 faðma djúpi. Nokkrum dögum seina tókst mönnum að hefja skipið upp aptur, og var það síðan flutt heim til Kron- stadt til aðgjörðar. Hin fljótasta ferð milli Vesturheims og Norðurálfunnar, er menn vita til, átti sjer stað ( sumar. Gufuskipið «Germanie« fór frá Queemtown í Englandi þann 30. júlí, og kom til Saudy Hook í Norðurameriku þann 7. ágúst, og hafði það verið 7 sólarhrtnga, 23 klukkutíma og 7 mínútur á leiðinni. Vega- lengdin, er það hafði (arið á þessnm tíma, er 2800 (enskar) mílur. þjóðólfur (30. f. m.) segir frá hinum mikla sundmanni Maitiasi Vebb. Maður þessi synti í sumar frá Englandi til Frakk- lands. Einu sinni áður hat’ði hann gjört til- raun til þessa, en varð að hætta við sökum óveðurs og andstreymis. En þriðjudaginn þ. 24. ágúst síðastll. reyndi hann aptur, og þá tókst honum það. Hann fór kl. 12 56' af stað frá Dover á Englandi, og kom daginn eptir, kl. 10 41' til Calais á Frakklandi, hafði hann allt af alla þá tíð verið í sjónum, og aldrei komið upp í neinn bát eða haft sjer neitt til hvíldar; én bátar voru houum sam- ferða, og fjekk hann hressingu stöku sinn- um. Hann synti þannig í 2l3/4 klukkutíma í sífellu, og er hann kom á land í Frakk- landi, var svo af honum dregið, að það varð að styðja hann, svo hann kaemist inn í næsta hús. Sofnaði hann þegar, en daginn eptir var hann alhress. Eptir að Webb hafði unnið þctta afreksverk, þóttist hver sá mastur mað- urinn í Englandi, sem gat sýnt sig sern beztan sundmann, og kvennfólkið fór einnig að temja sjer þessa list. Ýngisstúlka ein ensk, að nafni Emily l’arlter, 14 ára gömul, synti þannig frá Londonbridge lil BlackwaU, á einni slukkustund og 35 mínútum, og er vegalengdin 7 enskar mílur. Rússneskur maður einn, að nafni ller- mnnn, var á ferð í f. m. Kaupmannahöfn. Hafði hann meðferðis tvö stúlkubörn, annað fimm ára gamalt, hitt tveggja. Móðir barn- anna var og með þeim. Hún á heima ná- lægt Moskwa. llermann svndi börn þessi almenningi fyrir peninga. {>að, sem merki- legt er við þessi börn, er, að þau eru svo feit, að hið eldra, fimm ára gamla 27V2fjórð- ungur að þyngd, en hitt, sem er tveggjaára, 10V2 fjúrðungur. Þau eru svo feit, að þau geta alls ekki gengið. Eru þau látin sitja á stóli allan daginn, og meðan þau voru í Kaupmannahöfn,kom daglega múgur og marg- menni lil að skoða þau. Snemma í f. m. voru nokkur ensk her- skip á ferð fram með írlands ströndum. Á meðal þeirra voru tveir járnbarðar, er nefn- ast Vouguard og Iron-Duke. {>oka var mikil, og höfðu þvf skipin ekki neina helming af þeirri ferð, er gufuvjelar þeirra gátu veitt þeim. Vougtzard fór á undan, næst kom Iron-Duke. Allt í einu sáu menn á Vougu- ard í gegnum þokuna, að stórt seglskip var fyrir stafni; var þá Vouguard þegar undið við, til þess að seglskipið ekki rækist á hann, en þetta sáu menn ekki frá Iron-Duke, fyr en of seint, því hann var rjett á eptir Vou- guard; þegar því Vorguard breytti stefnu sinni, þá varð hann rjett þvert fyrir Iron- Duke. Á járnbörðum þessum er trjóna út úr stefninu undir sjávarfletinum. Iron-Duke rak trjónu sína inn í hliðina á Vouguard, og braut þegar stórt gat á Vouguard; en skip þetta er byggt, eins og flestir af þess- um járnbörðum, þannig, að því er skipt í mörg hólf, og er hvert um sig vatnshelt. jþetta varð til þess, að skipið flaut í rúman

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.