Norðlingur - 30.07.1875, Síða 1
l 2.
6Z&m
Kemur út 2—3 á mánuði,
30 bliið alls um árið.
Fiistudag 30. jíili.
Kostar 3 krónur árg. (erlendis
4 kr.) stöK nr. 20 aura.
1875.
m.
IGV
Jóscp lœknir Skaptascn.
Jósep læknir Skaptason var fæddur 28. maf 1802 á Skeggjastöðum í Múlasýslu og voru foreldrar bans Skapti prest-
ur Skaptason og kona hans -Guðrún Einarsdóttir; þegar hann var þriggja ára gamall dó faðir hans, en móðir hans
giptist skömmu siðar Stefáni presti þorsteinssyni og með þeim fluttist hann 14 ára gamall að Völlum í Svarfaðardal;
þar ólst liann upp þangað til 1822, að hann fór i Bessastaðaskóla; þaðan var hann útskrifaður að 5 árum liðnurn og
fórhann þá sem skrifari og barnakennari að Hvammi í Vatnsdal til Blöndals, hins nafnkunna sýslumanns Húnvetninga;
eptir að hann hal'ði dvalið þar í 4 ár, sigldi hann til háskólans í Kaupmannahöfn til að nema þar læknisfræði árið 1831,
og að 6 vetrum liðnum tók hann embættispróf í þeirri grein með bezta vitnisburði. Samsumars kom hann aptur hing-
að til lands; tók hann þá þegar að ser læknisstörf hðr í Húnavatns og Skágafjarðarsýslum, þótt cigi væri her þá neitt
læknisembætti; ári síðar eða 1838 giptist hann hinni eptirlifandi ekkju sinni Önnu Margrétu dóttur umboðsmanns Björns
Ólsens á þingeyrum og reisti siðan bú í Hnausum, þaf sem hann bjó til dauðadags. í hjónabandi sínu eignaðist
hann alls 13 börn og lylgja nú 4 þeirra, sem á lífi eru, föður sínum til grafarinnar. þegar hann hafði stundað lækn-
isstörf í héraði þessu ernbættislaus í 18 ár, var hér sett nýtt læknisembætti árið 1855 og var hann þá kvaddur tii
héraðslæknis og hélt hann þeim starfa síðan þangað til hann miðvikudaginn 30. f. m. andaðist eptir stutta sjúkdómslegu.
Eins og kunnugt er var læknirinn heitinn inesti atkvæðamaður, hvar sem hann kom að, og það var bæði rnik-
ið og margt, því hann dró sig hvergi í hlé, þar sem hann hélt hann gæti komið íram lil gagns. Hann var bæði stór-
huga og framkvæmdarmikill; þetta lýsti sér meðal annars í búskap hans; hann kannaðist að vísu við, að hann gæti
haft meira næði rneð því að hafa minna bú, sein og að það mundi betur svara kostnaði, en hann kunni eigi við það
og vissi og sem var, að bú er landstólpi; það er og eigi síður kunriugt hvílíkri rausn hann hélt uppi á heimili sínu
og hver höfðingi hann var heim að sækja; um liann mátti mcð sanni segja að bóndinn gjörir garðinn frægan, þvi áð-
nr en hann fór að búa í Hnauspm mun sá bær hafa verið lítið kunnur, en nú er hann alþekktur um allt land. Lækn-
ingar hans heppnuðust honum jafnaðarlega mæta vel; einkum er því viðbrugðið, hve vel honum tókst að eiga við allt
það, er handanna þurfti við, hann hikaði heldur eigi við, að gjöra hvað í hans valdi stóð lil að koma þeim, er hans
leituðu, sem fyrst til hjálpar. Öllum almennum málum fylgdi hann með lifandi áhuga, enda unni hann ættjörðu sinni
af hreinu hjarta og lét sér því annt «m allt það, er lrann ætlnði að henni mundi geta orðið til framfara og heilla. llann
tók mikinn þátt í keppni íslendinga eptir sjálfsforrœði sínu og kom það meðal annars fram, er hann sai ft þjóðfund-
inum 1851, að hann jafnan fylgdi skoðunum sínum hreint og beint, með einlægni og staðfestu. En svo sem hann
yfirhöfuð unni ættjörðu sinni, svo elskaði hann þó sér í lagi hérað það, er hann hafði alið mestan hlut æfi sinnar í;
hér leiddi hann sig ekki hjá neinu máli, er nokkru varðaði, enda rnátti svo heita, að eigi væri ráð ráðið í héraði þessu
eða haflð máls á nokkru fyrirtæki og framkvæmdum svo að eigi væri lians fyrst leitað, því í Hnausum mátti jafnan
vænta ótrauðs fylgis eða öruggrar forgöngu í hverju því, er lil nytsemdar horfði, hversu mikil fyrirhöfn sem því fvlgdi.
En eins og hann örugglega l'ylgdi öllum almennum málum, svo aldrei þurfti að pttast, að hann brygðist í nokkru því
er hann eitt sinn hafði snúið sér að, þannig var hann og hinn tryggasti vinur vina sinna og hinn áreiðanlegasti í öll-
um viðskiptum; hefir svo sagt maður einn er um fjölda mörg ár átti mikil viðskipti við hanu, að engan þekkti hann,
er hann vildi heldur skipta við en Jósep Skaptason; það var hvað sem annað dugnaðurinn og drengskapurinn og hvort-
tveggja var orsök til þess að líf hans varð svo þýðingarmikið; það almenningstraust, er hann hafði á sér var orsök til
þess að hann var kvaddur til forgöngu í svo mörgum málum og sá kjarkur og hreysti til sálar og líkama, er hann halði
til að bera, var orsök til þess að hann fékk svo miklu framkomið og svo mörg störf af hendi leyst. Svo sem von
var til sá hann þess opt merki, hve mikils hann var metinn; má það til dæmis taka að hann hafði af konungi vorum
verið sæmdur nafnbót og riddarakrossi og af liinum helztu héraðsbúum sínum hafði hann þegið l'agra héiðursgáfu*.
Líttu, barn, á lífsins straum;
leikur hann með hvellum glaum;
þó eru öll hans björtu blóm
beygð und dauðans skapadóm.
Glys og prjál er ofan á;
undir glottir helja blá,
fyllir allt með harmi’ og hryggð,
hvetur án afláts bitra sigð.
Sjaldan henni móti má
mannleg hyggja sigri ná;
að eins getur læknis list
lengt hina stuttu jarðarvist.
Lækna hatar helja mest;
herja þeir á voðagest,
snúa brand úr blóðgri mund,
bægja dauða frá um stund.
Dauðinn hér einn lækni leit
lífið styðja’ í vorri sveit,
landsins traust og veikra von;
var það hann Jósep Skaptason
Hvar sem heyrðist harmakvein,
liann fór til, að bæta mein.
Eins og lietja hraust hann stóð
heljar fyrir þungum |móð.
Jóðsjúk kona’ hann muna má;j
margra hölda líf hann á;
því var von þó hvessti hel
liann að fella brandinn vel.
Öflug hetja atti hjálm
einatt móti dauðans skálm.
En eitt sinn kemur hin et'sta stund;
alla sigrar dauðans mund.
Nú er kappinn fallinn frá;
Freraland hann gráta má —
Ijúft hann hefði líf og blóð
látið fyrir sína þjóð.
Félagsstoð með frjálsa Iund
fellt hefir dauðans kalda mund.
Orðstír lifir eptir hann,
aldrei getur betri mann.
Gleymdu lifsins Ijúfa draum,
littu barn á dauðans straum.
Hann er djúpur, dapur nóg,
dimmur aö sjá — en bjartur þó.
Helja glottir hálf hvert sinn,
en hálf liún fellir tár um kinn,
því hún er lífsins ambátt ein,
íta sett að græða mein.
Æg eru dauðans öldu köst;
ógurleg er heljar röst,
sem flytur oss inn á lífsins iand
og losar oss við synd og grand.
fni, sem fvlgir moldum manns,
mátt ei gráta vegna lians,
því á helju hetjunnar
hinnsti þetta sigur var.
B. JH.
— Jarðarförin fór fram þann 13. júlí; voru viðstaddir hér um bil 200 manns. AUs voru fluttar 5 ræður, 2 hús-
kveðjur, af syni hins látna séra Magnúsi á Halldórstöðum og sóknarprestinum séra Eiríki Briem. í kirkjunni talaði
séra Eiríkur aptur og prófastur séra Jón þórðarson á Auðkúlu, en séra Hjörleifur Einarsson í Goðdölum við grötina.
Öll hin hátíðlega sorgarathöt'n var hinn ljósasti vottur þess, að nú væri lagður i mold einn hinn merkasti höfðingi
þessa lands og bezti íslendingur, ágætur embættismaður, hjartkærasti vinur, ektamaki og faðir.
Blessud sé lians iniimlng!
Gí