Norðlingur - 30.07.1875, Side 2
11
12
FUÁ FRÉTTARITARA VORCM Á AL|»INGI.
Ileykjavík 3. júlí 1875.
Eins og lög gjöra ráð fyrir var alþing sett í fyrradag aflandshöfð-
ingjanum yfir íslandi. Las hann upp bréf konungs og kveðju dags. 24.
maí þ. á. er hljóðar þannig:
Cliristian liiiin níundi, af guðs náð Ranmerkur konung-
ur o. s. frv.
Vora koniinglcga kveðju-
Jafnframt og vðr höfum falið landshöfðingja vorum á hendur, að
setja alþingi, sem nú kemur saman, höfum vðr fundið hvöt til þess, að
lýsa yfir fyrir fulltrúum íslendinga hluttekning vorri, er þeirnú eiga að
feta hin fyrstu spor á hinn nýja veg, sem lagður er með stjórnar-
skránni 5. janúar 1874.
Með sljórnarskránni er veitt fulltnium landsins fullnaðaratkvæði um
málefni þess, fuil hlutdeild í löggjafarverkinu og fjárveitingavald að þvi
er snertir tekjur og útgjöld landsins. Framfarir íslands, gæfa þess og
hagsæld er þannig að miklu leyti komin undir fulltrúum þjóðarinnar
sjálfrar, en vér treystum því, að sú raun verði á, að hagsæld landsins
einmitt með því sé borgið. í þessu tilliti heíir það verið oss gleðileg-
ur fyrirboði, þá er vér sóttum lieim ísland á þúsundárahátíð þess, að
sjá svo margan vott þess, að íslendingar mettu mikiis frelsisgjöf þá,
sem vér af konunglegu fullveldi voru höfðum gefið þeim, og sem ein-
mitt átti að öðlast gildi samtiða því, er hátíð þessi fór fram.
Á þessari hinni fyrstu regiulegu samkomu hins nýja alþingis verða
eigi allfá lagafrumvörp lögð fyrir þingið, og skulum vér meðal þeirra
fyrst af öllu nefna fjárlagafrumvarpið, er við meðferð þess fjárveitinga-
vaidið fær í fyrsta skipti tækifæri til að neyta sín. í sambandi við það
standa 2 lagafrumvörp, annað um læknaskipunina og hitt um laun ís-
lenzkra embættismanna. Úm yfirgripsmeiri endurbætur á fyrirkomulagi
liinnar umboðslegu stjórnar íslands, hversu æskilegar sem þær gætu ver-
ið, hefir eigi getað komið til tals á meðan eigi er komin önnur skipan
á um skattgjaldsmálefni; en eins og þinginu mun verða skýrt frá, verð-
ur gjörð tilraun til að þetta geti orðið áður en langt um líður. Annað
mál, sem öllum er mjög annt um, og sem að vorri hyggju er hið mesta
velíerðarmál landsins er það, að efla samgöngur í landinu; en um það
hafa þó eigi orðið gjörðar ákveðnar uppástungur f þetta sinni.
Fregnin um hina stórkostlegu náttúruviðburði, sem hafa gjört svo
mikið tjón í norður- og austurhluta íslands, hefir fengið oss mikillar
áhyggju. þessir sorglegu alburðir hafa snortið oss þvi sárara, semvér
frá íslandsferð vorri í sumar sem leið geymum að eins fagnaðarríkt
minni, ekki einungis um hollustu þá og traust, sem iandsmenn alstað-
ar sýndu oss, heldur einnig um hina svipmiklu náttúru íslands, eins og
hún kom oss fyrir sjónir á ferð vorri um fjöil íslands. Vér höfum
samt þá von, að það reynist, að tjónið sé eigi meira en svo, að ráðin
verði bót á því fyrir hjálp hins almáttuga, með sameiginlegri viðleitni,
að minnsta kosti að nokkru leyti.
Með þeirri hjartanlegu ósk, að hið þýðingarmikla starf, sem alþingi
nú tekur tii, megi verða tii blessunar landi og lýð, heitum vér alþingi
hylli vorri og konunglegri mildi.
llitað á höll vorri Amalíuborg þann 24. maí 1875.
Undir vorri konunglegu hendi og innsigli.
Christiau lt.____________________
C. S. Iílein.
Til
alþingis íslendinga.
þess ber að geta, að áður en þingið var sett, var eins og vant er,
haldin opinber guðsþjónustugjörð i dómkirkjunni; sté Guðmundur .pró-
fastur Einarsson frá Rreiðabólstað í stólinn, og lagði útaf 37. versi í
18. kap. hjá Jóhannesi guðspjaliamanni.
Eins og þegar mun orðið þjóðkunnugt deyði málaflutningsmaður
Jón Guðmundsson hinn 31. maí þ. á. svo þá var Vestmanneyjasýsla
þingmannslaus eptir. En hlutaðeigandi amtmaður vatt bráðan bug að
því — eins og vera átti, — að þar í eyjunum væri kosið á ný; hafði
það þann árangur, að þingmaðurinn þaðan er kominn hingað — j>or-
steinn bóndi Jónsson — svo nú er að eins eitt þingmannssæti autt, sem
sö fyrri þingmanns Skagfirðinga, Jóns Rlöndals, en á honum er núvon
á hverjum degi.
llinn fyrsta þingdag var gjört það sem nú skal greint:
Aldursforseti þingsins konferensráð Jónassen, stýrði forsetakosningu
til bráðabyrgða, og var Jón riddari Sigurðsson kosinn til þess starfa.
Sömuleiðis var hann kosinn fyrir forseta hins sameinaða þings, það er
þegar báðar þingdeildir vinna saman eptir stjórnarskránni. Til vara-
forseta hins sameinaða alþingis var kosinn amtm. R. Thorberg, og til
skrifara þeir prófastur síra Eiríkur Kúld og yfirkennari H. Friðriksson,
hinir gömlu og góðu ritarar alþingis. Eptir iiinum nýju bráðabyrgðar-
þingsköpum alþingis, gekk þingið í þrjár hiulfalladeildir, tii að rann-
saka kjörbréf þingmanna. Fór það svo að kosningar allra þingmanna
voru teknar gildar, ekki af því að ekki findust ýmsir gallar á kosning-
um sumra þingmanna, heldur mun hitt hafa ráðið meiru, að hver um
gig hefir hugsað sem svo: ef náungans veggur brennur er mínum hætt.
Að þvi búnu var gengið að kosningum hinna 6 þjóðkjörnu þingmanna
í efri deiidina, og urðu .þessir fyrir því: Eiríkur prófastur Kúid, Reni-
dikt prófastur Kriátjánsson, og bændurnir Ásgeir Einarsson frá þing-
eyrum, Torfi bróðir hans frá Kleifum í Strandasýslu, Sighvatur Árna-
son úr Rangárvallasýslu og Stefán Eiríksson úr Skaptafellssýslu. For-
seti í efri deildinni varð Pétur biskup Pétursson og varaforseti síra E.
Kúid, skrifarar amtmaður Rergur Thorberg og prófastur Ólafur Páls-
son. I neðri deildinni forseti Jón Sigurðsson frá Kaupmh. og vara-
forseti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, en skrifarar voru þar kosnir
Halldór yfirkennari Friðriksson og prófastur Guðmundur Einarssorr.
Fleira var ekki gjört hinn fyrsta þingdag, nema etið og drukkið hjá
landshöfðingja, og þótti það allgóð skemtun.
Annan þingdag (í gær) framlagði landshöfðingi alls 16 stjórnar-
frumvörp, 8 í efri deildinni og önnur 8 í hinni neðri. Mætti það æra
óstöðugan að telja þau öll upp, og skal því að eins getið hinna helztu.
Fyrst og fremst er frumvarp til íjárlaga fyrir hin næstu 2 ár, sem neðri
deildin á að fjalla um. 2. frumvarp tii kosningarlaga fyrir alþingi. 3.
frumvarp til laga um tilsjón með útflulningsmönnum héðan frá landi til
annara heimsálfa. 4. um breyting á læknaumdæmum landsins. 5. um
skipaströnd. 6. um ljósmæður. 7. um iaun embættismanna. Flest hin
frumvörpin eru ómerkileg, en þó er auðsætt að stjórnin hefir ekki ætl-
að þinginu að s’itjá auðum höndum í sumar. það nýmæli er nú gjört
á þinginu, að í stáð skrifa/anna, sem forseti einn hefir ráðið fyrir, er
nú stofnuð sérstök skrifstofa og settur fyrir haná yfirdómari Magnús
Stephensen. Eiga öll ritstörf þingsins hér á eptir að ganga í gegnum
hans hendur. Svo er og í ráði að setja fasta nefnd í báðum þing-
deildum til að taka á móti öllum bænarskrám og uppástungum frá hendi
landsmanna, skipa þeim í flokka eptir efni þeirra, ráða til cða frá hvort
þingið skuli taka þetta eða hitt mál til meðferðar o. s. frv. þetta get-
ur orðið til mikils flýtis og hægðarauka fyrir þingið. Fleira er eigi að
rita að sinni.
IJTLENDAR FRÉTTIR frá fréttaritara vorum herra Jóni A. Djaltalín.
18. Gladstone Terrace, Edinburgh 2. júli 1875.
Friður má heita ofan á um alla álfu vora. En engin getur sagt,
hvað lengi hann muni vara. Hvervetna er nóg eldkveikju efni. Fullt
eins friðlegt var ofan á 1870, þegar ófriðurinn brazt á allt í einu, eins
og skúr úr heiðríkju. Og þegar ófriðurinn brýzt út, sem líklega verð-
ur fyr en nokkurn varir, verður hann beizkari og yfirgripsmeiri en
nokkru sinni hefir áður verið á öld vorri, því að trúarbrögð manna
munu þar koma í leikinn.
þótt friölegt haíl verið mönnum, hefir það eigi verið svo f náttúr-
unni. Náttúru umbrot hafa verið fjarska mikil í mánuðinum, sem leið.
í suðurhluta Vesturheims voru geigvænlegir jarðskjálftar, svo borgir
hrundu og þúsundir manna týndust. þetta var í Nýa-Granada rött fyr-
ir sunnan Panama eyðið. Enn þá eru ekki komnar greinilegar fréttir
um allau þann skaða, er þessi mikli jarðskjálfti hefir gjört og verður
það því að bíða seinni bréfa, að eg lýsi honum nákvæmar.
lligningar hafa verið fjarska miklar í Norðuráifunni í síðastliðnum
mánuði. Hafa mest brögð og mestur skaði orðið að þessu á Frakk-
landi og Ungverjalandi. Svo sem kunnugt er liggja margir fjölmennir
bæir á árbökkum, og getur orðið mesta tjón að því, þegar árnar fljóta
yfir bakkana og sópa burtu öliu sem fyrir verður. þetta varð sunnan
til á I'rakklandi. Rærinn Toulouse stendur við á þá, er kallast Gar-
onne. Sú á kemur sunnan úr Pýreneafjöllum, og eru þar margar þver-
ár er saman renna og mynda eina á; að lokuin fellur á þcssi út i At-
lantshaf hjá bænum Rordeaux. í þessa á kom flóð mikið í vikunni sem
leið á Jónsmessudaginn og daginn fyrir; en hraparlegastar afleiðingar
urðu af þvi í bænum Toulouse. Áin skiptir bænum í tvo hluti, stend-
ur annar hlutinn hærra en hinn lægra. Ileitir sá lægrí St. Cyprien.
Rýr þar einkum hinn fátækari hluti bæarbúa, og er þar troðið saman
mörgum í eitt hús, eins og vant er í bæum. Garðar eða veggir eru
hlaðnir fram með ánni, svo hún flói ekki inn i lægra hlut bæarins.
Daginn fyrir Jónsmessu var áin stöðugt að vaxa, því að rigningar voru
miklar, og einkum þó af því, að snjó leysti á Pyrenealjöllunum. En
þetta verður opt, og ætluðu menn, að í þetta skipti mundi ekki meira
úr verða en vant er. En á Jónsmessudaginn sjálfan ldjóp áin yfir
bakkana og flóði yfir þann hlutann af Toulouse, sem heitir St. Cyprien,
svo sem áður var sagt; eru íbúar þess hlutans taldir 35,000 eðahelm-
ingur íslandsbúa. þetta varð svo fljótt, að mörg hús urðu þegaríkafi,
og menn drukknuðu, því menn urðu höndum og fótum seinni að kom-
ast burtu. Yið ekkert varð ráðið, og svo var sem agndoíi félli yfir alla.
Einstakir menn sýndu dæmalaust þrek og áræði að bjarga öðrum, en
engin stjórn var á neinu, sem eigi var heldur von i þvílíkum ósköpum.
Um kveldið hljóp aptur úr ánni. En svo segist þeim frá, er á staðn-
um voru, að líkast hafi verið að sjá þennan hluta bæarins og fallbyssu-
hríð hefði dunið yfir liann í marga daga. Ilús voru hrunin og voru
að hrynja. Enn er óvíst, hve mikill skaðinn er, en 900 lík hafa þeg-
ar fundizt. Geta sumir á, að fjárskaðinn muni ekki minni en 80 milj-
ónir króna; og sum blöð á suður Frakklandi segja, að mannskaðinn sö
15,000. Allt þetta er nú samt óvíst enn; en það eina er víst, að skað-
inn er fjarskalegur, því að það er ekki í bænum Toulouse einum, að