Norðlingur - 30.07.1875, Blaðsíða 3

Norðlingur - 30.07.1875, Blaðsíða 3
r 13 14 r öin heflr gjört skaða, heldur heflr hún og sópað burtu heilum þorpum bæði ofar og neðar. það er eptirtektavert, að slík flóð komu í ána Garonne 1815, 1835 og 1855, en í þessu flóði varð þó áin 15 fetum dýpri en nokkru sinni áður. Á Ungverjalandi og víðar um Austurríki hafa og orðið skaðsamleg flóð í vikunni sem leið, en nákvæmari fregnir eru ekki komnar um það enn. þar sem svo hafa mikil umbrot gengið á í náttúrunni á voru landi og víðar, megum ver þakka Drottni fyrir, að ekki heíir meiri skaði orð- ið að þeim hjá oss en orðið hefir. iláðgjafaskipti hafa orðið í Danmörku, en ekki man eg nöfn á þeim hinum nýju ráðgjöfum*. Að því leyti kemur það oss við, að ver sjáum nú, að það er komið undir þingþrefl Dana, hvern vðr höfum fyrir ráð- gjafa. þyrfti það að færazt í lag. Enda hefl eg heyrt, að bæði kon- ungur vor, sem í öllu vill allt hið bezta fyrir oss gjöra, og einnig ráð- gjafi sá, er frá fór, sé þessu fyrirkomulagi mótfallnir. Óscar Svía konungur ferðaðist suður um Danmörk og þýzkaland i f. mán. þykir Dönum hann hafa tekið nógu djúpt í árinni með.vináttu- mál við Prússa. En aptur hugga þeir sig við það, að á stúdentafundi Norðurlanda í Uppsölum er haldinn var í f. mán. hafi stúdentar Norskir og Sænskir mælt svo fagurlega til Dana. Lítið er betra en ekki neitt. Rétt núna heyri eg að Capt. Burton, sá er var á Islandi fyrir 3 árum, ætii að leggja af stað höðan hinn 7. þ. mán. með mörgum öðr- um Englendingum, lil að skoða Mývatnsgosið. Ileyri eg að þeir ætli að leigja gufuskip hér til þessarar ferðar, og muni lenda á Húsavík og Akureyri. Svo heyrist og nú mikill bæarbruni frá llússlandi; heitir bær sá Morschank. Stóð ekkert við eldinum, færðist hann yfir stræti og opin pláss, og lagðist allur bærinn í ösku nema fáein timburhús. Týndust 200 manns, en fjárskaðinn er metinn til 5 miljóna rúblna. 18. Gladstone Terrace, Edinburgh 6. júlí 1875. Eg skrifaði þér á föstudaginn, þegar Fifeshire ætlaði af stað, en nú fer hún ekki fyr en í kveld. f>að hefir ekkert skeð merkilegt síðan, nema nokkrar orrustur hafa orðið milli Karlunga og Alfonsomanna á Spáni; þykjast hvorir tveggja hafa unnið sigur eins og vant er; en þó ætla menn nú, að stjórnin, það eru Alfonsomenn muni leggja sig alla fram, að láta skriða til skara með þeim Karlungum. Nálægt öOmiljón- um dala er skaðinn metinn af vatnsflótiunum á Frakklandi. Tíminn leyfir ekki meira. Ár 1875, 17. dag júnímánaðar var aðalfundur *GránuféIagsins» haldinn í húsi gestgjafa L. Jensens á Akureyri. Á fundinum mættu 29 kjörnir fundarmenn með atkvæðisrétti og samtals 36 atkvæði, þar að auki voru mættir allmargir aðrir félagsmenn. Til forseta var kosinn í einu hljóði alþingism. Jón Sigurðsson á Gautlöndum og til skrifara síra Árni Jóhannsson á Glæsibæ. Fyrst lagði félagstjórnin fram skýrslu um efnahag félagsins. J»á var tekið til umræðu, livort sú ákvörðun fundarins í fyrra, að ^élagsmenn skyldu lána félaginu rentulaust vexti af fölagshlutum í 3 ár, skyldi standa óhögguð eða þessi fundur gjörði breytingu á henni, Stjórnarnefndin lét í ljósi að félagið hefði í rauninni engan hagafþessu láni, og óskaði þess, að ákvörðunin væri felld úr gildi, og félagsmönn- um útborgaðir vextirnir af félagshlutunum. Um það urðu deildar skoð- anir, hvort fundur þessi hefði vald til að breyta þessari ákvörðun. Ept- ir alllangar umræður samþykkti fundurinn í einu hljóði, að gefa félags- stjórninni á vald, hvort hún borgaði vextina eða ekki, og lýsti hún þá yfir því, að hún væri þá skyldug að borga þá samkvæmt félagslögunum. t>ar næst var lesið upp bréf nefndar þeirrar, er kosin var til að rannsaka samning þann, er gjörður hefir verið við kaupstjóra félagsins, og hefir nefnd þessi álitið að enga breytingu skyldi gjöra á samningnum þareð félagsreikningurinn fyrir árið 1873, af ýmsum óheppilegum atvikum og kringumstæðum eigi hafði enn náð fullnaðarúrskurði frá endurskoðunarmönnum, þá gat hann ekki komið til umræðu. þá gjörði síra Arnljótur Ólafsson þá uppástungu, að nefnd væri kosin til að endurskoða lög félagsins og gjöra uppástungur til breytinga á þeim, er svo væru bornar upp á næsta aðalfundi; féllst fundurinn á uppástunguna í einu hljóði, og að 5 menn skyldu kosnir í þá nefnd. þessir hlutu flest atkvæði: síra Arnljótur Ólafsson . . 28 atkv. alþingism. Einar Ásmundsson 26 — amtmaður Christiansson . , 21 — alþingism, Jón Sigurðsson , 15 — síra Árni Jóhannsson . • . 14 — Næst atkvæði hlutu: umboðsm. Stefán Jónsson á Steinstöðum 11 atkv. bókbindari Friðbjörn Steinsson • • . 11 — I>á lagði stjórnarnefndin fram byggingarbréf handa gestgjafa L. Jensen á Akureyri fyrir nokkrum hluta Oddeyrar. Síðan var endurkosinn f stjórnarncfndina gestgjafi L. Jensen mcð 22 atkvæðum. því næst voru kosnir yfirskoðunarmenn félagsreikninganna fyrir ár- ið 1874, og hlutu flcst atkvæði: síra Árni Jóhannsson á Glæsibæ 23 atkv. verzlunarmaður J. Chr. Jensen 14 — og til vara síra Arnljótur Ólafsson . . 12 — Fleira kom eigi til umræðu og var svo f u n d i s 1 i t i ð. Jón Sigurðsson. Á. Jóliannsson. JBoðsliréf. Hið mikla tjón er dundi yfir Múlasýslu-búa með öskufallinu 2. dag í páskum í vor, hefir nú þegar vakið bjartanlega hluttekningu utanlands og innan. Óðara en fregnin barst til Danmerkur, tóku margir veglyndis- menn þarlendir til að safna gjöfum handa hinu nauðstadda fólki, og varð konungur vor sjálfur fyrstur allra til bragðs. J>ví næst hófust sam- skot hér i iteykjavík til sama augnamiðs, og vorum vér undirskrifaðir nefndir til að styðja samskotin, veita viðtökur gjöfum héðan nærsveitis og ráðstafa fénu austur. Almenningur hér hefir og þegar veitt málinu góðan gaum og veitt oss von um drjúgan árangur bæði fjær og nær. Til þess að samskotin geti orðið sem jöfnust og almennust leyf- um vér oss að senda þetta boðsbréf til gjafasamskota handa Múlasýslu- mönnum, bæði gegnum hendur yfirvalda landsins og blaðamanna. Og leyfum vér o,ss að kveðja hvern þann, sem þetta bréf verður sörstak- lega á hendur falið, til að safna á það áskrifendum, þannig að hvcr gefandi riti á blaðið nafn sitt heimili og gjafarupphæð, og sendi gjöf- ina jafnframt; verður þá boðsbréfið kvittunarbréf þess, er safnað hefir. Fé því, er safnað verður, skulum vér veita viðtökur (eða einhver af oss) og ráðstafa því austur sem fyrst vér getum, nema gefendum þyki greiðara að senda beint frá sér austur til viðkomandi sýslustjórna, sem gjöfunum munu niðurjafna. Vér fulltreystum því, að lífsnauðsyri meðbraéðra vorra, ekki síður en gefið eptirdæmi útlendra manna, muni betur tala fyrir máli þessu, en mörg orð; en vér skulum einkanlega benda á eitt, sem oss þykir mestu máli skipta, næst því að fólkið haldi fjörvi sínu, en það er það, að sem fiestir hinna nauðstöddu búanda geti haldist við bú sín og jarð- ir, og neyðist ekki til að flýja óðul sín eða ættjörð. Er það innileg ósk vor og von, að almenn hjálp og hluttekning megi fyrirbyggja þau vand- ræði, og verða vegur til viðreisnar einhverjum hinum fegurstu og frjóv- sömustu sveitum, sem til eru á íslandi. Reykjavík í júní 1875. Jón Sigurðsson. Matth. Jochumsson. Björn Jónsson. ritst. «þjóðólfs». ritst. «Isafoldar*. Tryggvi Gunnarsson. Jón Jónsson. SKÝRSLA, um lifrarafla hákarlaskipa þeirra, erlagthafa uppá bræðsluhúsin við Oddeyri. Akureyri . < Árskógsströnd Baldur Brúni . Draupnir Ellida . § Elina . . Feykir . Fofnir . , Gestur Hafrenningur (Hellu) Hafrenningur (Sauðaness) Hafsúlan . . Hermann . Hermóður Hreggviður . . Hringur Hríseyingur . Jóhanna . . Kristjana . . Minerva Pólstjarnan . . Sailor . . Siglnesingur Sjófuglinn . Sjólíflð . Stormur . Svanurinn . • Skjöldur Úlfur Víkingur (Böggversstaða) -----Skipalóns -----Fljóta -----Sigluness . Ægir . • 1. 2. 3. 4. 5. ferð. ferð. ferð. ferð ferð. Alls. tunnur 12 101 10 123 18 72 45 135 84 4 88 136 312 — 11 191 301 36 36 — 32 64 30 126 15 87 181 1201 23 J 54 1?! 95 37 8 53 59 157 86i 100 381 225 — 52 513> 1031 — 75 221 971 . - - 59 4 36 2J 1011 42 63 138 82 37 362 61* 151 128 205 58 58 _ 43 25 42 42 152 32 13 45 22 22 43 43 41 26 78 221 1671 461 191 94 19 169 — 411 142 112 2951.. — 71 68 139 52 13 68 90 223 391 39J 48 60 140 248 - - 50 43 69 161 1771 - 49 49 96 96 70 70 371 21 58] - 45 59 30 134 311 63 94] 67 44 90 35 236 474.6] f *) Ráðaneytisforseti kvað vera Estrup, ríkur jarðeigandi, en dóms- málaráðherra og Islandsráðgjafl f hjávcrkmn háskólakennari Nellemann. Ritstjórinn,

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.