Norðlingur - 12.08.1875, Blaðsíða 4

Norðlingur - 12.08.1875, Blaðsíða 4
23 24 hfcr rísi aklan undir að norðan, eða frá Czekum (í Bðhmen og Mæliren). Á þingi Iíróata er risinn upp þjóðernisílokkur með forustu þess manns, er Makanec iieitir, en liann kallar tvídeildina með ðllu óliæfa og órétt- næma, og segir það tjái aldrei að sitja svo yfir lilut (forræði og þjóð- ernisrétli) Suðurslafa, sem þjóðverjar og Madjarar hafi komið sér sam- an um. Til þessa hefir helzt borið svo á að samkomulagið fyrir aust- an Leitha væri hetra enn fyrir vestan, en nú virðist sem forustumenn hreifinganna vilji sýna, að tvídeildar- <• tóbakið »Jsé sama báðumegin árinn- ar. -— Nýlega kom það hlaup í Duná af vatnshellingu og haglhríð1, sem olli miklu tjóni og mannaláti í borgunum Buda og Pest, sem liggja sín hvorumegin fljótsins, en brú yfir á milli Vatnið óx svo óðum, að fjöldi fólks náöi eigi að forða sér úr þeim húsum sem fyrir flóðinu lágu, en straumföllin voru með svo miklu magui, að þau ruddu húsunum um koll, eða færði þau úr stað og lestu mikinn fjölda. þó kappsamlega yrði leitað að bjarga fólkinu, þá segja fregnirnar, að hér um bil 200 manna hafi farist í vatnsganginum. Á einum stað, þar sem flóðið reið að, var fólk í veizlugildi, en straumurinn tók húsið með öllu saman og sumlaði því út í Duná. Menn sáu það síðast til, að skrautbúin eða dansbúin kvennmaður flaut niður eptir ánni, en á skömmu bragði var allt horfið. — Á Frakklandi er þingið að bisa við undirstöðulög ríkis- ins eða þingsköpin. Flokkarnir standa — þegar skipt er í hægri og vinstri enn afar öndverðir, og einkum ber mönnum það á milli, hvort þingmennirnir í einu liéraði (depanemetit) skulu kosnir af öllum kjós- endum þess samt, eða hver einn í sínu kjörþingi (airondissment), sem að fornu fari. Frelsismenn (vinstri og miðflokkur þingsins) reka af al- efli eptir, að hinn nýi kjörmáti (scrutin dc Liste) verði í lög leiddnr, og segja, að með þessu móti einu megi það takast, að koma í veg fyrir kosningarbrögð flokkanna (og ef til vill, stjórnarinnar), eða að minnsta kosti verði erfiðara að koma þeim við, ef svo verði búið um hnútana. það er sagt, að ráðaneytið sjálft sé ekki samþykkt um málið, þvi íor- seti þess og meiri hlutinn mcð honum vilji lialda frara sérstökum eða kjörþinga-kosningum (scrutin d’ arrvndissnnents). Nú ætla frelsismenn að gera að því svo liarðan atróður, sem unt er, að þingslit verði ráð- in í næsta mánuði, og er talið líklegt, að þeim takist nú loks að gjöra þingsætin auð fyrir nýja menn og frjálshugaðri, en margir þeirra þykja vera, sem þeim hafa haldið til þessa. Fyrir rúmri viku (28. júní) varð stórtjón á mönnum og fénaði, byggðum og ökrum á Suður-Frakklandi af vatnshlaupi í Garonne. Hér skolaði á burt heilum þorpum fram með árbökkunum, en mest kvað að mannsköðunum og spellunum í Toulouse. Hér svipti vatnsmegnið öllum brúm af fljótinu, bylti um húsum smám og stærri, þeim er fyrir urðu, en allt með svo mikilli óðaskyndingu, að erfitt varð um bjargir. í einum kirkjuturni bárust 60 manns fyrir og liéldu svo lífi. Annars lestist kirkjan talsvert sem fleira stórhýsi borg- arinnar. Á mörgum stöðum klifraði fólkið, konur og börn, upp í há tré, en víða kom það ekki að haldi, því trén létu undan eða rykktust npp með rótum. Á einum stað bárust 19 hermenn fyrir í populviðar- trjám, á litilli eyju í fljótinu, og sátu þar í 32 stundir, áður þeim varð bjargað. Á'ér vitum ekki enn tölu á því fólki, sem hefir farizt í flóðinu, en sumar sögur nefna yfir 2000 manna. í Toulouse kváðu 12,000 manna hafa orðið húsnæðislausir, en flestir misst allt sem þeir áttu. Af landsbyggðar héruðunum ganga sömu harmasögur: Hús hrunin, ekrur í eyði, en forði og uppskera farin. Mac Mahon og nokkrir af ráðanautum hans ferðuðust þegar suður að kanna eyðilegginguna og ráða það til líkna, sem ráðið varð, og það er haft eptir honum, að hann hafi eigi þótzt muna hryllilegri sjónir á orustustöðum eða í val, en sem hér gaf að iíta, þegar verið var að grafa eptir fólkinu í rústirnar. — Á Spáni stendur hér um bii við sama, en síðustu fregnir segja það sem svo opt hefir verið sagt áður, að nú sé lið Alfons konungs lagt af stað til fulls að sækja að karlungum úr ýmsum áttum, og ætli að láta til stáls sverfa. — Frá Ítalíu er fátt að segja. Stjórnin hefir haft þau nýmæli fram á þinginu, sem veita henni meira sjálfræði um til- tektir gegn óaldaflokkum. f*eir eru verstir á Sikiley, enda hvað þar heldur ókyrrt og liggja við uppreisn, því flest fólkið er þar bendlað við stigamenn og ræningja, en veit nú á sig hreggið, er meira lið verður sent til eyjarinnar — og lnin, ef til vill, lýst í hervörslum. — Yér lát- um hér stnðar nema að sinni en geturn þess frá Suður-Ameríku, sem barst þaðan fyrir hér um bil mánuði, að enir voðalegustu jarðskjálftar sem nokkurntíma hefir heyrst af, hafi orðið í Nýju Granada (norðan og vestan til í Suður-Ameríku) og grandað þar mörgum þorpum í dal ein- um er Cuerta heitir. Sagt var að 1000 manns hafi farist í þessum umbrotum og má þá ætla, að hinir hafi eigi verið fáir, sem beðið hafa örkuml og Ijmalát. Af þessu má sjá, að móður vorri hefir víðar orðið bimbult þetta árið enn á íslandi. Yegna þess eg hefi orðið var við mikinn áhuga meðal landa minna um að leita sér upplýsinga um, hvort gjörlegt sé að fara héðan^til Am- eríku, og hvert sé bezt að fara þegar þangað er komið til að stofna ís- lenzka nýlendu, og margir þeirra hafa skorað á mig um, að látaálitmitt um þetta opinberlega í ljósi í blöðunum, þá get eg ekki leitt hjá mér að fara um það nokkrum orðum, þeim til athugunar, sem vilja með einlægni veita þeim athygli án þcss að eg ætli mér að vera þar um 1) í Jómsvíkingasögn er tala<& om tögJ, er vúgu eyri. Hér voro þao á stærb vifc bænoegg á somom stöibum. margorður að þessu sinni, þar eg hefi í hyggju að láta prenta nákvæma lýsingu á Nova-Scotia, hvað landslag sncrtir m. 11. og vísaþví til henn- ar, sein bráðum væntanlegrar. llvað uú sér í Jagi snertir spursmál íslendinga, hvort gjörlegt sé að fara til Ameríku fyrir þá er ýmsra orsaka vegna langa til þess, skal eg svara því eptir skoðun og þekkingu á þessa leið: eg get eigi annað en álitið að öllum sé betra að fara, sem hafa heilsu til að geta unnið og ekki þykjast ol' góðir til þess, nærfellt hvað sem kemur fyrir, og þó þeir séu svo fátækir, að þeir eigi ekki nema rúmlega fyrir ferðakostn- aðinum, ef þeir annars eru reglumenn og ekki mjög gamiir, en göml- um bændum fátækum álít eg skynsamlegast að fara ekki nema þeir hafi með sér fullorðin börn, eða þau séu komin á undan þeim, eða ef þeir hafa til einhverra kunnugra að hverfa, sem geta orðið þeim athvarf. Til að fjölskyidumenn geti byrjað að búa, álít eg að þurfi 3—400 rd. þótt margir byrji með minna. Hvað viðvikur síðara spursmálinu, nefnil. hvar bezt sé að setjast að þegar til Ameríku er komið, er mikill vandi að svara, eins og sézt af því, að innfæddir eru sjálfir mjög í vafa um það, og er því ekki að furða þó framandi séu það, en svo eg láti álit mitt i ljósi hér að lút- andi eptir tveggja ára dvöl í Wisconsin í Bandaríkjunuin og eins árs dvöl I Ontario og Nova-Scotia í Canada, þá mæli eg fyrst og fremst með Canada heldur en Bandaríkjunum fyrir betri stjórnarháttu, loptslag, (ept- ir því sem á við okkur ísiendinga), afstöðu með verzlun við Norðurálfu- búa og not af sjáfarafla sér í lagi í fylkjunum Brúnsvík og Nova-Scotia, og af Canadafylkjunuin finnst mér að öllum kostum og ókostum yfir- veguðum, að Nova-Scotia sö bezt og þar næst Brunsvík jafnvel þó eins frjótt land sé má ske til í Ontario, Manitoba en óbyggt eins og í Brunsvík og Nova-Scotia, þá hafa þó hin síðarnefndu aðra kosti fram yíir hin sem eru: 1. að þar eru betri móttökukostir fyrir innílyténdur. 2. að þar stígur lægra bæði hiti og kuldi, en þó er þar svo hlýtt að allar korntegundir þrifast. 3. þar eru alveg engar engisprettur, en á sumum stöðum í Banda- rikjunum skemma þær opt stórkostlega, og einnig orðið vartviðþær í Ontario, og 4. að sjáfarafli er alveg um fram í Brúnsvík og Nova-Scotia, en þó meiri í hinu síðarnefnda fylki, fiskakyn er það sama og við ísland, líka hafa fiskimenn orðið varir þar við mikinn hákall á sumrum, en er ekki þekktur þar til notkunar. L'r þeim fyrirliugaða nýlendustað fyrir íslendinga i Nova-Scotia, er mjög hægt fyrir bændur að flytja vörur sínar til innlendra verzlunar- staða þar þeir geta það að mestu leyti sjóveg, þ_ar að auki er einna hægast að mynda verzlun í milli Nova-Scotia og íslands, sem ætti að geta orðið mikið áhugamái ef íslenzk nýlenda gæti stofnast í Nova- Scotia t. d. að timbur er árlega flutt þaðan til Englands, Skotlands og írlands á seglskipum, auk ýmsra annara vörutegunda. En hvað því viðvíkur, að í Nova-Scotia verður ekki fengið nema skógland, sem að vísu er eríiðara til ræktunar en skóglaust, þá veit jeg ekki til að skóglaust land sé hægt að fá nógu stórt til að stofna ný- lendu á utan í Nebraska í bandaríkjunum, enda líka hefir skóglandið kosti við sig, því úr viðunum geta mönnum orðið peningar í Nova- Scotia fremur en víða annarstaðar, þar hægt er að nota ár við flutning hans þangað hvar hann er seldur, og æfinlega hægt að hafa atvinnu við skóginn ef annað bregst, og þekkt hefi eg íslendinga, sem liafa ver- ið orðnir meðalmenn við skógarhögg eptir hér um bil 2 mánuði. — Strax á eptir að skógurinn hefir verið ruddur geta menn náð kartöflum án þess að plæga eða rifa sundur jörðina á milli trjástofnanna, og eru einungis boraðar holur ofan í jörðina fyrir útsæðiskartöflurnar og sprett- ur með þeirri aðferð, af því jörðin er svo laus í sér í skógunum, en á öðru ári geta menn náð til hveitis og fleiri korntegunda, Ef einhverir vildu hugsa um að fara til Nova-Scotia á næstkom- andi vori vildi eg geta fengið að vita það ekki síðar en með seinustu póstskipsferð frá Ueykjavík þetta ár, og að tiltekið sé, hvað margir bændur væru þar af eður aðrir, sem vildu taka þar land á næstkom- andi vori, og hvert nokkrir vildu kosta upp á að láta vera búið að riðja 1 eða 2 ekrur á landi því, er þeir tækju, upp á þá skilmála að borga 12—14 dollara fyrir ekruna um leið og landið er þeim afhent, einnig livað margt manna, karlar og konur væri væntanlegt I þeim tilgangi að ætla sér að ganga í vinnu hjá inniendum. Ekki getur Nova-Skotia- stjórn flutt menn fyrir minna fargjald en flutningsfélögin gjöra, og hef- ur hún þess vegna falið mér á hendur að semja um fólksflutning við einhverja flutningslínuna lielzt AUanlínuna, er eg þegar hefi gjört bæði við Allanfélagið sjálft og aðal-agent þess hér á íslandi, herra G. Lam- bertsen í Reykjavík um að það sendi skip á næstkomandi vori til íslands og mun fargjaldið verða líkt því, sem það að undanförnu hefir verið. J>eir sem því á næstkomandi vori vilja fara til Nova-Scotia verða að snúa sér til eptirnefndra manna með að láta rita nöfn sín og borga innskriptargjaldið, og eru það herra Jóhann Straurofjörð i Miklaholti í Hnappadalssýslu, Jón Jóhannesson á Miklabæ í Skagafirði og herra agent G. Lambertsen í Reykjavík, sem hefur alla umsjón að öðru leyti hér á landi í þessu tilliti. , Verði svo margir áskrifendur, sem fara viija, að skip geti orðið sent til íslands næstkomandi vor, mun eg, ef þess verður óskað, koma með því, eða einhver annar Islendingur í minn stað, verði eg forfallaður. Islenzkan prest áforma eg að útvega þegar komið er til Nova-Scotia 3 til 400 manna, en hann verður söfnuðurinn að kosta. Staddur á Akureyri í júlím. 1875. J. Arngrímsson. Auglysing. — Hér meb gefst almenningi til vitundar, aí) undirskrifaírar hefir meh amtmanns leyfi tekizt á hendur ab gegna umbobsstörfum herra E. Ó. Gunnarssonar á meéan hann situr á alþingi f sumar. Abureyri 1 ágúst 1875. Skapti Jósepsson. Nýkominn Norhmabur meb timbur meb gílftu verbí. Eigandi og ábyrgðarmaður: Nliaptí Jósepsttoii, cand. phii. Prentari: B, M, Steuhdnsson, Akureyrt I8T5.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.