Norðlingur - 17.05.1876, Blaðsíða 1

Norðlingur - 17.05.1876, Blaðsíða 1
Keinur út 2—3 á mámiði, 30 bliið als um árið. Miðvikudag 17. mai. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1876. DÝRÐLINGA LEIFAR. Svo sem dálítið sýnisliorn af kenningum kaþólskunnar um dýrkun lielgra manna, setjum vjer hjer á skrá leifar einstakra dýrð- linga, geymdar í ýmsum löndum. Armar, fætur, hend- Nöfn dýrðlinganna. Líkamir. Höfuð. ur, fingur o. fl. Andreas 5 6 '17 armar. Anna , 2 8 6 —- Antonius 4 1 2 — Rarbus 3 4. 2 Rasilius 5 Benedikt 3 4 8 — Rlasius 1 5 Clemens | 3 5 Dorothea 6 Eloi 2 3 5 — Erasmus 11 Esajas (spámaður) . . . 3 3 Eustache 2 Georg 30 Gorgone Gregor frá Naziance . . 6 3 4 7 hendur. Helena 4 5 63 fingur. Hieronymus 2 4 Ililarius 8 7 armar, 7 fætur. Ignatius (etinn af Ijónum) 3 6 Isidor 4 Isidor frá Sevilla . , . 3 7 12 armar. Jakob yngri 4 10 Jakob eidri Jóhannes skírari . . . 7 10 11 sleikifingur. Jóhannes Chrysostomus . Juliana 20 26 15 armar. Lafranz (Laurentius) . . 2 6 — 4 Leger 5 10 12 hendur. Loup ....... 4 9 Lúkas 8 Lucie 5 6 Malthias 3 4 12 arma. Matteus 5 8 Pancratius 30 5—600 bein. Pantaleon 6 Páll 18 Perpetua 5 l'jetur 16 Petronella 6 Philippa 3 8 12 armar. Sebastian 4 5 13 — Simon 4 5 9 — Stefán 4 8 13 armar. Thekla 4 9 armar. Nöfn dýrðlinganna. Líkamir. Höfuð Armar, fætur, hend- ur, fingur o. fl. Theodor 4 6 Victoria 3 Vilhjálmur 7 10 Zeno 3 í Rómaborg er gejunt steikarstykki af Lafranzi hinum helga og horn Mósis; í Courchiverny hjá Blois það andvarp, er hinn heilagi Jósep stundi upp, þá er hann klauf skíð í eldinn; í Yendome og Amiens tár Krists; í Mont-Saint-Michel fjaðrir úr vœngjum höfuð- englanna Gabríels og Mikaels, brjóstamjólk Maríu o. fl. fetta er tekið eptir danskri bók, sem heitir «Fra Natur- og Folkeliv» og kom út 1869. J>vi miður er jeg eigi svo kunnngurþessum dauðra manna bein- um, að jeg þori að ábyrgjast, að hvergi sje lijer oftalið eður van- talið. En í sjálfu sjer getur það líklega eigi miklu varðað. |>ótt t. a. m. kroppar Georgs væru eigi nema 29, höfuð Juliönu eigi nema 25, fingur Hieronymusar eigi nema 62, þá mundi helgi þeirra vera fullsæmd af þeirri tölu; og eins ,mundi það hins vegar litlu muna til að auka við svo miklar dýrðir, þótt kropparnir kynnu við nákvæmari rannsókn að reynast 31, höfuðin 27, fingurnir 64. En hver skyldi eigi dást að því brjóstviti, því ímyndunarafli, þeirri fjöl- fræði, þeirri hugsauarlist, er sannar og. sýnir svo marga búka af sama manni, svo mörg höfuð af einum bol, svo marga fingur af einni eður tveimur höndum? Og eigi ér þó minna verð sú snilld, að sanna og sýna æfarlanga röð óbrigðra páfa, er hafa aldrei skeik- að og geta eigi skeikað í sannleika trúarinnar, livenær sem þeir ganga sem «regin á rökstóla». Hvað eru tveir tigulkóngar í einu alkorli eða alþingisnefnd, ellegar þrjú kláðafrumvörp á einum diski, og þótt feitar sannanir og kolsvartar fylgi með á nokkrum undir- bollum — hvað er slíkt nema «lambarusl og skorpin skinn» í móti hinum makalausu kaþólsku sönnunum? í hinu íslenzka almanaki eru taldir því nær tveir þriðju hlutir dýrðlinganna á skránni hjer að framan og þó miklu fteiri helgir menn aðrir. En hvað eiga þeir þar að gjöra ár eptir ár, blessað- ir mennirnir, flestir ókunnir flestum þeirra, er almanakið eignast? Standa þeir þar í rauninni til nokkurs, nema til að tefja fyrir út- gefendum og lesendum? Og mundi það þá eigi vera þarfaverk heldur enn hitt, að sópa í burt úr almanaki voru nokkrum tugum af þessum dauðu og marklausu dýrðlinga nöfnum? Á því er jeg fyrir milt leyti. Eða hverjir skyidu þurfa slíks að sakna í því landi, þar sem eigi er kunnugt að nokkur maður innborinn sje kaþólskrar trúar? J>eir einir, ætla jeg, er eigi þola að sjá á bak heimsku sinni. Björn Halldórsson. Æskubrögð Mristius lllokks. (Framh.). Lögregluþjónarnir voru nú og þangað komnir. J>eir ljetu á öllu ganga; þeir bölvuðu og brutust um; þeir lömdu hina ólmu götustráka og bönnuðu hverjum hollum þegni að hlæja, en sjálf- um veitti þeim þó erfitt að sýna sig með alvörusvip, enda var þess enginn kostur, að stöðva kætina meðal hinna fjölmennu á- horfenda. Gapastokkssagan var óðara komin á hvers manns tungu um allan bæinn. það leið allt að því hálf klukkustund, áður járn- smiðurinn fengi sorfið lásinn í sundur, því hann gat aldrei hald- ið áfram, vegna þess að bæjargrcifinn Ijet hvað eptir annað for- mælingarnar dynja yfir hann fyrir seinlæti hans. Meðan á þessum rokum stóð, hætti -smiðurinn í hvert sinn að sverfa og sagði að allir mættu þó geta því nærri, að hann vildi eigi láta annan eins mann, og kansellíráð og bæjargreifa, standa í gapastokki nema sem allra stytzt að mögulegt væri; það væri svo sárgrætileg sjón, að slíkt mætti jafnvcl ofbjóða þeim, er vanir væru við stórsmíðar, en það væri hann ekki, svo sem bæjargreifinn vissi. Og hann kvað það vera sjer óskiljanlegt, að skynsamir menn og góðir þegn- ar skyldu geta horft hlæjandi á þvílíkan ófögnuð. Haltu þjer saman, .flónshausinn þinn, og sverfðu! æpti bæj- argreifinn því óþolinmóðari. Hann vildi tala til fólksins enn að 227 nýju, og þá varð smiðurinn aptur að hætta. þjölin , sem hann hafði var Iíka^nokkuð sljó, og fyrir þá skuld vannst honum seinna. Nálega livert manns barn í bænum hafði því fengið tdm til að komast á kreik og líta hina »sárgrætilegu sjón«, er járnsmiðurinn klifaði einatt á. Sjálfar fyrirkonurnar úr dansveizlunni voru komn- ar alla leið að vatnsbissuhúsinu; þær höfðu eigi ráðið við forvitni sína, svo mjög fýsti þær til að sjá livernig bæjargreifinn færi með sig í þessari stöðu. Strákarnir ljetu eigi af fagnaðarhljóðum, hversu mjög sem lögregluþjónarnir ógnuðu þeim. Tveir hljóð- færaslagarar koniu á eptir og hjeldu á söngtólum sínum, er þeir höfðu tekið með sjer í uppnáminu. þeim varð það nú ósjálfrátt, að þeir settu hljóðfærin á munn sjer og bljesu skemmtilegt her- fararlag. Loksins varð meinbugurinn laus af hálsi bæjargreifans. Við það brá honum svo, að hann stökk eins og köttur, sem kemur af sundi, heim að húsdyrum sínum, Mannfjöldinn, sem kenndi þó annarsvegar í brjósti um hann, veitti honum eptirför hálfhlæjandi. En margir mæltu til hans hughreystingarorð og vildu pipra hann upp með gleðilátum og lófaklappi. Farið þið til helvítis allir saman með ykkar óhljóð! — æpti bæjargreifinn og skelldi hurðinni aptur. Jeg lief nógu lengi stað- ið hjer, sem annar skotspónn, fyrir keskni ykkar og skrípalátum. — Ileyrðu, piltur miun, hvar ertu? Gáðu að hvort porthurðinni er læst! — Skárri var það heiðursdagurinn! 228

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.