Norðlingur - 23.08.1876, Blaðsíða 1

Norðlingur - 23.08.1876, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á mánUði, 30 blöð als um árið. Miðvikudag 23. ágúst. Kostar 3 kránur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1876. Stjórnarskrá íslands var orðin ársgömul, þegar löggjafarþing fslands fann, að sambandi hennar við stjórnarráðslafanir þær, er lienni eiga að veita tryggingu og virðingu allra, er hlut eiga að máli, yrði að breyta. þingið vakti máls á þessu atriði með fyrir- spurn til umboðsmanns sljórnarinnar um það, «hvort ráðgjafaskipti í Ðanmörku ætti að hafa áhrif á þa'ð, hver skipaði ráðherrasæti fyr- ir ísland» (Haldór Friðriksson). Yör munirai færa fram í því, er hér fer á eptir, gild rök fyrir því, að þessi spurning varðar svo miklu, að það var alsendis rðtt gjört af þingi voru, að fresta henni ekki degi lengur enn gjört var. Enn það, að hún var borin upp á fyrsta löggjafarþingi, er haldið var eptir það að stjórnarskrá vor gckk í gildi, er gleðileg sönnun þess, að íslendingar eru ekki eins athuga- og andvaralausir flækingar í þjóðmálum sínum eins og menn skyldu ælla að þeir væru , ef f>jóðólíi væri trúandi, eða ef dæma ætti íslendinga eptir siðferðislegum og rökleiðslulegum slæpings- skap þess blaðs. Annars verðum vðr að leyfa oss þá athugasemd hér, að þeir sem prédika þctta, sem þeir kalla «pólitiskt» samlyndi, og hvíld í pólitiskum málum, eru satt að segja menn, sem tala af pólitisku rænuleysi: þeir eru verstu íéndur lands og lýðs og vel- ferðar hvors um sig. Hvað mundu menn segja um þann bónda, er vinuur fyrir hæsta rétti margbrotið ítakamál fyrir jörð sína og segir síðan: Nú er alt golt. Nú skal eg gjörast góður og frið- samur vinur allra, er eg hefi unnið mál mín við. Nú skal eg ekki nefna optar einu orði okkar gamla krit og þrætu, því nú færir tím- inn alt í lag með bróðerni og elskusemi. Ylir höfuð, hvað segja jnenn alment um þann mann, sem rekur fyrst lengi og ötult réttar sins, enn lætur hendur fhlla sér í skaut, er réttur hans er viður- kendur, og ætlast til að þá gangi honum allt að vilja af sjálfs dáð- nm? Telja mona ekki slikl hðfuð ónytjungsekap og flónaKu ? Vér vitum ekki betur. f>annig nefna menn þessa kosti—vér vild- um sagt hafa: ókosti — er þeirra verður vart hjá einstökum mönnum. Enn hvað skal segja um þá lijá heilli þjóð? Og það sem yflr tekur: hvað skal segja um blað, sem eignar þáheilli þjóð, og það svo ramm-ósannlega að hún gjörir ritstjórann að helberum ósanninda-manni með hverju einasta atkvæði og athöfn, er hún legg- ur að [ijóðmálum sínum?! f>að er ótrúlegt að íslendingar vilji ala til lengdar aidur þess blaðs, er her á þá slíkan óhróður. Hvað þýðir friðsemi í þjóðmálaskipan (pólitik)? livað þýðir það að leggja liendur í skaut og láta t. a. m. stjórnarmál íslands hvíla í mein- lausri þögn, nú er stjórnarskrá er fengin? Friðsemi í þjóðmála- skipan, ef þjóðin er við heilsu og rænu, er hreinn og beinn ómögu- legleiki. Hún kemur þá fyrst, er þjóðin er orðin leið á líflnu, og vill ekki lengur vera þjóð, nennir ekki að ransaka hag sinn né mál- efni, hirðir ekki lengur um þjóðerni sitt og hefir glatað allri þjóð- legri hugsjón og framtíðar von; friðsemi þessi er þess beinn vott- ur, að hjarta þjóðarinnar — sem er félagsandinn með sínum meg- in þjóðdygðuin: sjálfsafneitan -og fósturjarðarást — er hætt að slá; að sundrung ónytjungsskaparins er orðin að þjóðlegri limafalssýki, að þjóðin ekki kannast við að hún eigi sem þjóðheild neina leið fyrir sér er leiði að neinu takmarki, er henni sé vertað stefna að. Friðsemi í þjóðmálaskipan er þjóðlegt sjálfsmorð. Postular hennar eru banamenn þjoðar sinnar, hvort sem eru iandshöfðingjar, biskup- ar, dómarar eða hverju nafni sem þeir nefnast. — Hví svo? Afþví að öll þjóðmálaskipan er viðleitni þjóðarinnar að koma málum sín- um í sem nánasta samkvæmni við sannleikann, að svo miklu leyti, sem hún fær sannleikann séðan. f>essi viðleitni er andlegt strit, og alt annað enn hvíld og friður. Nú er það föst regla sem alt líf er háð, að enginn einn maður fær sannleikann handfest nema að nokkru leyti, engin ein kynslóð fær sannleikann handfest nema að nokkru; á engum vissum tima geta þjóðirnar náð sannleikantun nema að nokkru leyli. Meðan hið hugsanda líf er að slrita við að komast til sannleikans viðurkenningar renna upp úr lífsins eigin reynslu geymi ný Ijós er bera skyn, þar sem áður var myrkur yfir, og þelta gengur koll af kolli meðan lííið liugsar og hugsan þess er starfsöm. Margbreytni þeirra, sem liugsa, gjörir það, að ran- sókn manna eptir sannleikanurn verður — nærri því æíiniega — tví- skipt að minsta kosti; og það cr segin saga, að í þjóðmála skip- 25 an er þetta föst og ófrávíkjanleg reynsla. Enn með því einu móti verður þeim málum skipað svo að af viti verði. f>ví þeir senr beit- ast ransóknum á, gefa þjóðinni þar með færi að vega niður áslæð- ur með og mót því eða því máli sem um er rætt. Eptir áhrifun- um sem ástæðurnar hafa á þjóðina greiðir hún sjálf atkvæði sín og ræður málinu til iykta. — Friðsemi og hvíldrækni í þjóðmálum og þjóðmálaskipan er því en leiðasta þjóðarbölvun sem vér getum hugs- að oss, eins og vér treystum lesendum vorum sé nú ljóst. Og ofan á alla þá ókosti, er vér ætium að vjer höfum með sönnu lal- ið henni þegar, bætist sá, að urn ieið og hún ér þjóðlegt sjálfsmorð, er hún og svikræði við þá sem falið er að framkvæma enn skrá- setta vilja þjóðarinnar — lögin, og sem einkum þurfa þess með að sjá glöggt hvernig og hvert andi og skynsemi þjóðarinnar stefnir ef þeir eiga að njóta sín með dug og atorku. f>annig svörum vér þeirri spurningu vorri: Hvað þýðir friðsemi í þjóðmálaskipan? og skulum vér nú hverfa að hinni: «Hvað þýðir það að leggja heudur í skaut, og láta t. a. m. stjórnarmál fslands hvíla í meinlausri þögn nú, er stjórnarskrá er fengin. Stjórnarskrá vor er ætluð til þess, að verða grundvallarlög þau er ákvarði þjóðlíf vort um ókomnar aidir. Er vér skoðuin hana í sambandi við sögu þjóðar vorrar á síðustu tímum, er hún í eðli sínu samningur er út heQr komið af 30 ára þreQ við Dani um rétt vorn. J>að er satt, að hún full- nægir ekki kröfum vorum. J>að er satt að hún sleppir ýmsu er vér höfum farið frani á svo sem eðiilegan rétt vorn. Bætir ýms- um ákvörðunum við, er vér ekki höfðum áskilið, o. s. frv. Ekkert er úr felt og engu er við bætt er ekki miði til þess að láta skrána takmarka oss þar er oss þótti betur ráðið að vér hefðum verið ó- takmarkaðir. Skráin er því samin af öðrum máls-aðila er klípur af i'élli liins, honum óaðspurt, ait er Iiaiin þorir. [>að sem af er klipið eru engir smámunir er á einu megi standa hvort menn fái viðurkenda sér eða ekki, svo sem rétt. J>að er enginn smámunar áhalli er konungur er ekki látinn vinna eið að því, að halda þá rík- isskrá er setur niður milli hans og þegnanna hlut livorra um sig í stjórn iandsmála. f>að er enginn smámunar réttarsviptir er tek- in eru sex atkvæði frá þjóðinni í þeim tilgangi að andæfa móti henni sem mest að verður eininitt í þjóðmálaskipan hennar. J>að er enginn smávegis yQrgangur, er stjórnin setur óviðkomandi mann svo sem erindsreka sinn til að ræða og regera á löggjafarþingi, án þess liann haQ nokkurn stjórnarskipunarlegan rétt til að sitja þar einu sinni. Og mætti margt og margt færa til fleira af þessu tagi. — f>að að vér fórum fram á réttindi vor er verið var að þrefa um réttindaskrá (= stjórnarskrá) vora, og fórum fram á þau með meiri hluta þjóðkjörinna atkvæða vorra er ekki neitt þess konar lausa- flapur er liver og einn megi lialda þýðingar og alvörulaust. f>að eru kröfur sem nú hafa sama gildi fyrir oss eins og kröfur gainla sáttmáia höfðu fyrir forfeður vora. f>að að stjórnin ríður skilmála vora niður, og setur enga, eða sína eigin, í staðinn, get- ur als ekki bundið rétt vorn í neinu tilliti, nema með þvi móti, að vér sjálQr gefum þar til samþykki vort. Enn slíkt samþykki getum vér með engu móti geQð svo gilt sé, nema með atkvæði hins lög- gefandi þings vors. Vér höfum ekki séð né heyrt neina sönnun fyrir því, að íslendingum þyki stjórnarskráiu fullnægja þörfum vor- um og rétti. Vér höfum þvert á móti séð og heyrt sannanir fyrir hinu, að íslendingum þyki hún fullnægja hvorugu. J>egar nú mál þetta stendur þannig, þá getum vér varla hugsað oss meinlegri landráð, enn ráð þeirra manna er hvelja oss til að láta nú þögn og aðgjörðaleysi geyma réttar vors úr því skráin sé fengin; rétt eins og þær þarQr og þau í éttindi, sem hún annaðhvort ekki veitir oss, eða beinlínis sviptir oss, væru full-tryggilega geymd undir verndarvæng hennar, serri þó hvergi nær til þeirra! Að þegja nú, væri að svíkja sjálfa oss, að táldraga stjórn vora og setja eptir- komendum vorum hið versta dæmi þjóðlegs stefnuieysis og einurð- arleysis. Ilér er nefnilega ekki að ræða um það að svipta Dani neinum rétti, þjóðlegum eður sérstaklegum. Enda mundum vér liefja jafnhátt rödd vora gegn slíkri tilraun eins og vér hefjum hana til fonnælis rötti vorum. — Flestir sem vilja viðurkeunast það sem þeim býr í huga um stjórnarskrána, munu játa að hún sé að eins 26

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.