Norðlingur - 08.06.1877, Blaðsíða 2

Norðlingur - 08.06.1877, Blaðsíða 2
221 222 usn skattamálið, er vera mun Gísli bóndi Ásmundsson að I>verá í Fnjóskadal, beíir prýðilega tekið fram liversu misjölif lausafjárhundr- uðin sé, og því hversu hæpið sé að leggja skatt á þau , svo sern nefndin gjört hefir. Um hina lóngu ritgjörð herra Jóns á Gaut- löndum í «Norðf.» vil eg sem fæst tala. Eg virði hina heiðruðu lesendr «Norðlings, sjálfan mig og höfundinn að fornu fari of mik- ils tii þess að svara því fjölmarga í þessum greinum hans, er hon- nrn hefði fyrrum aldrei getað til hugar komið að segja, skrifa eðr bjóða löndum sínum, meðan hann var prýði þíngs og þjóðar og sómi stéttar sinnar; en hnnn hefir því miðr, á seinni tímum jafn- vel þegar á þíngi 1867, en þó einkum eftir niðrfallsþíngið mikla 1873, hncigzt frá fyrri skoðun sinni og hallast í dillanda faðm skrif- finskunnar (Burcankratic), hinnar skildgetnu dóttur alveldisástar og embæltishroka. Fyrir því sjáum vér hjá höfundinum hinn fjarska mikla misjöfnuð og millibit milli þess að vera og þykjast vera. f>ví satt að segja, tillögur hans í skattamálinu nú hefði orðið allar aðrar, ef hann hefði verið svo sannfróðr um skattamál og hagi þjóðar vorrar sem hann þykist vera, einkum ef hann hefði jafn- framt þókzt vita svo lítið um þau sem hann veit i raun réttri. Fn satt er það og, að svo djúprar auðmýktar og sjálfslægíngar get- um vér naumast ællast til af nokkrum syndugum manni. ÚR SVARI frá próf. U. II. í Laufási veturinn 1876 til skólamálsnefndarinnar, er hún leitaði álits hans um fyrirkomulag mentaskólans norðlenzka. 1. Eg tel það æskilegt, að gagnfræðisskóli verði stofnaður á Norð- urlandi bæði sökum þess að til slíks standa hugir flestra hinna skýrusta og bezt viljuðu manna norðanlands, að því íeyti sem mér er kunnugt, enda voria eg, að þesskonar skóli muni með tímanum geta af sér allmikinn frama og gagnsmuni, nema því meiri óþrifnaður eður óhamingja leggist í móti. 2. Skóla þennan ætla eg að vísu eigi óhæfilega settan á Möðru- völlum í Hörgárdal, en þó enn betur að Munkaþverá í Eyjafirði, og færi það til: a. Að Munkaþverá er landkostajörð meiri og vænlegra til búsæld- ar enn á Möðruvöllum. b. Til Munkuþverár er leið skemri frá kaupstaðnum Akureyri enn að Möðruvöllum, og vegur greiðari, einkum akfæri á vetrum svo að stóru munar. d. Múrsteinar þeir, er standa á Möðruvöllum eptir hið brenda amtmannshús, ætla eg svo fjarri fara að dragi til nokkurs fjár- sparnaðar, ef þar skyldi byggja skólahúsið, að eg hygg miklu framar að þeir muni einmitt valda kostnaðarauka með því að vera þar til og verða nýttir, og húsið þó reynast engu betra en af einu saman timbri, nema miður sé. 3. Hef jeg hugfest mér þá ætlan að nauðsyn sé á lærðum skóla, sem svo er kallað, á Norðurlandi, eða slíkum skóla, hvað sem menn nú vildu nefna liann, að þeir, er þar yrðu fullnuma, væru gjaldgengir til að sækja þaðan embættisskóla vora og verða em- bættismenn í landinu. Um þá nauðsyn skal og lcyfa mér að fara nokkrum orðum, fyrst eg komst í færi, og tel eg til hcnn- ar þau rök helzt og brýnust: a. Hinn lœrði skóli i Reykjavík er mjög svo úr hófi kostnaðar- samur tilsóknar fyrir Norðlendinga og Austfirðinga, og getur því aldrei orðið þessum landsbúum að ákjósanlegum notum, og þá eigi heldur hollur nö þarfur allri þjóðinni, með því sem embættin í landinu verða að bjargast við því fleiri ónýtaþjóna, sem þau htjóta að missa svo margra góðra krapta fyrir það að þeir kornast eigi að nema í gegnum þennan eina kensluskóla, en geta eigi koin- Izt þar ad. b. |>ykir mönnum þegar raun á bera, enda mun það og jafnan sannast, að hinn lærði skóli í Reykjavík, hversu góður og vand- aður sem hann er að öðru leyti, getur þó eigi fyrir margra hluta sakir verið annað en óhentug tamning æskuárum þeirra, er verða skulu síðar embættismenn upp til sveita og á fjar- lægum landshornum, þar sem þeir hljóta einatt að búa við lítinn kost, og lifa sem næst fátæklegum háttum alþýðunnar. d. Virðist mér það mjög ugglegt, að liörgull verði á embættis- mönnuin og sér í lagi kennimönnum í landi voru, æ svo lengi sem hinn lærði skóli í Reykjavík er hinar einu dyr að kenni- mannsskapnum. |>etta ætla eg hvér sá megi telja sem víst, er vill að eins sjá og kannast við reynslu undanfarinna ára. Að minsta kosti sýnir hún mér það skýrt og með engum efa, að prestsleysið í liinum mörgu söfnuðum landsins nú um hríð á að rekja sína aðalrót, að eg ekki segi cinu rót til liins læria skóla í Reykjavlk, af því að hann er í Reykjavík, en enginn skóii annarstáðar í landinu, sá er gcti geng- ið í lians stað, og af því að hann er slíkur sem, hann hlýtur að vera í Reykavík, að öllum ólöstuðum. |>að er sannfæring mín fullkomin, að þjóðheillum vor íslend- inga sé engrar sannrar uppreisnar von nema því að eins að eigi verði spilt kristindóminum í landinu. En kristinspelli ætla eg hvorttveggja það hljóti að valda, bæði að söfnuðir eru prestsþjón- ustulausir og að teknir verði þá stundum fyrir vændræðasakir til kennimannlegra embætta hneyxlanlegir menn og hálfbjánar. Til að bæta úr þeim óefnum væntir mig að eigi muni duga nein ráð nema það eitt, að reistur verði á hagkvæmum stað í laudinu ann- ar skóli samskonar og með jöfnum réttipdum til embættisframa, sem hinn lærði skóli í Reykjavík. Fyrir því, og þó af fleirum ástæð- um, en hér er til vikið, óska eg þess mikillega, enda tel það vera einhverja hina mestu þjóðarnauðsyn, að slikur skóli verði stofnað- ur sem allra fyrst á Norðurlandi, og vil eg þá jafnframt leggja það til, að hann verði settur í samband við hinn fyrirhugaða gagnfræð- isskóla norðanlands með þeirri skipan er skólafróðir menn og þjóð- hollir geta bezta fundið. bref Til Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Iláttvirli vin! Landsmenn vorir hafa lengi kvartað yfir, að prestaskólinn og einkum lærðiskólinn væri ekki í þvf lagi sem óskandi væri. Af þeirri ástæðu mun stjórnin hafa skipað menn í nefnd til að gjöra frumvarp til reglugjörðar fyrir skóla þessa. Nú höfum vér í höndum frumvárp nefndar þessarar. Sýnist mega lesa meðal linanna, að nefndin ætlist helzt til, að málinu verði ráðið til lykta án þess ráða alþingis verði um það leitað. En eg vona, að þú og aðrir þing- menn látið það ekki viðgangast, þótt yður þyki að öðru leyti upp- ástungur nefndarinnar hinar heppilegustu í alla staði. Ef ekki þykir hægt að komast að málinu á annan hútt, má ætíð komastað því í umræðunum um fjárlögin. Mér virðist því meiri nauðsyn til, að mcnn hreifi þessu máli, sem eg ætla, að landsmenn hafi gildar ástæður til að vcra óánægð- ir með tillögur nefndarinnar. Allir munu samdóma um það, að málið sé svo mikilsvarðandi, að vert sé að heyra sem flestar skoðanir um það, bæði þeirra, sem við skólana eru riðnir og ann- ara útifiá. Fyrir því sendi cg þér mínar nppástungur, ef ske mœtti, oð londar mínir findi eitthvað nýtandi í þeim. Að minsta kosti getur það engan skaða gjört, þótt þær komi fyrir sjónir þing- manna og almennings, jafnvel þótt þeir finni ekkert nýtandi í þeim. Eg hefi tekið fram í athugasemdunum við uppástungur mínar, hvað mér þykir mæla með hverri, og tek það því ekki upp aptur. Eg skal að eins geta þess, að eg hefi eigi fylgtneinni skólareglugjörð né skólalöggjöf sérstaklega, heldur lagt það til, er eg ætlaði bezt í sjálfu sér og hentugast íslendingum. það sýnist vel fallið, að landsmenn sendi bænarskrár til al- þingis um þetta mál, og taki þar fram uppástungur þær, er þeim þætti þurfa um málið. Ætti þeir eigi að horfa í, að málið biði 2 ár enn, heldur en því væri ráðið til lykta eptir uppástungum nefnd- arinnar, cf þeir eru cigi ánægðir með þær. Eg gef þðr fulla heimild til að nota þessar uppástungur mín- ar á hvern þann hátt, er þér þykir bezt við eiga. J>inn einlægur vin Jón A. Hjaltalín. Edinburgh 10. maí 1877, * * * ¥ SKÓLAMÁLIÐ 1877. í bréfi því, er biskupion hefir látið fylgja Ærumvarpi til reglu- gjörðar fyrir prestaskólanr.» , er bent á það að ráða megi skóla- málinu lil lykta, án þess að það komi til alþingis, svo framarlega sem eigi þurfi að biðja um nýjar fjárveitingar. Vonandi er að þingmenn hleypi þó ekki málinu fram hjá sér; virðizt það og bein skylda þeirra við landsmenn, að þeir samþykki eigi, að því sé ráðið lil lykta að fornspurðu alþingi. Svo lengi sem landsmenn leggja ié til skóla þessara, hvort sem það er til viðhalds húsanna, til launa kennaranna, eða til fjárstyrks til lærisveinanna, þá er auðsætt að fulltrúar landsmanna liafa fullan rétt til atkvæðis um tilhögun. þessi réltur gelur als ekki verið bundin við nýjar fjárframlögur, heldur verður hann að vera bundinn við allar fjár- framlögur úr landssjóði að fornu og nýju. Getur það heldur cigi verið efamál, að þingið liefir rétt til að neita um fjárveitingar, er það hefir áður gefið, ef því þykir fénti eigi vel varið. En þótt alþingi hafi fullan atkvæðisrétt um skólamál vor, svo framarlega sem landsmenn leggja fé til skólanna, þá virðist ekki æskilegt, að þingið seti stjórnendum og kennendum skólanna of nákvæmar eða of smásmuglegar skorður um innri tilhögun þeirra. Hitt virðist eðlilegra, að stjóraendur og forstoðumenn liafi sent

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.