Norðlingur - 19.07.1877, Qupperneq 1

Norðlingur - 19.07.1877, Qupperneq 1
Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð als um árið. ENN UM SKATTAMÁLIÐ. |>ví munu allir réttsýnir menn samdóma, að menn eiga sðra Arnljóti mikla þökk skylda fyrir rit hans um skatlamálið, því hvort sem menn eru með hans máli eða móti, þá hafa þó ritgjörðir hans borið volt um mikla hagfræðislega þekkingu, sem margur hefði átt að færa ser í nyt, til að íhuga málið sjálfur. Að leggja allan skattiun á jarðirnar eingöngu gæli í ýmsu til- liti verið mikið gott, ef menn hefðu stofninn áreiðanlegan, ef menn vissu, að jarðarhundraðið væri alstaðar jafnt á öllu landinu, og fram- fleytti jafnmiklu með jafnmiklum kostnaði. — En þar á strandar altsaman. — Allir, einnig sðra Arnlj. játa, að jarðamatið se skakt, rangt, já óhafandi eins og það er. En nú á að fara að meta að nýju. Meta að nýju? spyr eg. Ilver kann að meta? eptir hverju á að meta jarðir? }>að er hægra að bera það í munni sér, en að framkvæma það í verkinu. Er nokkur sá bóndi, sem geti sagt, með hvaða kostnaði hann 10—20 undanfarin ár hafi framfieytt fðn- aði sínum á jörðu sinni. J»ví aldrei getur jarðamatið orðið annað en »slomp«-áætlun, ef menn gæta eigi þess, hver kostnaðurinn er við fjárhaldið á jörðu hverri; það er ekki nóg að vita, hverju jörð- in framfleytir í meðalári, og það hefir verið sannarlegt neyðarúr- ræði að jarðamötin skuli hingað til hafa verið bygð á því. Og fyr- ir það eru þau skökk og verða skökk tiU eilífðar, ef þannig á að fara að þvi að finna sannleikann. Menn þurfa að halda búreikninga yfir alla vinnu á jörðunni, aðskilinn reikning yfir hvað unnið sé að jörðunni sér í lagi, beitarreikninga yíir hvað hver skepnutegund sparar í fóðri um 20—30 ára tíma að minsta kosti, og það ckki einu sinni færustu menn, hver i sinni sveit, heldur hver og einn einasti ábúandi jarðar á öllu landi, og laka svo jafnaðartölu af öllu, að öðrum kosti hlýtur alt að verða rammvitlaust, eins og það hefir verið liingað til. Já, hlægið þið nú piltarl Ilver á nú að meta? eiga bændur að gjöra það, sem lítið þekkja til búreikninga pema stöku maður og of lítið hirða um þá? Eiga embættismennirnir að gjöra það? sem eru þaðanaf verri, og sézt það á því, að fleiri þeirra eru búskussar og eru á hausnum með öllum sínum launum. Og þótt menn vissu hvað jörðin framfleytti í meðalári, þótt menn hefðu haldið beitarreikninga, búreikninga, aðskilda og algilda um 20—30 ára tíma, hver einn einasli búandi á öllu landi, þá yrði þó alt vitlaust eptir alt þetta, því þá kemur það til, að duglegi maðurinn framfleytir helmingi meira á sömu jörð en skussinn með jafnmiklum kostnaði; já, ekki þarf annað en að fjármaðurinn sé misjafn; því það vita allir sem búið hafa, að einn fjármaður góður eyðir því nær helmingi minna heyi í jafngóðum vetri í jafnmargt fé og annar, og hefir þó skepnurnar í jafngóðu standi. En nú koma lausafjárhundriðin. Ekki er nú langt siðan að þeir voru að hamast á því í blöðunum og það með réttu, hve skakt væri lagt í hundruð í verðlagskránum. Verðlagsskráin er röng að því leyti, svo röng, að hún er alveg óhafandi eins og hún er, (sjá grein eplir J. ilálfdánarson í Norðanf.); en það er ekki það eina; hún er einnig skakt sett, og það svo hroðalega, að hverjum blöskrar sem á hana lítur réttum augum, og vil eg að eins drepa á það með f'áeinum orðum, rétt sem sýnishorn. — Lítum snöggvast á ágóðann af ánni yfir sumarið sem verðlagsskráin sýnir. Vér sjáum hann, er vér drögum hausstverð mylku ánnar írá vorverði hennar; og leikur hann frá 3,74—5,60. J>að er aðgætandi að það er í ísa- fjarðarsýslu einni sern ágóðinn verður 5,60, og er þar langhæst mat einkum á lifandi pening og því nær 1 krónu hærri arðurinn af ánni yfir sumarið, heldur en þar sem hæst er annarstaðar. Eg tek nú meðalsveit, hvorki þá heztu né vestu, Ilúnavatnssýslu. Ágóðinn er náttúrlega ull, mjólk og lamb. þar má telja að menn fái 2 pd. ullar af ánni, fult reifi, en mjólkina met eg þannig, að algengt er þar að láta ær mjólka fyrir fóðri, en þeir er dýrasl selja fóðrið heimta 1 krónu með ánni (fóðrið met eg eptir verðlagsskrá) en lamb er selt þar á 4 kr., verður það þá: ull 1,80 lamb 4,00 mjólk 3,16 8,96 í staðinn fyrir 485 eptir verð- lagsskrá. £öa hverjum heilvita manni rnundi detta í lmg að hanga 17 lvostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stiiK nr. 20 aura. við bú, ef hann hefði ekki meiri arð af ám sinum , en verðiags- skráin sýnir? }>á koma sauðirnir og leika 4 vetra sauðir á verð- inu frá 10,48—19,77. Skárri er það nú 4 vetra sauðurinn, sem ekki gjörir á blóðvelli meira en 10,48 aura; minna en dilklömb og gemiingar gjöra í þingeyjarsýslu. Eg fer ekki fleirum orðum um það, en býst við að hver skilji skoðun mína. Til að fara fljótt yfir söguna hleyp eg nú í endann á verð- lagsskránni, }>ar leikur dagsverkið á verðinu frá 2,10—2,66, enn sem fyrri langhæst í ísafjarðarsýslu. Já, komdu nú biessaður, þú sem skrifaðir í Norðanf. fyrir skömmu og varst að skíta út prest- ana fyrir það að þeir fölsuðu verðlagsskrárnar og settu þær ofhátt, af, því þeir á síðan ættu að taka laun sín eptir þeim; kondu nú og vinndu hjá mér í 10 vikur, já ekki einusinni það, heidur 10 sinn- um 10 sumarvikur, og skalt þú fá kaupið þitt eptir verðlagsskránni, en þá verður þú samt um leið að fæða þig sjálfur, því það áttu að vita, að í dagsverkinu á að teljast bæði kaup og fæði. Ivann- ske hreppstjóratötrin vildu koma líka, og taka kaup sitt eptir því sem þeir setja sjálfir; það mætti þó alténd hafa þá í Ijósinu eða til að bera ofanaf fyrir griðkur, þótt þeir kynnu að verða liðléttir til annara verka. þannig má margt fleira til telja í verðlagsskránum ef þurfa þykir. En liver búmaður, sem les þær, og ber saman við það sem almennt gjörist í kringum hann, mun sjá, að þar er ein- tóm endileysa; sumstaðar eru þær langt of lágar en þó sumstaðar of háar. Niðurstaðan verður þá sú: að verðlagsskrárnar eru rang- ar að því leyti, sem skakt er lagt í hundruð, og 2. að því leyti, sem þær eru vitanlega rangt seltar. Hið síðara kemur fyrst til lagfæringar þegar meðvitund þjóðarinnar um livað sé rangt og hvaft sé rétt verður skýrari. En hið fyrra, geta rnenn lagað það? Er- fitt mun það aðj vísu , en mikið má það batna ef skynsamir menn leggja viti nair í hundruð; en þá kemur til það sama sem við fasteignarhundruðin. En það er það , að menn vita eigi kostnaðinn við hverja á, kú eða sauð. Bændur ætlast vanalega til þess af handahófi. Menn þurfa að hafa búreikn- inga til að vita hvað hver skepnutegund gefur af sér um fleiri ára tíma. Og þá verður niðurstaðan sú, að ásauðarhundraðið verður þriðjungi betra í einni sveitinni en annari, já, svo hraparlega mis- jafnt á ýmsum bæjum í sömu sveit; en það er augsýnilegt að í hundruð á að leggja, einkum eptir arðinum sem menn hafa af búfénu eður eigninni. Og þá kemur það til, að einn fer svo vel með pening sinn, að hann hefir þriðjungi eða helmingi meiri arð af honum en annar, og jafngildir þá 1 hundrað hjá honum 2 hundr- uðum hjá hinum, sem minna gagn hefir af peningBiim, og það væri þó vissulega rangt, að láta annan gjalda helmingi meira, ein- mitt fyrir það að hann er vesœlli. (En vesælli tel eg hann, þar eð hann hefir meiri tilkostnað en ekki nema jafnmikinn arð). — þá er enn eitt eptir, en það er það, að þær vöru tegundir, sem nú eru í hæstu verði geta feikilega hækkað eða lækkað á nokkrum árum, já alveg horfið í viðskiptum manna á milli, eins og gamla verðlagsskráin sýnir, að nú vilja menn með réttu burtnema ýmsar vörutegundir úr verðlagsskránni, sem áður voru fnllgildar; eins geta menn hugsað sér, að aðrar nýjar nú óþektar vörutegundir verði algengar manna á millum, og þá væri það vissulega rangt, að telja þá vörutegundina í verðlagsskránni sem ekki er til, en sleppa annari alveg sem þó væri algeng. }>egar þessi er þá orðin niðurstaðan, nefnil. sú, að jarðamat- ið er og verður vitlaust og verðlagskráin engu belri, þá fmst mér það hljóta að vera ójöfnuður ekki einungis að leggja skattinq á jarðirnar eingöngu, heldur einnig að miða hann hið minsta við jarða-hundruð eður verðlagsskrá, því að leggja skatt á ranga undirstöðuhlýtur að vera rangt, hversu réttlátur góður eður handhægur sem skatturinn kann að vera að öðru leyti. Hvað það snertir, er menn telja jarðaskattinum það til gildis að hann styrki góða búmauninn og efli, er hann t. d. getur haft 40 hundr- uð lausafjár á 20 hdr. jörðu, þá er vandséð að svo verði tillengd- ar, því þegar menn fara að sjá það, að hann geldur svo lítið af jafnmikilli eign, nefnil. ekki meira en sá, sem býr áannari 20 hdr. jörðu, og tíundar ekki nema 8—10 hdr., þá geta menn verið viss- ir um að menn heimta nýtt jarðamat óðir og uppvægir, enda skerð- 18 Hl, 5.-6. Fiinmtiidag 19. júli.

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.