Norðlingur - 26.04.1878, Side 1

Norðlingur - 26.04.1878, Side 1
III, 51-52 Keniur út 2—3 á iiwimiði, 30 bliið als um árið. Fðslmlag 2G. April. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1878. Leiðrétting: Við prentunina á auglýsingu aðalfundar prent- smiðju Norður og Austuramtsins í siðasta bl. Norðl. 111, 49—50 hefir í ógáti fallið burt fundardagurinn, sem ákveðinn er 24. Jirní næstkomandi, í húsi gestgjafa L. Jensens á Akureyri. PRESTA- OG IÍIRKNA-MÁLIÐ á alþingi 1877. (Framh.). Annað frumvarpið um «umsjón og viðhald k i i' k n a» fiutti 1. þingmaður Árnesinga R. Sveinsson, og er það fyrst frábrugðið frumvarpi sera Isleifs Gíslasonar að því leyti, að það leggur eigi undir úrskurð biskups ef á greinir um kirkjúskuld til prests eða kirkjueiganda, og svo fellir það »tekjur kirkna þær er hingað til hafa verið» en setur «í staðinn fyrirþær nýtt kirkju- gjald er sð á ári hverju að upphæð J úr alin fyrir hvern mann» og skal viðhald og annar árlegur kostnaður lil kirkna borgast af því. «Stofna skal sameiginlegan kirkju- sjóð fyrir allar kirkjur landsins, skal í hann renna sá hluti af tekjum þeirra (kirkna), er ckki þarf til árlegra nauðsynja. líirkjusjóður skal standa undir umsjón biskups og tveggja annara manna, er alþingi kýs til þess á hvorju þingi, og kallast það kirkjuráð. Af sjóði þessum vcrða allar kirkjur endurbygðar». Og 8VO kemur nú loks á eptir allri þessari frumvarparollu ncfndarállt minni hlutans í þessu máli: eitthvert hið fegursta, þjóðlegasta og viturlegasta verk, cr vér höfum séð liggja eptir alþingismenn að þessu sinni, sverð og skjöldur alþýðu í þessu velferðarmáli hennar. NEFNDARÁLIT um aðra skipun prestakalla m. m. (Frá minna hlutanum). Minni hlutinn hefir eigi getað orðið mciri hluta nefndarinnar samdóma í máli þessu, og er ágreinlngurinn fólginn í því fyrst og fremst, að við erum sunnfærðir um, að það sé ótiltækilegt og ó- þarft, að bæta kjör prestanna með því að íþyngja alþýðu með stór- kostlegum álögum, því hún hefir fullþunga byrði að bera; en al- þýðu er íþyngt eigi síður fyrir það, þótt skolið sé til prestanna launaviðbót úr landssjóði, heldur en þótt tekjur þeirra væru aukn- ar með nýjum álögum beinlínis á sóknarbændur sjálfa, með því að skarð það, er höggvið er í landsjóðinn, verður eigi fylt nema með nýjum álögum á almenning. Við álítum og í annan slað, að séu brauðin bæði jöfnuð sín á milli og þeim hæfilega fækkað, þá rnundi fást nóg fö til að bæta þau hin lakari brauðin svo, að þau séu við- unanleg fyrir hvern þann prest, er svo er lyntur, að hann álítur það eigi aðaltilgang embættis síns, uð hirða rífar embættistekjur, heldur hitt að rækja embættisskyldur sínar svo vcl, sem hann hefir bezt vit á og föng lil. Við álílum, að hin lægstu brauð ættu reyndar að vera hér um bil 1000 kr., fiest brauðin millilOOOupp að 1500, og örfá þar fyrir ofan. En við þessar launatölur er þess að gæla, að mörg þau brauð, er metin eru enda lalsvert minna en 1000 kr., standa aldrei auð, heldur er sótt um þau óðara, er kemur til af því, að brauðið er annaðhvort hlynnindabrauð, eða bú- jörö fylgir góð, eða brauðið er hægt og vel í sveit komið. Við crum og vissir um, að brauðin hækka talsvert, er þau verða metin að nýju, og þó einkanlega öll hlynnindabrauð, því að þau eru'öll mik- ils til oflágt metin, og er það auðsætt af því, hve mjög brauðin hafa hækkað frá 1854 til 1868, og svo ef mat það, er nú fer fram, verður nokkurn veginn rétt yfir land alt. Nú. sem brauðin svo eru jöfnuð þannig, að þau hin erfiðari brauðiu og öll þau brauð er þykja annmarkabrauð á einhvern hátt, sé látin vera tekjumeiri, en hin liægu brauðin og þau kostabrauð önnur, er jafnan eru útgengileg, þótt tekjulág séu, þá geta öll brauðin orðið nokkurn veginn viðun- anleg. Við ætlum, að fiestum kunnugum mönnum komi saman um, að eigi muni auðið að telja og viiða alla hina margbreyttu kosti og ókosti brauðanna fyllilega til peningavcrðs, einkum þó bú- jarðirnar sjálfar, og þá eigi síður liitt, hvernig þær hafa verið setn- ar og hirtar í alla slaði; og í annan stað, hversu húsað eráprests- setrinu, hversu mörg jarðarhús fylgja og hvort nægilegt álag sé til á stað og kirkju. Við erum sannfærðir um, að mörg brauð yrðu vel útgengileg, er nú eru það eigi, væri ábúð preslssetranna betri en hún allviða er, og væri fé lánað prcsti þeim, er bætti heima- 201 jörðina með lalsverðnm jarðabólum, cða bygði vel og vandlega upp stað eða kirkju með hæfilegum tilkostnaði, staðinn eptir stærð og vænleik heimajarðarinnar, og kirkjuna eptir þörfum safnaðarins og tekjuhæð hennar, hvorttveggja gegn vöxtum og afborgun af brauðinu cða kirkjutekjunum. Við hljótum að vona, að annaðhvort verði slept vísitazíum prófasta, er of víða mnnu vera fremur að nafui en gagni, en eru þó allþung byrði á sjóðum fátækra kirkna, eða þá að þær verði miklu yfirgrips meiri og gagnlegri en þær nú eru. Sömu von hljótum við og að hafa til þess, að kirkjustjórn landsins lifni og batni með tímanum, og þá munu brauðin verða vel útgengileg. Rött jöfnun brauðanna er og eigi einungis réttlát og hentug í sjálfri sér, heldur er hún nauðsynleg til þess, að prest- ar seu eigi jafnan að stökkva af einu brauði á annað, sem bæði er harðla leiðinlegt og til hins mesta skaða fyrir stað og kirkju og optlega einnig fyrir söfnuðina. það er því í stuttu máli álit okkart, að umbætur á kjörum prcsta og kirkna skuli og eigi að koma frá betri og hirðusamari kirkjustjórn, en nú er, frá réttum jöfnuðl milli brauðanna og hóflegri fækkun kirkna og brauða eptir samkomuiagi við söfnuði og kirkjubændur, og loksins að öðru leyti frá prestunum sjálfum og prestaskólanum, það er, að sá andi vakni og riki meðal presta og preslinga, að tilgangur prestsembœttisins se að vinna söfnuðinum svo mikið gagn bæði í andiegum og lík- amlegum, í himneskum ogjarðneskum efnum, sem presturinn fram- ast má og megnar, og að þeir séu sannfæröir um, að séu prest- ar söfnuðinum til fyrirmyndar í öllu góðu, svo sem er skylda þeirra, þá hafi þeir sjáifir miklu meira gagn af því í öllum greinum, held- ur en af hinu, að hafa það fyrir mark og mið lífs síns , að kom- ast sem fyrst fyrir hvern mun og með hverju helzt móti í tölu hinna hálaunuðu embættismanna, Fyrir því álítum við brauða- fækkun meiri hlutans sem sýnishorn þess, hversu fækkun brauða mætti mest verða, að minsta kosti víðast hvar, Við getum engan veginn verið meiri hlutanum samdóma í því, að umtalsmál geti verið um, að veita prestsekkjum og uppgjafaprestum eptirlaun úr landsjóði, því þar með yrði þeirri byrði velt yfir á bak landsmanna, er þeir gætu eigi undir risið, og hlyti því að fara þess á mis, að alveg uauðsynleg fyrirtæki komist á fót, svo sem er barnaskól- ar, kvennaskólar, búnaðarskólar, og æðri skólar alþýðu til mentun- ar í verklegum og andlegum efnum. þar sem meiri hlutinn fer því fram, að söfnuðunum séu af- hcnlar kirkjurnar til umsjónar, þá erum við því alveg samdóma, að svo eigi að verða, en þó því að eins, að svo mikið kirkjulíf sé vakn- að í söfnuðiuum, að á þann hátt vorði belur séð fyrir kirkjunni eplir en áður, og breyting þessi fari frain með fullu samþykki inilli safnaðanna á eina hönd og kirkjubænda og presta á hina. Kunn- ugt er, að eigendur kirkna og uinráðamenn staðakirkna hafa nú alment þann rétt, að nota fé kirkjusjóðsins leigulaust, meðan kirkj- ur þurfa eigi á því sjálfar að haida. Hins vegar eru allrnargar staðakirkjur svo illa bygðar, en þó svo fátækar að sjóði og tekjum, að söfnuðurinn getur eigi tekið þær að sér nema með miklu ofan- álagi, sem þá presturinn verður að greiða úr sínum eigin vasa; cn sé vasinn tómur eða snauður, þá lendir allur hallinn á söfnuðin- um. Fyrir þessar sakir og fieiri ótaldar, virðist okkur ólillækilegt að gjöra, nú sem stendur, umsjón salnaðanna yfir kirkjunum að beinni lagaskyldu. En hitt finst okkur rétt, að söfnuðirnir fái heim- ild lil að kjósa 2 menn úr sínum flokki, prestinum og kirkjubónd- anura lil samráðaneytis og aðstoðar, og greini þessa menn á við prest eður kirkjubónda, þá sé þeim rétt að skjóta ágreiningsefninu undir úrskurð prófasts. þetta úrræði álítum við betra en ekki og einungis sem stundarskipun, þar til sá tími kemur, er vér óskum að komið gæti sem fyrst, að kosniug sóknarpresta og umsjón sókn- arkirkna kornist í hcndur siálfra 6afnaðanna, og þá með það sama undan yfirráðum og umsjón kirkjustjórnarinnar. það ræður að iíkinduin, að minni hlutinn getur engan veginn fallizt á stofnun sameiginlegs kirkjusjóðs, svo sem farið er fram á í 7. grein í frumvarpi því til laga, «um umsjón og viðhald kirkua», er nefndinni hefir verið fengið til álila. Slík tilhögun hlýtur að hafa hér á landi aliar hinar sömu skaðlagu afieiðingar, sem ráð- , stafanir þær og framkvæmdir haft hafa jafnan í öðrum löndum, er Í02

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.