Norðlingur - 29.04.1879, Blaðsíða 2

Norðlingur - 29.04.1879, Blaðsíða 2
1S1 132 jþetta má nú engin skilja svo sem þetta afskiftaleysi landsvalds- ins af trú manna sé sprottið af vanrækt þess á skyldu sinni, því síðr af virðíngarleysi fyrir trúnni eðr hirðuleysi um hana. Nei, það er eingöngu sprottið af skýrri meðvitund pm mannréttinn, af viðrkendri þekking og vísindalegri skoðun á rðttum landamerkjum milli réttarsvæðis þjóðfélagsins og mannréttarins. Sérhver geðs- hræríng þín, tilfinníng og hugsun, sérhver tilhneigíng, ósk þín óg trú, sérhver hreifíng, sérhver sannfæríng huga þíns og hjarta er þin eigin eign en eigi þjóðfelagsins; þú átt þína eigna sál með öllum hugsunum hennar, með áformum viljans, með hrygð og gleði samvirkunnar; en þjóðfélagið hefir engan rétt til að skifta sér af nokkru þessu án vilja þíns og leyfis. J>ú hefir og rétt til að láta alt það í Ijós koma er býr þér innan brjósts, bæði í brði og verki, þó með því sjálísagða skilyrði að þú meiðir eigi þenna hinn sama mannrétt nokkurs félagsbræðra þinna, né brjótir alveg bág við þjóð- arsamviakunni um hið fagra, hið siðsama, hið góða, hið sanna og rétta, því síðr brjótir gegn alsherjarsetníngum landslaganna. Fyrir því er trúurfrelsið dýr og sannhelgr mannréttr; eðrhvískyldi eigi trú þín á Guð, samlíf þitt og samfélag þitt við hann, vera þín eigin eign og þinn eiginn réttr? Með sannindum sagt, enginn maðr getr í þinn stað fundið til þarfar eðr fullnægju trúar þinnar, fremr en hann getr í þinn stað verið svangr eðr saddr. Eg hefi hvorki tækifæri til á þessum stað né finn þörf á að draga margar ályktanir af því er nú var sagt. Læt eg mér þvi nægja að taka það eitt fram sem sjálfsagðan ávöxt af þjóðfrelsi og mannfrelsi því er oss er veitt í stjórnarskrá vorri, að vér hljótum og erum skyldir til að gefa söfnuðunum svo mikinn þátt í kristniskipun vorri, sem þeir eru færir um að njóta. Nú verðr því eiginlega eigi framvegis svo um það að gjöra hver laun prestar vilja sjálfir fá, eðr réttara sagt stiftsyfirvöldin heimta handa þeim, sem um hitt, hver laun söfnuðirnir vili veita. því siðr getur verið spurníng um hveru- ig úrelt kirkjustjórn vill hafa brauða- og kirknaskipunina í landinu. J»að er auðsætt að kirkjustjórnin á enga kirkju, heldr erhverkirkja sjálfstæð stofnun, gjör að mestu leyti og henni tialdið uppi að öllu leyti af fé safnaðarins handa söfnpðinum, til að fiytja í henni tíðir og aðra guðsþjónustu. Menn kunna að segja: Kirkjustjórnin ú að sjá um, að prestar og kirkjur séu nægilega margar handa þörfum safnaðanna. Nei, segi eg: söfnuðirnir eiga beit að finna þörf sína sjálfir og segja til hennar á frjálsum fundum. Söfnuðirnir einir geta sagt, en stjórnin eigi, hvort hentara sé að hafa barnaskólanum fieira og prestinum færra; þeir geta sagt hvort þeir heldr vili hafa hatið- legt musteri með hljóðfæraslætti og fögrum söng, eðr fleiri kirkjur í lakara lagi o. s. frv. Með því nú kirkjurnar eru stofnaðar að mestu og þeim að öllu leyti viðhaldið á kostnað safnaðanna og í þeirra þarfir, þá leiðir það af sjálfu sér að söfnuðirnir sé hinir réttu umboðsmenn og stjórnendr kirknanna og kirkjufjánna, svo sem sveitanefndir eru stjórnendr og fjárhaldsmenn þínghúmnna. Eftir eðli málsins sjálfs og samkvæmt trúarfrelsinu og þjóðlegri kristniskipun heyrir þá söfnuðunum að ákveða stærð ogtölubrauð- anna, fjölda presta og tekjur þeirra, svo og tölu kirkna, meðferð á kirkjujörðum og öðru kirkjufé. En nú er ennþá sem mönnum er kunnugt, alt í fjötrum hinn- ar örendu ríkiskirkju, það er snertir kristniskipunina. Brauðin eru eigi aðeins veitt af konúngi eðr að konúngsboði, heldr hafa prestar staði alla og kirkjujarðir að léni afgjaldslaust uppí tekjur sínar. Er því orðið þjóðkirkja enn sem dauðr bókstafr í stjórnarskrá vorri. En landsmönnum er innan handar að vekja hann til lifanda lífs, og þá verðr landsvaldinu skylt að skila af höndum sér fjötrastúf- um ríkiskirkjunnar, en sýngja hana sjálfa lil grafar. Andi eðr trú- arlíf ríkiskirkjunnar er dauft og dauðvona, svo hún getr eigi lang- líf orðið hvort heldr er. Frelsið, eigi aðeins trúarfrelsi hvers ein- staks manns, heldr öllu fremr frelsi safnaðalífsins er eitt megnugt um að vekja trúna aftr til lífs, efla siðsemina, laga kennínguna, leiðrétta trúarlærdómana, svo þeir standi eigi höllum fæti við öllum fræðum og vísindum þessa tíma, heldr geti samlagast hug og hjarta, samviaku og vilja allra góðra manna. En alt þetta er oflangt blaða- mál. Eg skal því einúngis drepa á brauðaskipunina og fjárhald kirkna. Mér finst nú auðsætt, að alþíngi sé hvorki í sjálfu sér til þess kjörið, og sé heldr eigi fært um, svo í góðu lagi sé, að sam- þykkja brauðaskrá og kirknaskrá, svo sem þó nú virðist tilætlað. En aftr finst mér tiltækilegast, að alþíngi seml lög um stofnun nefnda í hverju prófastsdæmi. 1 þessum nefndum, er eg vil kalla héraðsnefndir, skulu allir prestar með prófasti sínum eiga sæti, og einn maðr kosinn úr sókn hverri, þó svo að tala leikmanna skal jafnan tvöföld við prestana, og hvorki meiri né minni. Skulu sýslu- nefndir til taka hversu marga kjósa skuli úr brauði hverju, svo tal- an standi heima. Kosningarrétt skulu allir hafa þeir er gjalda til prests eðr kirkju, svo konur sem karlar, svo búlausir sem búendr. Prestar skulu semja kjörskrá og fá í hendr sveitanefndunum, er athuga þær, kveðja til kjöríunda og stýra þeim. Kjörgengr er hverr maðr fulltíða (25 ára), enda sé hann sjálfum sér ráðandi. Kosníng til héraðsnefnda skal jafn lengi standa sem kosníng til sýslunefnda. Hóraðsfundir skulu hafa vald á að skipa fyrir um tölu, stærð og tekjuhæð brauða í því héraði, svo og um tölu kirkna og hvar kirkjur standa skuli og hverir Dæir vera skuli í sókn hverri. Ef bændakirkju skal færa eðr niðr leggja, svo og ef kirkja er ger á bæ bónda eðr í landi hans, þá skal héraðsfundr semja um þessi mál við eigendr og umráðamenn, og gera þar um máldaga. Hér- aðsfundir skulu og kveða á hverjar eignir skuli kirkju fylgjaílönd- um og lausum eyri, og hverjar presti til framfærslu. Ef héraðs- fundum þykir ráðlegt að leggja brauð saman, eðr hluta brauðs við annað brauð þau er liggja sitt í hvorju heraði (prófastsdæmi), þá er þeim það rétt, ef þeir verða svo ásáttir; en lýsa skal þá, f hverju héraði brauðið síðan telja skuli. Ef fé verðr afgangs af tekjum brauða og kirkna í einu héraði, þá skal það lagt í barna- skólasjóð handa héraðsmönnum; stendr sjóðrinn undir stjórn héraðs- nefndanna, og skal henni síðar fengin í hendr yfirumsjón með barna- skólum eða sóknaskólum héraðsmanna. Allar samþyktir sínar um brauðaskipun og kirkna sendir fundrinn með fylgiskjölum lands- höfðíngja til staðfestíngar. Héraðsnefndarmenn skulu hafa sömu þóknun sem sýslunefndar menn, er greiðist úr sýslusjóði. þetta er nú stefna sú er eg vil að kristnimál vor skuli taka, og fyrir því hefi eg til nefnt hinar helztu greinar af valdi því, er héraðsfundirnir hafa verða, ef kristni vor á að verða þjóðkristni meir en á tómum pappírnum. Sóknanefndir þær, er minni hluti nefndarinnar hefir gjört tillögur um, geta þegar komizt á, einúngis geta þær tekið að sér fjárhald kirkna smátt og smátt, og finst mér því nauðsynlegt að héraðsfundirnir sé látnir hafa það eftirlit og yfirumsjón, er kirkjustjórnin hefir hingaðtil haft með fjárhag kirkna og byggíog þeirra. Geta héraðsfundirnir sjálfir yfirfarið reiknínga presta, kirkjubænda og sóknanefnda, en kosið menn úr sínum flokki til að yfirlíta kirkjur og kirkjusmíði, ef þurfa þykir. Eg tel því rétt að sóknanefndirnar sé stofnaðar jafnskjólt sem héraðsnefndirnar, og sö þeirn falin á hendr ásamt presturo siðgæzla og fræðslumál í sóknunum, svo og önour safnaðamál utan sjálfa guðsþjónustuna og prestsverkin. þá er sóknanefndirnar hafa tekið að sér fjárhag kirkna, eiga þær og að fá sömu «þóknun», sem prestar og kirkju- bændr nú hafa «fyrir verzlun kirkjugjalda» eftir reglum biskups, þó hvergi meira en 6 af 100. Minni hlutinn finst mér raunar hafa ratað réttan veg til þess að sóknanefndirnar taki með fullu frjáls- ræöi og með samkomulagi aD sér fjárhald klrkuanna; en þó er þess að gæta, að nokkrar kirkjur munu vera svo fátækar, að það er engin vou til að hyggin og framsýn sóknanefnd taki að sér fjárhaldið, nema meira eðr minna af kirkjufénu, af jörðum hennar og kúgildum fylgi með henni. Alt þetta verða sóknanefndirnar og héraðsnefndirnar vandlega að athuga. Minni hlutinn leggr það til að sóknaruefndin hafi á hendi heimt á tekjum prestsins. Ef svo á að vera, þá ætti nefndin að hafa fyrir þann starfa sinn að minsta kosti 6 af 100 í heimtíngarkaup. Annars finst mér réttara að prestr megi vera sjálfráðr, hvort hann vill heimta sóknartekjur sínar sjálfr, eðr hann vill fela heimtínguna sóknarnefndinni, er þá sé skyld að taka heimlínguna að sér gegn 6 af 100. Mörg fleiri atriði væri þörf á að minnast, þótt eg verði að sleppa því að þessu sinni. Eg geng alveg fram hjá frumvörpum meiri hlutans sem óhæfilegum grundvelli til löggjafar. En eg skal aðeins bæta þvi við álit mitt um frumvörp minua hlutans, að eg vona hann verði mér samdóma um að réttara muni að setja liéraðsnefnd- ir í stað «stiftsyfirvalda» (sbr. 4. gr. í sóknargjaldsfrv. og 1. 2. og 5. gr. í fjárhaldsfrv.), er bæði eru ókunnugri öllum sérstökum at- vikum, lengra frá og hljóta að vera áhugaminni en þeir sem nær standa málunum. Svo er það og ósamkvæmt allri frjálsri og þjóð- legri héraðsljórn, og enda allri réttri stjórnarreglu, að hið æðsta vaid skuli nokkru sinni vera látið grípa inní málin á neðsta stigi þeirra, eðr í einu orði sagt, neðar en skör lægra en sjálft það sitr. þótt nú kristui vorri yrði skipað á þann hátt er nú var til vísað, þá er auðsætt að slíkt er eigi nema byrjun til þjóðkristni- skipunar; en þó svo mikil byrjun að eg hygg hún geti orðið eðli- legr vegr til frjálslegrar og þjóðlegrar kristniskipunar eftir því er stundir líða fram. Eitt af hinum eðlilegustu frelsismálum þjóð- kirkjunnar eru prestakosningar, og má um það efni lesa allgóða grein í Ný Fél. 28. 128—147. bls. þessu máli sleppi eg því hér, en vil heldr minnast á uppfræðíng barna með nokkrum orðum. (Framhald). B R É F frá Eiríki Magnússyni, M. A. til frú K. K. Kjerúlf að Ormarstöðum í Fellum. VIII. Frá Lundi lögðum við urn miðmundabil þann 3. júlí á leið til

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.