Norðlingur - 06.04.1880, Blaðsíða 2

Norðlingur - 06.04.1880, Blaðsíða 2
2G skríll einkanlega teraur sðr, heldur er hann nú orðinn á- kaflega fýkinn í, að srníða ný mannanöín, og tekst það jaínaðarlega hraparlega illa, enda getur aldrei farið vel á því, að slengja útlendum og íslenzkura orðstofnuin sainan. Dæini: Feldís, Nikhildur, Guðbrandína, Eyjólfína o. s. frv ). J?annig hafa mörg skrípaheiti komið upp á þessum „síðustu og verstu® tímum, og ekki er svo vel, að þau hverfi skjótt aptur, því bæði verður hvcr og einn að bera sitt heiti æfilangt, hversu aulalegt sein það er, og svo heimtar landsvenjan, að börn hans láti heita eptir honum, og geta nafnaskrípin þannig margfaldast og útbreiðst í allar áttir. En því nefna prestar börnin þessum ónöfnum í skírninni? Sumir þeirra eru víst litlu vitrari eða þjóðlegri en sjálfur skríllinn, og mega enda maklega til hans teljast, en margir eða flestir álíta það líklega sðr og embætti sínu óviðkomandi, hvað börn eru látin heita, og skipta sér því als eigi af því. í Danmörku gildir þó sú regla, að prestar eiga að sjá um, að börnum sðu engin ótilhlýðilcg nöfn gefin í skírninni, en þetta er víst öðravísi hðr á landi, fyrst biskup vor gaf engan gaum að tillögu síra Magnúsar sál. Hákonarsonar, er fór í þá átt, að sporna við frekari út- breiðslu þeirra skrípanafna, er víða tíðkast á Vestfjörðum. Er þá ekki annað til ráða, hafi maður hlotið eitthvert ó- nafn í skírninni, en að breyta sjálfur nafni sínu, einsog hver fulltíða maður hlýtur að eiga rett á, en slíkt er samt bundið talsverðuin vandkvæðum, því að örðugt mun að fá alþýðu manna til að aðhyllast breytinguna, einkum þar sem það virðist vera álit sumra, að nafngjöfin sð hið helzta at.riði skírnarinnar (?) og skírnarnafnið sð því hei- lagt, enda þótt þess sb hvergi getið í bariialærdómi þeirra, og skírnin sð vitanlega skipuð í alt öðrum og háleítari tilgangi, heldur en þeim að gefa naín Mörgum þykir jafnvel ótækt að gjöra litla breytingu á skírnarnafni, til að íæra málleysu til rðtts máls. einsog t. d. að breyta „Jónfríður“ í Jófríður, “Runveldur" í Rúnhildur o. s. frv. En að einstöku alþýðumenn sðu þó hafnir upp yfir þessa hleypidóina, sýnir auglýsingin í „Þjóðólfi“, nr. 17 þ. á, þar sem maður nokkur audur í Skaptafellssýslu kunn- gjörir, að hann ætti að kalla sig eptirleiðis Eymund fyrir Meyvant, sem mun hafa verið skírnarnafn hans. Reynd- ar er þetta lítið annað en stafaskipti (Meyvant = Ey- muant — Eymundur), til að snúa málleysu í rðtt mál, en samt tel eg sjálfsagt, að hölundur auglýsingar þessarar verði fyrir álasi og háði margra. sein annaðhvort erusvo heimskir, að halda að þetta sb ódæði, eða þá leggja það í vana sinn, að gjöra gis að öllu, sem þjóðlegt er. ]ín til að sýna, að allir seu ekki þannig skapi farnir, læt eg hðr fvlgja vísur þessar, sem ortar voru, þegar framan- greind auglýsing birti.it. 1. Ó! þú fornöld íslands megin-fríða, yndi’ er mer að snúa hug til þín; þar sem gullvægt lifir frelsi lýða Ijósið inenta fagurlega skín; hreinn og sterkur, himinborinn andi hreysti vekur, einurð, táp og fjör; þjóðin, hafin þrældóms- uppúr bundi þrifum nær við farsæl kjör. 2. Opt eg minnist aldar Snorra goða,# íslands hagur þá í blóma var, þá var fólkið laust við drómann doða, dáð og trygð og kjarkur ríktu þar. Alþing stóð hjá sterkum hamragarði, studdust feður vorir þar við spjót Þveræingur** þegar frelsið varði þengli digru'in Noregs mót. 3. Fiigur ertu. íorfeðranna tunga, fræði þína lofar heimurinn ; hörmung er það, hvernig öldin unga *) Snorri goði (fyrst nefndur þorgrímur, eptir föður sínum þorgrími Freysgoða) var einn al helztu höfðingjmn Islands á Irelsisöldinni (-j- 1031). **) Einar Eyjóll'sson frá þverá í Eyjafirði, bróðir Giiðmundar liins ríka á Möðruvöllum, talaði skörulegast máli frelsisins, þegar Ólafur konungur fiaraldsson vihii ná yfirráðum yfir ís- landi, og varaði landa sfna við, að gefa sig á vald konungs. eyðileggur þennan dýrgrip sinn. Sagnamálið Sæmundar og Ara saurgast nú af mörgum Urguþrjót* en að sjá það svo í hunda fara særir mig í hjartans rót. 4. Eygló frelsis er til viðar runnin, útlend kúgun spillir vorri þjóð, ómenskan, af illum toga spunnin, eitrað hefir göfugt kappa-blóð; fornar dygðir flúnar eru’ úr landi, fósturjarðar-ástin kólnuð mjög; smjaðurs, háðs og eigingirnis-andi eigrar vítt um fold og lög. 5. Yinsir segjast unna fósturlandi, elska þó ei feðra sinna mál, fordildar þeir flæktir eru’ í bandi fast þeir halda sðr við tímans prjái. Þannig hygg eg þorri manna breyti þjóðerninu stríði beint á mót, velji sðr og sínum útlend heiti, suinum skrfpanöfnin ijót. 6. A vort þjóðlíf útaf svo að deyja? á vor tuuga’ að spillast meir og meir ? eigum vðr af gelti dára-greyja geig að fá. sem herrar væru þeir? Teiknin virðast betri tíina boða, brjótuin hiekki vanans sundur því, frelsis-sólar sjáum morgunroða, saintök byrja skulum ný. 7. Eymundur! þú aklrei þarft. að kvíða uppátæki þitt að verði lýf.t af þeini, sein elska feðramálið fríða, falla mun þeim befur heitið nýtt. Hættu ekki’ að sýna þjóðlund sanna, sómir bezt að tafa inálið hreint, skeyttu lítt urn háðið heimskra inanna, hallu stefuu þinni beint. Ritað á (5lafsmessu hina síðari 1879. Búi Vestfirðingur. (Jpgi^ötvunir (Úr brðfi frá próíessor Willard Fiske). „Landsmaður minn, E d i s o n, hefir fundið r a f u r- magnsljósið, og er það einhver hin aðdáanlegasta uppgötvun þessa tíma. Hingaðtil hafa vandkvæðin rneð rafurmagnsljósið verið fóigin í því, að finna ódýran, en þó endingargóðan ljósvaka (vðr kunnuni betur við orðið ljós- vaki en ljósbrennari, þó það sð liaft í annari merkingu, og prólessorinn Iiafi orðið „burner“, því þetta ljós kveik- ir ekki einusinni í eða brennir rnjög svo eldfirna hluti, þó þeim sð haldið f því). Edison hefir nú fundið hann á þann hátt, að hann hefir tekið húðþykkan pappír og kolbrent, látið hanu síðan í loptiausaii glerhnött og geng- ur eirþráðurinn úr iionuin í rafurinagnsvðlina. Rafur- maj:nsljósið ei bjartara en gasljósið og kostar tniklu ininna. Má stjórna rafurmagnsljósinu og stiila það sern gasljós. Enginn efi er á því, að rafurmagnsljósið keinur í staðinn fyrir gasljósið. Eg vona að uppgötvan þessi komi líka íslendinguin að góðu gagni. Ef lítii rafurinagnsvðl væri liiifð við fossinn í Glerá hjá Akureyri, þá rnætti lýsa hvert hús og allan bæinn með minna tilkostnaði að lík- induin en nú, en ljósið yrði bjartara“. Vðr skuluin bæta hðr við nokkrum frekari upplýs- ingurn eptir alheimsblaðinu „Times“. „Rafuimdgnsljósið ber fulí eins mikla birtu og gasljós, en spillir eigi lopti og brennir eigi eða kveikir í jafnvel eldfiinum efnum, og það er hægt að stýra rafurmagns- straumunum eptir vild; eitt ljós getur borið birtu á við 4 00 vaxljós. í tíu daga hefir lifað á sama lainpan- um án þess að skemst hafi hinn brendi pappír í gler- *) Urguþrjótur var danskur jarl, sjá Heimskringlu Snorra Sturlusonar.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.