Norðlingur - 15.02.1882, Blaðsíða 3

Norðlingur - 15.02.1882, Blaðsíða 3
83 dálítinn ræðustúf við afhjúpanina', hún haffci skygnst um og leitað fyrir sér í öilum meiri og merkari húsum borgarinnar og engan færan fundið. Loks rak hún augun i lítið hús og úásjálegt í norðarátt frá fjósi Haldórs K., gekk hún þar inn og fann þar það, sem hún var aí> leita að.— Um hádegis- skeið flyktist múgur og manngrúi suður í kirkjugarðinn. |>angað gengu skólapiltar, stúdentar, handiðnamenn, verzl- unarmenn o. s. fr. í prósessíu og létu vé vaða. |>ar stóð minnisvarðinn i stálgrímuserk og dregið í snæri; umhverfis voru grasivaxnar járngrindur að sjá. þar stóð hjá pailur og þar á nefndarmenn og ættingjar. J>ar var býtt út kvæðunum eptir skáldin Bened. Gröndal og Steingrím Thorst. þá varð þögn, þá gali við lúðraþytur bakvið mannþyrpinguna. |>á varð aptur hljóð, þá var sungið kvæði eptir Stgr. Thorst. Að því búnu lór Halldór K. Friðriksson (hinn útvaldi) úr kápu sinni, tók ofan skínandi pípuhattinn, fór ofan í vasa sinn og dró upp blöð og hóf ræðu þá, er hann hafði soðið saman og sem lengi mun að minnum höfð. þegar komið var fram í miðja raeðuna benti ræðumaður Lúders steinsmið, að færa varðann úr serknum, en serkurinn var ekki svo laus sem lafði, og sat fastur á steininum eins og orðin I hálsi ræðumannsins, sem hætti í miðri málsgrein og var að hugsa sig um eptirsetninguna. Loksins rifnaði serkurinn, því að Löders tók stint I; hann er hnelliun kallinn. þó sat nokkuð eptir á öxl varðans, og seildist Luders I það seinna. Nú tók ræðumaðurinn aptur til máls. Að loknu máli lét hann upp hattinn og stakk blaðagörmunum I vasa sinn og fór i kápuna. þá var sungið kvæði eptir Bened. Gróndal, og þvínæst gullu lúðrar. þá sneru menn heim. þá gengu bókmenntaíélagsmenn á fund I þinghöll Islendinga, og hélt dr. Jón þorkelsson þar fyrirlestur um starfsemi Jóns Sigurðs- sonar sem vísindamanns og forseta bókmentafélagsins. — Ræðan í kírkjugarðinum var haldin á dórísku og sögðu sumir að hún væri staglsöm, aðrir sögðu hún hefði verið eintómt stagl, og flestir eru einugir um það, að hún hafi hyrjað á »K;egg«; kom það og optar fyrir í henni, eu eigi munum vér hvert hún hafi endað á þessu orði, því að meira bjó í manninum, þegar hann hætti. þótt nefndin hafi nú valið eptir sinni samvizku og sinum smekk, valdi hún ekki eptir annara smekk, þvi að Ilestum kemur saman um að ekki hafi verið betur farið en heíma setið, þólt veðrið væri gott, því að mönnum þótti Halldór hafa verið búinn að gera sína vísu við gröf Jóns ( fyrra vor, og bezt að hún vær ekki sungin aptur með sama nefi. Hvað ræðustúf Haldórs í «Fróða» viðvlkur þá eru sum- ir svo ósvífnir, að geta þess til, að hann hafi aldrei verið haldinn líkur því, en kippi í kyn tll eigi allfárra þingræða. sem batni slórum í meðferðinni, eða jafnvel fæðist eptirá meira eða minna skilgetnar. — Að öðiu leyti en ræöu Hal- dórs, fór hátíðahaldið vel fram. Minnisvarðinn er 14 fct á hæð úr *granit« og er and- lit8mynd Jóns Sigurðssonar grcypt inní — að sögn vellík, og undir henni stendur með gyltu letri: Jóu §ig;iirdssou. Stein þenna reistu honurn landar hans 1881. Á leiði þeirra hjóna liggur marmarahella með nöfnum þeirra og fæðingar- og dauðaárum. Umhverfis leiðið eru sterkar járngrindur. Ritst. EMBÆTTAVEITING. Hofsprestakall i Suðurmúlaprófastsdæmi veitt séra Brynj- ólfi Jónssyni, presti í B-eynisþingum. Mjóafjarðarprestakall í satna prófastsdæml veitt kandidat þorsteini Iialdórssyni. Stöðvarprestakall íjsama prófastsdæmi er veitt séra Jóni Austmann, presti i Saurbæ i Eyjaflrði. — Eg skal leyfa mér að fara fáum orðum um burtför séra Jóns Austmanns frá Saurbæ. þessi flutningur séra Jóns héðan úr héraðinu austur mun hafa komið flestum hér á óvart þó að hann sé að austan upprunninn. Hann hefir verið hér i Norðurlaudi, í Bárðardal og Eyjafirði svo lengi, að hann má nú miklu fremur heita Norðlendingur en Aust- firðingur; — og alstaðar þar sem séra Jón hefir verið, við hvern sem hann hefir kynst hér nyrðra i yfir 30 ár, háan sem lágan, ríkan sem fátækan, þá hefir hann víðsvegar verið virt- ur og elskaður. eigi einungis sem góður prestur og ágætur læknir, heldur og sem hið einstakasta lipurmenni og ljúf- menni og sem hinn hjálpsamasti við bágstadda og dreng- lyndasti vinur. Barðdælingar, þar sem séra Jón var lengst, sakna haas enn sem klerks, sem læknis og sem manns, og munu gjöra það svo lengi sem nokkurt lifir þar eptir afþá- verandi sóknarbörnum hans, og hið sama mun verða ofaná með sóknarmenn í Saurbæjarprestakalli; að minsta kosti hafa margir þeirra látið við mig í Ijósi hryggð sína yfir brott- förséra Jóns Austmanns. — En því leggja þeir þá ekki sem allra fyrst að honum um að setjast aptur, og leggjast á eitt ineðoss öðrum viuurn hans og biðja hann um, að fara nú eigi Irá þeim og oss, en vera hér eptirleiðis sem fyrri, — til yndis og eptirlætis vinum sínum, til uppbyggingar sölnuðinum, til hjálpar sjúkum, til aðstoðar fátækum og styrktar og framfara sveitarfélaginu. Skapti Jósepsson. — Tíðarið o. fl. Allan seinni blnta f. m, og alt til þess 11. s. m. hafa mátt heita hér einlægar þýður, en óstill- ing töluverð á veðri og opt fjarskaleg ofviðri með miklum rigningum; mátti víðast heita öríst hér um sveitir, en yíða hafa skemst hey, hús og bátar. Líka tíb er að frétta að vestan og austan. Fiskiafli er góður hér inneptir öllum firði, en gæftir illar. — þann 11. þ. m. hljóp hann í norðr- ið með nokkurri fannkomu og miklu frosti, alt að 17fl R., nú er heiðskýrt veður en frostið helzt við. Á Seyðisfirði varð að kvöldi þess 13. f. m. mikið tjón af snjó- og vatnsflóði, er kom úr hinu snarbratta fjalli bak- við kaupstaðinn. Kom flóðið fyrst á stórhýsi nokkurt, er herra J. Ghr. Thostrup á, flutti það 3 álnir úr stað og lam- aði alt og skekti, þó fórst þar enginn maður, því að bakar- anum, sem þar er, og sem var niburí kjallara, varð loksins bjargað eptir að búið var að brjóta gólfið, en maðurinn var þjakaður mjög, því ískalt vatnið náði honum í háls þar niðri. — Annað ílóðið kom á hús verzlunarmanns Jónasar Steph- ensens, og sópaði á augabragði öllu miðbiki hússins niðri, á milli gafla, með 2 konum og 2 börnum útá sjó; konunum varð bjargað, en börnin fórust. Á Seyðisfirði hafa orðið enn fleiri skaðar á húsum, hjöllum og bátum. Á Eskifirðí hefir eitt hús Norðmanna fokið. Hjá undirskrifuðum getur unglingsmaður, sem kann einfaldan reikning, getur talað dálitið dönsku og helzt líka bjargað sér í ensku — fengið atvinnu alt sumarið, frá 1. maí til 1. október, eða alt árið. ef svo um semur. J>eir sem vilja sæta þessu framboði gjöri svo vel og snúi sér sem fyrst, helzt munnlega, til undirskrifaðs. Akureyri 11. febrúar 1882. L. Jensen,

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.