Útsynningur - 01.12.1876, Blaðsíða 4

Útsynningur - 01.12.1876, Blaðsíða 4
—ÚTSYNNINGUE.— beztu og veglegustu gjof. Vinnuhjúin missa skyldurækt sína við húshændurna, heimta sitt fæði, uppeldi og kaup, en gleyma að sýna tilhlýðilega hlýðni og árvekni í sínu kalli — börnin alast upp í því sama, og verða ónytjungar, embættismennirnir verða eigingjarnir, og missa sjónar á skyldum sínum við þjóð- ina, og þannig kemst nokkurs konar ólvfjan inn í allan þjóð- líkamann í heild sinni. Vér verðum að gjörá oss það ljóst, að vér höfum ekki einungis skyldur við sjálfa oss, heldur líka við aðra. Vér verðum að muna eptir því, að þegar vér vinnum sjálfum oss gagn og öflum oss menntunar, gjörum vér allri þjóðinni gagn, og aptur á hinn bóginn, þegar vér gjörum sjálfum oss skaða með iðjuleysi og áhugaleysi, þá gjörum vér þjóðinni skaða í heild sinni. J>að er aflt of ríkur vani og iflur liugs- unarháttur, sem á sér víða stað, að vilja heldur liggja upp á örlæti og góðsemi annara heldur en að vinna og bjarga sjálf- um sér. Ef illa fer, hugsa margir slæpingar, fæ eg ætíð hjálp hjá þeirn sem geta, og margir þeir sem af misskildri mannúð og örlæti hjálpa slíkum piltum, gjöra eigi annað en ala upp í þeim þennan óþokka. Vér meinum ekki, að vér ekki eigum tilbærilega að hjálpa þeim, sem, þrátt fyrir starfsemi sína og iðjusemi, ekki getur aðstaðið — nei, engan veginn — því þeir ern sannir þurfamenn. Nei — vér meinum þá, sem af dáðleysi og leti ekki nenna að vinna fyrir sér sjálfir, og þykir engin skömm að vera öðrum til byrði; margir berja því við, að þeir opt og einatt hafi ekkert til að vinna, og geti því ekki unnið. J>etta er vanalega afsökun letingjanna, því hinir starfsömu og atorkusömu finna optast eitthvað til þess að hafa fyrir stafni. J>að er sannarlega hræðilegt að sjá iðjuleysið t. d. stundum hér í sjálfum höfuð- staðnum, þá dagana, sem ekki er róið, og eru þeir stundum býsna margir; má sjá opt húðirnar hálf-fullar af ungum og fullfrískum mönnum, sem standa þar heilum og hálfum dög- um saman með höndurnar í vösunum og gjöra ekkert nema glápa hver á annan, þegar búðunum er lokað eru þeir þó um síðir reknir út eins og fénaður út úr kvíum. Stundum má sjá að iðjuleysið er farið að hafa svo slæmar verkanir, að þess- ir hinir sömu verða um leið og þeir híma þetta heilum tímum saman að liggja annaðhvort fram á búðarborðið eða hafla sér upp að veggjunum. Ofan á allt þetta þykir rnörgmn eng- in minnkunn að því að sníkja sér út snapsa gefins, og er það sannarlega neyðarleg sjón, að sjá menn niðurlægja sig þannig. Vér vonum að menn misskilji ekki svo orð vor, að vér nefn- um þetta af nokkurskonar iilgirni, það er enganveginn svo, en vér vildum benda á þetta mönnum til aðvörunar og í bróð- erni, og biðja menn sjálfra sín vegua, og þjóðarinnar vegna, að láta ekki slíka forsmán sjást. í öðrum löndum kemur eng- inn inn í búðir, nema hann hafi erindi eða þurfi að kaupa eitthvað, og þegar hann heíir aflokið sínu erindi fer hann strax burt. J>að væri óskandi að kaupmenn tækju sig aflir saman í einu, að líða ekki þennan ósið, sem er öllum til minnkunar sem hlut eiga að máli. J>eir, sem þannig sóa tím- anum til einkis, koma ef til vill með þá afsökun, hvað eigum við að gjöra, við höfum ekkert, þegar við ekki erum á sjón- um; slíkum og þvílíkum er hægt að svara þánnig, og skjóta svarinu til þeirra betri manna; það er ætíð nóg fyrir þann að starfa sem vill starfa. Ef þú hefir enga vinnu heima hjá þér, þá væri miklu betra, ef nokkrir tækju sig saman, og færu að rífa upp grjót hér í holtunum í kring, fyrir grjótið fá þeir peninga. pá daga sem svo vont veður væri, að þeir gætu ekki verið við vinnu úti, geta þeir lesið sér í nytsamri bók, eða frætt sjálfan sig upp á einhvern hátt. Bækur geta þeir fengið, sem að eins nenna að lesa. Sama reglan gildir um bænd- urna í sveitinni; mörgum deginum sem eytt er með því, að híma inn í bæjum og liggja uppi í rúmi, væri betur varið til þess, að byggja túngarðaspotta og þrífa í kringum bæina, held- ur en að slæpast í kaupstöðunum dögum saman, eins og margir hverjir úr nærsveitunum gjöra. Vér látumst ætla að fiýja landið sökum þess það sé svo hrjóstugt og gefi svo lítið í aðra hönd,. en megum vér ekki spyrja hvern starfsaman og 31 atorkusaman mann, hvort hann hafi ekki vel komizt af, og sumir jafnvel orðið efnaðir. Aumingjaskapurinn og fátæktin hjá oss er sannarlega ekki allt landinu að kenna, því það er óhætt að segja, að óvíða í Evrópu má nokkurt land fæða jafn- iðjulausa þjóð og vér erum, í það minnsta má fullyrða það, að hvað sauðfjárræktina snertir, þá eru, ef til vill, fá lönd bet- ur löguð en ísland. Gufuskipsferðirnar við Nore{j. Vér höfum áður í blaði þessu litið eitt minnst á gufuskipsferðirnar, og að vér erum pó komnir svo langt, að hafa tvö gufuskip í förum. Ferða-áætlun fyrir bæði skipin „Arcturus“ og „Díönu“ fyrir næsta ár er nú pegar komin. Fyrir hið fyrra er áætlunin líkt og vant er, sama er að segja með „Diönu“ nema ferðimar eru nú þrjár, en pað sem vér hér einkanlega vildum tala um, og öllum verður vist hverft við að sjá, er pað, að hvorugt skipið skuli enn pá koma við í Noregi; margir hafa vonast eptir, að slíku hefði verið breytt. Vér hyggjum, að paðséunæg- ar samgöngur við England, par sem Arctums kemur par í öllum 7 ferð- unum til og frá. Vér hefðum pví ekki purft á pví að halda, að Díana kæmi par líka við í öllnm prem ferðunum. Menn vonuðu pvert á móti, að hún myndi verða látin koma við í Noregi, en sleppt Englandi. Sú tiihögun hefði auðsjáanlega verið miklu hentugri fyrir oss. Oss sýnist petta svo undarleg aðferð, að vér getum enga grein gjört oss fyrir slíku fyrirkomulagi stjórnarinnar, pví eins og áður hefir verið tekið fram, er pað eitt af hinum fyrstu skilyrðum fyrir framförum vorum, og sem vér ættum að leggja mesta áherzlu á, að vér höfum samgöngur við fleiri pjóðir en Danmörku og England. Noregur er pó það land, sem oss er bæöi kærast og eðlilegast að hafa samgöngur við. Auk þess sem pað liggur oss næst, og er hin forna bræðrapjóð vor, og var einu sinni föð- urland hinna fyrstu forfeðra vorra. Vér getum ómögulega séð pað, að pó vér kynntumst Norðmönnum aptur að nýju, að pað geti á nokkum hátt valdið misskilningi í nokkru efni. Vér höfum hlakkað til, að, eptir að vér hefðum fengið meira frelsi og fleiri gufuskipsferðir, gætum endurnýað vorn forna kunniqgsskap við Noregsmenn; par að auki eru peir einhver hin mesta verzlunar- og framfaraþjóð, sem í mörgu gæti orðið oss til fyrir- myndar; pað sýnist eins og að þeir séu orðnir oss næsta ókunnugir, einkanlega í verzlunarsökum; engir vita betur á oss tökin í þeim efnum en Danir, og er það ekki óeðlilegt eptir svo margra ára reynslu. Ef einhver parf nú að ferðast til Noregs, sem liggur oss svo nærri, verður hann fyrst að fara þennan litla afkrók suður í Danmörku og þaðan apt- ur norður i Noreg. Hvað Díönu viðvíkur, ættum vér pó að eiga svo mikinn hlut í máli, að vér gætum ráðið pví, að hún kæmi við t. d. í Bergen í öllum premur ferðunum, par sem vér leggjum 30,000 kr. á ári til hennar ferða. þetta væri oss betra en ekkert fyrir pað fyrsta. Vér vildum pví stinga upp á, að landshöfðinginn bæri pað fram við stjórnina, að vér fengjum nú ferða-áætluninni pannig breytt, og pað nú strax að sumri. Vér getum ekki með góðri samvizku ímyndað oss, aðþetta fáist ekki, pYÍ í sjálfu sér er það ekki mikill kostnaðarauki hvað vegalengd- inni viðvíkur, pví pað er víst ekki mikið lengra að koma við í Bergen heldur en Granton, en hitt er auðvitað að kolin eru par nokkuð dýrari, en engan veginn í samanburði við pann hag, ervér gætum af þessu haft, og vel til vinnandi að bæta þeim kostnaðarauka við, skyldi pað standa í veginum. Yfir höfuð ættum vér að fara að hugsa um pað að reynatil að eignast gufuskip, pví pó lítið fé sé fyrir hendi, hyggjum vér að Al- pingi væri pað ekki ómögulegt, að verja pvi þannig, endagætupað eng- ar öfgar heitið, pó ein pjóð, pó lítil sé, ætti eitt dálítið gufuskip. Vér búumst nú við pví, ef til vill, að sumir muni kalla, að vér viljum sigla nokkuð háan vind. þetta hið sama yar líka sagt, pegar hin innlendu verzlunarfélög byrjuðu fyrst — par í væri lítil stefna, og íslendingar kynnu ekki mikið að verzlun sjálfir, og allt mundi fara á höfuðið. Nú er pó komið dálítið annað hljóð í strokkinn, pví fyrir ötula og ósér- plægna forstöðu Tryggva Gunnarssonar og annara góðra manna í Norð- urlandi er þaö alkunnugt, hversu stórkostlegum proska Gránufélagið hetír tekið og útbreiðst nú á fáum árum — um slíkar framfarir mundu menn víst hafa gjört sér litinn grun í byrjuninni — og þannig gætiorðið um petta gufuskip. það er víst, að sjíkt skip ætti ekki að verða oss til byrði, par sem vér höfum frjálza verzlun og mikla pörf á bæði inn- og útflutningum, pví vér getum aldrei tekið pað of opt fram, að vegir á landi og samgöngur á sjó, er það sem vér ættum jafnvel að meta most af öllu, og kljúfa par tilprítugan hamarinn. Vérættum heldurað reyna til að verja fé voru í pessa átt, en aðra sem miður er arðberandi. Vérætlum nú ekki að fara lengra út í petta málað sinni, heldur heyra fyrst hvert pað fær nokkurn árangur eða alls engan, en hitt megum vér fullyrða, að hyað samgöngurnar áhrærir, eru pær eitthvert hið mesta á- hugamál þjóðarinnar. — Nýkomin er á prent ritgjörð um „Bráðapestina“; hún inniheldur nákvæmar leiðbeiningar til að verjast henni. Hún fæst hjá útgefandan- um Einari þórðarsyni í Keykjavík, og kostar 25 aura. _ Ábyrgðarmaður: pORLÁKUE Ó. JOHNSON. Prentaður í proutsmiðju íslands, hjá Eikaki Pórðarstki. 32

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.