Fréttablaðið - 07.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2001 MÁNUDAGUR HVERNIG FER? Leikur Ipswich og Manchester City á Portman Road? BJARNI JÓHANNSSON, ÞJÁLFARI: „Ipswich mun eiga betur með að einbeita sér en Manchester City og mun því sigra nokkuð létt. City er í botnbaráttu en Ipswich gengur vel. 3:0 sigur, Hermann skorar eitt og leggur upp tvö." BJARNI FELIXSON, ÍÞRÓTTAFRÉTTA- MAÐUR: „Ipswich vinnur 2:1, þeir halda áfram ótrauðir (baráttunni um meistaradeildar- sæti og senda Manchester City því miður niður i fyrstu deild. Mikill sjónarsviptir verður ef City fellur. Hermann mun ekki skora að þessu sinni." MOLAR Islenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik gekk ekki sem skyl- di á Spuerkeess-mótinu í Lúxemborg um helgina. Liðið lenti í þriðja sæti. Á laugardaginn mætti það landsliði Hollands og var staðan í hálfleik 29- 42 fyrir Hoilandi. ísland tapaði leikn- um 41-73. Þvínæst mætti liðið írlandi. í hálfleik var staöan 39-23 fyrir írun- um en íslensku stúlkurnar náðu að minnka muninn í 3 stig. Að iokum var staðan 45-53. Þriðji og síðasti leikur- inn var á móti Lúxemborg. ísiensku stúlkurnar sigruðu hann, 81-72; og enduðu í þriðja sæti í mótinu. írland sigraði mótið. A' laugardaginn voru haldin tvö loft- skammbyssumót í Laugardalshöll og kom þar í ljós hverjir urðu bikar- meistarar. Bikarmeistari karla með loftskammbyssu er Hannes Tómas- son. Næstir komu Anton Konráðsson og Guðmundur Kr. Gíslason. Bikar- meistari karla með loftriffli er Jónas Bjargmundsson og bikarmeistari kvenna er Kristína Sigurðardóttir. San Antonio Spurs mætti Dallas Mavericks í NBA-deildinni á laug- ardag. Þetta var jafnframt fyrsti undanúrslitaleikurinn á vesturströnd- inni. San Antonio sigraði með 98 stig- um gegn 74. í fyrri hálfleik var leik- maður San Antonio, Derek Anderson, á leiðinni að troða boltanum í körf- una. Leikmaður Dallas, Juwan Howard, ætlaði aldeilis ekki að láta hann komast upp með það, negldi svo harkalega í bringuna á honum að hann flaug aftur á bak, lenti á öxlinni og fór úr lið. Líklegt er að Anderson sé úr leik í úrslitakeppninni í ár. Tim Duncan bætti það upp fyrir San Ant- onio og skoraði 31 stig og náði 13 frá- köstum. í gærkvöldi mættust Toronto Raptors, sem slógu New York Knicks úr keppninni á föstudagskvöld, og Philadelphia 76ers og Los Angeles Lakers og Sacramento Kings. Þá mættu Charlotte Hornets Milwaukee Bucks. Fyrsta Endurokeppni ársins var haldin í Þorlákshöfn á laugardag- inn. Alls tók 91 keppandi þátt. í fyrsta sinn hér á landi var keppt í B- flokki, en í þann flokk mæta byrj- endurbg þeir sem vilja vera með sér til ánægju og ynd- isauka. Hann vann Kristján Grétars- ... , son en í öðru sæti, einni sekúndu'á éftir var Magnús Ragnar Magnússpn- og Hafsteinn Þorvaldsson var í því þriðja. í Meistáraflókknum, sem képpir um íslandsméistaratitilinn; var ekið í tvær klukkustundir í brautinni. 56 keppendur hófu keppni af mikilli hörku en þar sem hún var löng dró úr mönnumoftir.sem leið á. íslands- meistarinn.Einar Sigurðsson sigraði örugglega, í öðru sæti vár Rágnar Ingi Stefánsson og Viggó Viggösen var í því þriðja. Það er yel af sér vikið hjá Viggó þar sem hann-ók á stein í miðri keppninni á rúrnlega 100 km/klst hraða og flaug á haus-. ,,., inn. Meira um keppnina á isak.ísi Ipswich mætir Manchester Gity í kvöld: Bæði lið verða að sigra knattspyrna Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich mæta í kvöld Manchester City. Ipswich, sem er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar með 62 stig, á ekki auðveldan leik fyrir höndum þar sem City er í harðri fallbaráttu í þriðja neðsta sæti og þarf á stigun- HERMANN VINSÆLL Hermann Hreiðarsson var um daginn valinn annar vinsælasti leikmaður ársins af stuðningsmönnum Ipswich. Ipswich þarf að leika betur í kvöld en í síðasta leik é móti Charlton þar sem liðið tapaði. um þremur að halda. Ef Hermann og f élagar hans vilja ná einu af efstu þremur sætunum í úrvals- deildinni og fá þ.a.l. inni í meistara- deild Evrópuliða þurfa þeir helst að sigra bæði í kvöld og í næsta leik. Sá leikur verður í Derby þann 19. maí. Þeir þurfa einnig að óska þess að Liverpool, sem er í þriðja sæti með 65 stig, tapi vegna þess að marka- munurinn er mikill. City, aftur á móti, verður að vinna báða leikina sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni til þess að falla ekki niður í fyrstu deild. Leikurinn í kvöld fer fram á heima- velli Ipswich á Portman Road. ■ ENSKA ÚRVALSDEILDIN EFSTU LIÐ L s M Man Utd 36 80 51 Arsenal 36 69 26 Liverpool 36 65 28 Leeds 36 62 14 Ipswich 36 62 14 Chelsea 36 57 22 Sunderland 37 56 5 NEDSTU LIÐ Derby 37 41 -22 Middlesboro 37 39 -1 Man. City 36 34 -22 Coventry 37 33 -27 Bradford 36 25 -35 WOTMÍIBWO[IIWIII»l,tinf»lfifl^WI»WIIWmWtW^VTOIVl^VWMWUt SÆTUR SIGUR Reynslan kom sér vel á laugardaginn þegar stáltaugar Hauka brugðust þeim ekki. SIGURSÆLIR Haukar eru tvöfaidir meistarar.bæði í karla- og kvennaflokki. handknattleikur Það var rafmagnað andrúmsloft í KA heimilinu á Akur- eyri á laugardaginn. Heimamenn mættu Haukum í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik. Öllum að óvörum voru það Haukar sem náðu forskoti strax í fyrri hálfleik. Vörn KA og markvarsl- an voru ekki góð og þegar í hálfleik kom voru Haukar búnir að ná sér í fjögurra marka öruggt forskot, 10-14. Það kom sér vel fyrir Haukana að Magnús Sigmundsson var hörkudug- legur í markinu, hafði varið 12 skot í hálfleik. Vörn Hauka var sterk allan tímann og virtist KA ekki eiga svar við henni. í seinni hálfleik náði KA þó að minnka muninn, en þá var lítið eftir af leikn- um og Haukarnir héldu út forystuna. Eftir leikinn fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn Hauka ákaft þegar þeir lyftu bikarnum ásamt þjálfaran- um, Viggó Sigurðssyni. Þetta er í þriðja skipti sem Haukar vinna íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik. Áður hafa þeir unnið hann árið 1943 og í fyrra. Seinna á iaugardaginn var haldið lokahóf handknattleiksmanna. Þar var Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður KA, og Vigdís Sigurðardóttir, mark- maður ÍBV, valin bestu leikmenn ís- landsmótsins í handknattleik. Þetta er í annað árið í röð sem Guðjón Valur er valinn besti leikmaður mótsins en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu í úrslitakeppn- inni. Þá voru Einar Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, og Jenný Ásmundsdótt- ir, leikmaður Hauka, valin efnilegustu leikmenn íslandsmótsins. ■ INNLENT Indverska boxsambandið tilkynnti á föstudaginn að þeir væru ennþá að leita að besta boxara landsins, Gurcharan Singh. Hann lét sig hver- fa fyrir tveimur mánuðum þegar hann fór til Tékklands að berjast. Singh, sem er hermaður í indverska hernum, hefur verið mikils metinn í heimalandi sínu síðan á Ólympíu- leikunum í Sidney, en þar munaði einungis nokkrum sekúndum að hann kæmist á verðlaunapall. Singh tók það mjög inn á sig að hafa misst af verðlaununum og ætlaði að hætta að berjast en félagar hans töldu hann á að halda áfram. Talið er að hann hafi haldið til Bandaríkjanna til að reyna að verða stjarna í box- inu. 9T. íslanclsglirnan: Þrír um hituna glíma Á laugardaginn fór fram 91. ís- landsglíman. Það var Ingibergur Jón Sigurðsson úr Víkverja sem sigraði glímuna; Ingibergur er því enn glímu- kóngur íslands, sjötta árið í röð. Belt- ið fékkst ekki gefins þetta árið, keppnin var hörö. Ingibergur, Ólafur Sigurðsson og Pétúr ÉyþÓKsson voru jafnir með fjóra vinningíeftir k^ppn- ina. Þetta þýddi að þeir þurftu :að glínia við hvorn annan um Grettis- beltið. . : í urslitunum lagði Ingibergor. Ölaf og jafnaði við Pélur. Síöan lagði Ólaf- ur Péíur sem þýddi aö Ingibet'gur stþð uppi sem. þigurvegari'þrátt fýjir að hafa mætt meiddúr til képpni. „Ég sneri mig fyrir þremur mán- uðum og þurfti að leggja þó nokkuð á mig til að geta verið með. Ég gat ekki beitt mér fullkomlega en sé alls ekki eftir því. Þetta var erfið keppni og ákveðinn áfangi fyrir mig. Nú er maður búinn að skrá sig á spjöld sög- unnar,“ sagði Ingibergur í gær. Nú þegar hann er búinn að vinna beltið sex sinnum hlýtur að vera erfitt að hugsa til þess að sjá á eftir því í hend- ur annars glímukappa. „Maður verð- ur bara að taka því. Ég verð með að ári en það eru margir góðir glímu- 'menn að koma upp þannig að það er aldrei að vita. Þangað til heldur mað- ur sér í formi.“ ■ ENNÞÁ KÓNGUR Ingibergur er glímukóngur íslands, sjötta árið í röð. Mike Tyson hefur farið í mál til að þröngva því í gegn að hann fái að berjast við Hasim Rahman í sumar. Rahman vann WBC og IBF heimsmeistaratitl- ana þegar hann sló Lennow Lewis nið- ur, en Tyson er næsti WBC áskor- andi. í samningi Lewis og Rahman kom fram að Ra- hman má berjast einu sinni áður en þeir mætast aftur en Lewis vill ekki að hann geri það. „Ákveðnir aðilar eru áð koma í veg fyrir að ég fái tækifæri til að berjast við Rahman. Þess vegna fór ég í mál,“ segir TysonV Hann átti að berjast við Dav- id Izori 2. júní en búist er við því að sá bardagi falli niður. „Fólkið vill sjá Tyson og Rahman berjast," segir Týson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.