Fréttablaðið - 07.05.2001, Side 19

Fréttablaðið - 07.05.2001, Side 19
MÁNUDAGUR 7. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 19 ORSON WELLES í HLUTVERKI BLAÐAKÓNGSINS KANE Citizen Kane verður sýnd í Háskólabíói kl. 22.30 í kvöld. er opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir skólafólk og eldri borgara. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ( Norræna húsinu sýna fimm myndlist- armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva , Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling, Lena Ylipáa og Brita Weglin. Norður- botn er á sömu norðlaegu breidd- argráðum og island og að flatarmáli helmingi stærra þó íbúar séu þar álíka margir og á islandi. Sýningin stendur til 13. mai. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en liklega hefur enginn átt meiri þátt í þvi að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn- ingin stendur til 3. júni. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýn- ing Erlu Haraldsdóttur og Bo Meiin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að breyta Reykjavik í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijós- mynda. Opið 14-18. Sýningin stendur til 6. júní. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. Sjö olíumálverk eru á sýningu Kristínar Geirsdóttur i Hallgrímskirkju. í verkunum er lögð áhersla á krossinn, þríhyrninginn og litinn en verkin voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin stendur til 20. maí. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með mynd- rænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-íslendingsins Vilhjálms Stefáns- sonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og mál- efnum norðurslóða, en hún er í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. Sýningin stendur til 4. júni. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í samtimalistasö- gunni og hefur verið nefndur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. Sýningin stendur til 17. júní. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt andartak og þrjár samræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á rýmið. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar í Gryfju Listasafns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ásmundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni. í Listasafni Sigurjón Ólafssonar er sýning á verkum Sigurjóns sem spanna 30 ára timabil í listsköpun hans. Sýndar eru Ijósmyndir og verk í eigu safnsins, raunsæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk. Fram til 1 júní er safnið opið laug- ardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur til 1. júní. Ásdís Kalman heldur sýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg, á abstrakt-málverkum sem hún hefur gert á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4. einkasýning. ASAKO ISCHIHASI Ætlar að dansa eigið spunaverk við japanska tónlist tileinkað íslenska vorinu. Afmælissamkeppni Strik.is: Hverfa út í heiminn hlaut 1. verðlaun smásagnakeppni Smásagan Hverfa út í heiminn eftir Ágúst Sverri Borgþórs- son hlaut fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni Strik.is sem vefgáttin efndi til í tilefni af eins árs afmæli sínu. Sögurnar Karlarnir í kjallaran- um, eftir Margréti Jóelsdóttur og Ein- helti eftir Einar Kárason deila með sér 2.-3. sætinu. Vefurinn www.dor- dingull.com, sem unnin var af Sig- valda Jónssyni, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Striksins um bestu heimasíðu einstaklinga. Heimasíðan ww'w.froskur.net hafnaði í öðru sæti og www.kooksOO.com í því þriðja. Alls bárust 350 smásögur og 346 heimasíð- ur voru tilnefndar. Sögurnar í öðru og þriðja sæti eru birtar á Strik.is, en Hverfa út í heiminn verður birt í Tímariti Máls og menningar. Dóm- nefnd smásagnakeppninnar var skip- uð Auði Jónsdóttur, rithöfundi, Bryn- hildi Þórarinsdóttur, ritstjóra og Hrafni Jökulssyni, ritstjóra. Dóm- nefnd heimasíðukeppninnar skipuðu þau fris Björg Kristjánsdóttir, efnis- stjóri Strik.is og formaður dómnefnd- ar, Stefán Hrafn Hagalín, upplýsinga- tækniráðgjafi, Kristinn Jón Arnar- son, ritstjóri Tölvuheims og Gunn- laugur Lárusson, blaðamaður og vef- ari á Strik.is. ■ Filmundur: VEITINGAHÚS Stórmyndin Citizen Kane sýnd í kvöld kvikmynd Filmundur og Kvikmynda- safn íslands hafa tekið höndum sam- an og standa fyrir sýningu á klassísk- um kvikmyndum. Myndin sem sýnd er í kvöld, og er jafnframt eitthund- raðasta myndin sem Filmundur sýn- ir, er stórmyndin Citizen Kane eftir Orson Welles en sextíu ár eru síðan hún var frumsýnd. Myndin byggir á lífi dagblaðskóngsins William Ran- dolph Hearst og fékk á sínum tíma níu tilnefningar til Óskarsverðlauna. Myndin hlaut hinsvegar einungis ein verðlaun og það fyrir besta handritið. I Vœnn kostur \ Grænn kostur er staður sem hefur marga kosti. Hann er 1 miðsvæðis, það er m.a. boðið upp á rétti dagsins, þannig að maður I þarf ekki að velkjast lengi vfir I matseðli, þjónustan er góð og mat- ! urinn fínn. Grænn kostur er græn- i metisstaður og maður getur verið I nokkuð viss um að maturinn sé hollur sem er ekki svo lítill kcstur j þegar um fljóttekna fæðu er að ] ræða. Réttirnir eru reyndar svund- um of keimlíkir að mínu rnati en það breytir því ekki að Grænn i kostur er einn besti valkosturinn þegar kemur að skyndimat í mið- i bænum. Grænn kostur er ekki i staður til að hanga lengi á, sérstak- i lega ekki í hádeginu þegar troðið Rúm fyrir einn: Æfingar hafnar á nýju leik- riti Hallgríms Helgasonar leiklist Hafnar eru æfingar hjá Leik- félagi íslands á nýju leikriti Hall- gríms Helgasonar en það nefnist Rúm fyrir einn. Leikritið verður frumsýnt í Hádegisleikhúsi Iðnó þann 22. maí n.k. Verkið gerist í rúmaverslun í Reykjavík. Ungur ný- fráskilinn maður ætiar að kaupa sér nýtt rúm og lendir á trúnó með af- greiðslumanni verslunarinnar. Þeir hafa báðir sína sögu að segja af sam- skiptum sínum við hitt kynið. Rúm fyrir einn fjallar um karlmenn í krísu. Hallgrímur Helgason hefur verið með vinsælustu höfundum landsins síðustu ár. Hann hefur verið afkasta- mikill á ýmsum sviðum. Meðal skáld- sagna Hallgríms eru 101 Reykjavík og Þetta er allt að koma. Samnefnd kvikmynd var gerð eftir skáldsög- unni 101 Reykjavík og hefur hún ver- ið sýnd víða um heim. Hallgrímur hefur sent frá sér ljóðabækur, smásögur auk þess sem hann er afkastamikill pistlahöfundur. Fyrsta leikverk Hallgríms í atvinnu- leikhúsi var Þúsund eyja sósa sem sýnt var í Hádegisleikhúsi Iðnó árin 1999 og 2000. Verkinu var boðið á ieiklistarhátíðina Euro-Scene í Leipzig í nóvember s.l. þar sem leik- ritið hlaut afar jákvæð viðbrögð. Fyr- ir Borgarleikhúsið skrifaði Hailgrím- ur Skáldanótt sem hlaut Menningar- verðlaun DV í leiklist þetta árið. Auk ritstarfa er Hallgrímur myndlistarmaður og hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Leikstjóri sýningarinnar er Magn- ús Geir Þórðarson, leikmynd og bún- inga hannar Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir. Leikarar eru Friðrik Friðriksson og Kjartan Kjartansson. ■ Grænn kostur Staðsetning: Skólavörðustigur 8 Opið: 11:30-21:00 Verðlag: Réttur dagsins 700 kr. er út úr dyrum. Á öðrum tímum dagsins er reyndar mun rólegra og afslappaðra andrúmsloft. Einnig er hægt að taka matinn með úr húsi. Sigríður Björg Tómasdóttir Góður grænmetismatur á hagstæðu verði. FJÖLLISTAMAÐURINN „Rúm fyrir einn" fjallar um karlmann í krísu og gerist í rúmaverslun í Reykjavík. Borgarafundur um framtíð öldrunarmála í Hafnarfirði íbúar Hafnarfjarðar 65 ára og eldri voru 1.569 í árslok 1995. Áætlað er að Hafnfirðingar eidri en 65 ára verði um 2.250-2.380 í árslok 2015. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta við þá miðast við þarfir hvers og eins. Stuðlað skal að því að fólk geti búið eins lengi heima og kostur er. Markmið bæjaryfirvalda er að skipuleggja þjónustu sína miðað við þessa stefnu. Málefni aldraðra eru málefni okkar allra Sett hefur verið á laggirnar nefnd skipuð fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn ásamt fagfólki til að fjalla um málefni aldraðra. Nefndin mun skoða hvernig þjónustu við aldraða verður best háttað í framtíðinni m.t.t skipulags og félagslegra þátta. Ýmsar spurningar vakna. Þess vegna viljum við bjóða fólki á öllum aldri, sem vill ræða þessi mál og hafa áhrif á störf nefndarinnar, til borgarafundar. Hver er reynslan og hver er framtíðarsýnin? Æskilegt væri að fá fulltrúa frá félagasamtökum aldraðra og gott væri einnig að fá á fundinn fulltrúa félagasamtaka af ýmsu öðru tagi. Skoðum framtíðina með opnum hug. Hvernig húsnæði viljum við, hvar viljum við búa, hverju höfum við efni á? Hvernig þjónustu viljum við, hver á að veita hana og í hve miklum mæli? Eru þarfir dagsins í dag þarfir morgundagsins? Eigum við að byggja húsnæði til lífstíðar? Þarf fleiri hjúkrunarheimili eða viljum við meiri heimahjálp? í hve miklum mæli á heilsufar að ráða „frelsi“ aldraðra? Eru íþróttir ekki fyrir alla? Viljum við hafa það sem við höfum í dag þegar við verðum gömul? Hvernig tryggir skipulag jafnan rétt „aldraðra" miðað við aðra aldurshópa? Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. maí klukkan 17:00 til 19:00 í félagsmiðstöð eldri borgara, Hraunseli, Reykjarvíkurvegi 50, gengið inn að norðanverðu. Gestur fundarins verður Elly de Heus fulltrúi Humanitas, hollenskra íbúðasamtaka fyrir aldraða. 17:00-17:10 Kynning á störfum nefndarinnar. 17:10-18:10 Elly de Heus frá Hollandi mun kynna starfsemi Humanitas. 18:10- 19:00 Umræður, fyrirspurnir, skoðanir, tillögur. Sendið hugmyndir/skoðanir um málefni aldraðra tengd framangreindu efni merkt: Kolbrún Oddbergsdóttir, Félagsþjónustan í Hafnarfirði, Strandgata 33,220 Hafnarfjörður. Netfang: kolla@hafnarfjordur.is i

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.