Fréttablaðið - 14.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.05.2001, Blaðsíða 14
Reylgavílairborg Borgarverkfrœðingur Grafarholt Úthlutun lóða fyrir íbúðarhús Reykjavíkurborg úthlutar á nœstunni byggingarrétti fyrir 360 íbúðir í Grafarholti. Um er að ræða lóðir sem hér segir: • 64 lóðir fyrir einbýlishús við Ólafsgeisla, Þorláksgeisla og Gvendargeisla. • 1] lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 251 fbúð við Gvendargeisla, Þórðarsvcig og Andrésbrunn. • 10 lóðir fyrir raðhús með samtals 31 íbúð við Ólafsgeisla og Þorláksgeisla. • 7 lóðir fyrir parhús með samtals 14 íbúðum við Ólafsgeisla og Þorláksgeisla. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á tímabilinu júlí til september 2001. Lóðir fyrir einbýlisliús Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt á ofan- greindum 64 einbýlishúsalóðum. Byggingarrétturinn verður eingöngu seldur einstaklingum og fjölskyldum á föstu verði. Hver umsækjandi getur sótt um eina lóð og litið verður á hjón og sambýlisfólk sem einn umsækjanda. Þeir sem hafa áður fengið úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús f Grafarholti geta ekki sótt um í þessari úthlutun. Dregið verður úr umsóknum sem uppfylla skilyrði fyrir þessar lóðir og fá umsækjendur að velja sér lóðir í þeirri röð sem umsóknir þeirra eru dregnar út. Áður en val lóða fer fram skal umsækjandi m.a. leggja fram skriflegt mat banka eða annarrar viðurkenndrar fjármálastofnunar sem staðfestir að hann ráði við 20 milljóna króna húsbyggingu. Þeir sem ekki leggja fram fullnægjandi greiðslumat glata valrétti sfnum. Umsóknum um byggingarrétt á ofangreindum lóðum fyrir einbýlishús skal skila til skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 23. maí 2001. Lóðir fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús Auglýst er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á ofan- greindum lóðum fyrir fjölbýlishús, raðliús og parhús. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja. Tilboð skulu taka til alls byggingarréttar á hverri lóð. Hæstbjóðandi skal leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs hans. Kauptilboðum f byggingarrétt á lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús skal skila á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 25. maí 2001. Tilboðin verða opnuð í Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag kl.16:10 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Skilmálar, eyðublöð og frekari upplýsingar Umsóknareyðublöð, tilboðseyðublöð, útboðsreglur og skilmálar fást á skrifstoíu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð frá og með 15. maí. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á heimasfðu borgar- verkfræðings (www.reykjavik. is/bv) undir mála- flokknum „lóðir“. Brýnt er fyrir umsækjendum og bjóðendum að kynna sér rækilega þá skilmála sem um lóðirnar gilda. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2300. Borgarverkfrœðingurinn í Reykjavík ' FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2001 mánudagur Fylkismeistaramót framhaldsskóla: Oðinn Björn silfurmeistari í Texas frjálsar ípróttir Óðinn Björn Þor- steinsson, hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi og kringlukasti, á fylkis- meistaramóti framhaldsskóla í Texas á dögunum. Óðinn, sem náði sínum besta árangri í kúluvarpi, lei- ddi báðar greinarnar fram í síðustu umferð en stóð uppi með silfurverð- launin. Keppt var með sömu gerð af kúlu og kringlu og notuð er í háskóla- keppnum. Óðinn kastaði 18,46 í kúl- unni en átti áður best 18,40. Sigur- vegarinn kastaði 18,80. í kringlu kastaði Óðinn 57,50 metra en sigur- vegarinn rúma 57 metra í síðasta kasti. íþróttamenn í um 300 framhalds- MOLAR skólum um gjörvallt Texas hafa í vetur keppt um rétt til þátttöku í þessu meistaramóti en aðeins þeir átta bestu í fylkinu fengu keppnis- rétt. Óðinn, sem er 19 ára Reykvíking- ur, hefur í vetur stundað nám í fram- haldsskóla (high-school) í Beuleson í grennd við Forth Worth og Dallas og hefur gengið afar vel í keppni. Keppnistímabilið er nú á enda og er Óðinn Björn væntanlegur heim á næstu vikum. ■ GENGUR VEL Óðinn Björn er einn af átta íþróttamönnum framhaldsskóla Texasfylkis sem fengu þáttökurétt í mótinu. W- Blikastúlkur urðu deildarmeistar- ar í fjórða sinn á laugardaginn'. Þær unnu Val með þremur mörkum gegn einu í víta- spyrnukeppni á Gervigrasinu í Laugardal. í leikn- um skoraði Mar- grét Ákadóttir fyrir Breiðablik á 44.mínútu en Dóra Stefánsdóttir jafn- aði fyrir Val sköm- mu eftir leikhlé. í vítaspyrnukeppn- inni varði markvörður Breiðabliks, Þóra Björg Helgadóttir, tvær víta- spyrnur auk þess að skora úr einni. Ein vítaspyrna Valsstúlkna fór í slána en þær skoruðu aðeins úr einni og Breiðablik úr þremur. Opnunarmót á kænum fór fram á Fossvogi í gær. Góð þátttaka var í mótinu sem haldið var í tengslum við 30 ára afmæli Ýmis. Fjölmenni fylgdist með mótinu. Það var Haf- steinn Ægir Geirsson úr Þyt sem sigraði í opnum flokki og Hjörtur Björnsson úr Ými sem sigraði í flok- ki Optimist-kæna. Bolton gerði jafntefli við West Brom, 2-2, í umspili l.deildarinn- ar í Englandi í gær. West Brom komst tveimur mörkum yfir en Guðni Bergsson minnkaði muninn á 81. mínútu. Daninn Per Frandsen jafn- aði metin úr víta- spymu á 88. mín- útu. Þá gerði Stoke City markalaust jafntefli við Walsall í umspili 2. deildar í gær. FH hefur gengið frá samningi við framherja frá Belgíu. Hún heitir Inge Heiremans og hefur spilað síð- astliðið ár fyrir Lindenwood Uni- versity í Missouri. Inge er sterkur framherji sem á að baki 26 landsleiki með öllum landslið- um Belga og hefur skorað 9 mörk. í vetur var hún valin sóknarmaður árs- ins í skólanum og leikmaður ársins í deildinni. Inge kemur til landsins 18. maí. Landsliðsþjálfari Ekvador, Hernan Gomez, ætlar að halda áfram að þjálfa þó hann hafi verið skotinn í fótinn í vikunni sem leið. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan sjúkrahús þar sem hann lá, honum til stuðnings. Gomez var hrærður og sagði að fyrst fólkið styddi hann héldi hann áfram. Kazakstan hefur fengið grænt ljós frá Knattspyrnusambandi Asíu um að sækja um aðild að Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA. Landið sér betri tækifæri í boltanum í Evrópu. Nefnd á vegum UEFA er með mál Kazakstan, sem var eitt stærsta aðildarríki Sovét- ríkjanna, til íhugunar. OWEN ÓSTÖÐVANDI Emile Heskey, Wlichael Owen, Robbie Fowler og Steven Cerrard fagna eftir jöfnunarmark Owens á 83. mínútu. Owen skoraði sigurmark leiksins fimm mínútum síðar. T veir af þremur Liverpool sigraði Arsenal, 2-1, í úrslitum enska bikars- ins á laugardag. Liðið mætir Alaves á miðvikudag í úr- slitum UEFA bikarsins. knattspyrna Aftur var það Michael Owen sem var hetja Liverpool þegar liðið mætti Arsenal á laugardaginn í úrslitum enska bikarsins. Owen skor- aði tvö mörk á síðustu sjö mínútum leiksins og tryggði þannig liði sínu sigur. Arsenal hafði komist yfir á 72.. mínútu þegar Frederik Ljungberg skoraði. Á 83. mínútu jafnaði Owen af sjö metra færi. Hann var síðan mætt- ur aftur fimm mínútum seinna þegar hann skildi David Seaman, markvörð Arsenal, eftir í loftinu þegar hann skoraði í vinstra horn marksins af 12 metra færi. 72.500 manns voru sam- an komnir til að horfa á leikinn á Þús- aldarvellinum í Cardiff. „Hvernig er hægt að lýsa þessu. Drengurinn er búinn að vera svona í mánuð,“ sagði knattspyrnustjóri Liverpool, Gerard Houllier, um Owen. Með sigrinum á laugardaginn er Liverpool fyrsta liðið sem vinnur bæði deildarbikarinn og FA bikarinn á sama ári síðan 1993. Þá var það Arsenal sem hampaði báðum. Þetta er í sjötta sinn sem Liverpool vinnur umræddan bikar, síðast 1992. Arsenal hefur unnið hann sjö sinnum, síðast 1998 þegar liðið vann einnig deildina sjálfa. Liðin tvö höfðu tvis- var áður mæst í úrslitum FA bikars- ins, árin 1950 og 1971. Arsenal hafði unnið í bæði skiptin. Á miðvikudag- Útilífsdeildin í karate: Ingólfur og Sólveig unnu karate Á laugardaginn fór fram fjórða og síðasta bikarmótið í Útilífs- deildinni í karate. Mótið var að þessu sinni haldið í Smáranum í Kópavogi. Sólveig Sigurðardóttir mætti sterk til leiks í gær, sigraði bæði í kata og kumite kvenna og tryggði sér þar af leiðandi bikarmeistaratitilinn. Sól- veig hlaut alls 31 stig, Edda Blöndal var í öðru sæti með 20 stig og Heiða Ingadóttir í þriðja sæti með 7 stig. í karlaflokki var það Ingólfur Snorrason sem er bikarmeistari með 32 stig. Næstir á eftir honum voru Jón Viðar Arnþórsson með 22 stig og Jón Ingi Þorvaldsson með 18 stig. inn mætir Liverpool spænska liðinu Alaves í Dortmund í Þýskalandi í úr- slitaleik UEFA bikarins. „í kvöld verða hátíðarhöldin lítil, nánast engin. Við fáum okkur góðan mat en ekkert áfengi með honum,“ sagði Gerard Houllier á laugardag- inn. „Við ætlum allir að hitta kærust- ur okkar og konur og fara að sofa miklu fyrr en þegar við unnum deild- arbikarinn. Þá vorum við að fagna fyrsta bikar ársins. Nú mætum við á æfingu snemma í fyrramálið." Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, var skiljanlega ekki jafn kátur eftir leikinn. Hann sagði að það að Arsenal hefði ekki getað fylgt forrystu í leiknum eftir væri dæmigert fyrir þetta tímabil þar sem Arsenal er í öðru sæti á eftir Manchester Utd. í deildinni þriðja árið í röð. í leiknum á laugardaginn var Arsenal sterkari aðilinn og átti mörg góð færi. Eftir leikinn í Dortmund á mið- vikudag verður Liverpool að sigra Charlton 19. maí til að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tveir leikir fóru fram í ensku úr- valsdeildinni í gær. Leeds United sigraði Bradford City 6-1 og Sout- hampton sigraði meistarana í Manchester United 2-1. Leeds er því áfram í bráttu um sæti í Meistara- deild. ■ SÍÐASTA MÓTIÐ Fjögur mót voru haldin í Útilífsdeildinni I vetur en samanlagður stigafjöldi allra fjög- urra mótanna veitti stig til bikarmeistara. Ingólfur sigraði kumite karla þyngri en 74 kg á laugardaginn, Jón Viðar sigraði kumite karla léttari en 74 kg og Jón Ingi sigraði í kata karla. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.