Fréttablaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 1
MENNTUN Daglegt líf úr skorðum bls 13 ► PAGLEGT LÍF Konur verða frekar spilafíklar bls 10 ► FRETTAB MENNING Astir samlyndra Cheenos - einfaldlega. hollt! L 18. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 17. maí 2001 FIMMTUDAGUR Dagur Norðmanna li ma| Norðmenn halda þjóðhátíð- ardag sinn hátíðlegan í dag og santfélag þeirra hér á landi lætur sitt ekki eftir liggja í hátíðahöld- um. bls. 19. Afram karpað við Borgartún VINNUDEILUR ÞÓtt sjómannaverkfall sé afstaðið verður annríkt hjá Þóri Einarssyni ríkis- sáttasemjara og hans fólki í dag. Fundir verða í deil- um ríkisins við starfsmenn sína meðal meina- tækna, náttúrufræðinga, Félagi fréttamanna hjá RÚV og í Félagi íslenskra fræða. | VEÐRIÐ í DAG REYKJAVlK Suðaustan 5-8 m/sek og rigning með köflum síðdegis. Hiti 2-8 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 5-8 slydda 1 Akureyri Q 5-10 skýjað 02 Egilsstaðir © 5-8 slydduél Q 3 Vestmannaeyjar o 8- 1 3 slydda 05 Landsvirkjun tekur á móti gestum orkumál Lands- virkjun býður gest- um og gangandi á Grand Hótel milli kl. 15 og 22 í dag að kynna sér niður- stöður mats á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar. Meiri fótbolti fótbolti Fyrstu um- ferð Símadeildar karla lýkur í kvöld með leikjum Vals og Fram; Grinda- víkur og Keflavík- ur; ÍA og FH og Breiðabliks og ÍBV. Leikirnir hefj- ast kl. 20. bls. 14. | KVÖLPIðTkVÖI-P Tónlist 18 Bíó Leikhús 18 íþróttir Myndlist 18 Sjónvarp Skemmtanir 19 Útvarp 16 14 20 21 Tökum gamla símann upp í nýjan ylLiJS Íslandssími Q Logandi ágreiningur í stj órnarílokkunum Mikið ósætti er innan stjórnarflokkanna um hvað ber að gera vegna smábátanna, en spenna vegna utankvóta- veiði þeirra stigmagnast. Sumir þingmenn vilja að lögin taki gildi - aðrir að fallið verði frá þeim. stiórnarsamstarfið Öruggar heimild- ir Fréttablaðsins, innan beggja stjórnarflokkanna, segja að veru- lega mikill ágreiningur sé innan flokkanna og á milli þeirra vegna smábátamálsins. Svo mikil harka er að einstaka þingmenn segja að verði ítrustu kröfum haldið á lofti sé óvíst hverjar afleiðingarnar kunna að verða varðandi stjórnar- samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Að óbreyttum lögum verður trillunum óheimilt að veiða ýsu, steinbít og ufsa utan kvóta eftir 1. september í haust. Það ákvæði átti að taka gildi ári fyrr, en var frestað í eitt ár. Til stóð að nefnd sem á að endurskoða fisk- veiðistjórnarkerfið skilaði af sér nú. „Það er ekki hægt. Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti að vísa málinu til nefndar og á meðan er ekkert hægt að gera. Það á jafnt við um smábátana sem annað,“ sagði áhrifamaður í Sjálfstæðis- flokki. Hann bætti við að framsókn- armenn hafi samþykkt lögin á sín- um tíma og þeir verði að standa við það sem þeir hafa sagt og gert. „Ef þeir verða með kúvendingu er hætt á að stjórnarsamstarfið sé í upp- námi.“ „Það kemur ekki til greina að lögsetja það eitt að smábátarnir missi þennan rétt á meðan annað kemur ekki til endurskoðunar," sagði framsóknarmaður. Hann bætti því við að innan þingflokksins sé mjög líklega meirihluti til að samþykkja frumvarp þar sem gert er ráð fyrir frestun á gildistöku ákvæðisins. Aðrir þingmenn flokks- ins, sem rætt var við, segja að ekki liggi fyrir hvað verður ofan á. „Það er mikill ágreiningur innan beggja flokkanna og eins á milli þeirra um þetta mál. Það eru fjórar leiðir sem koma til greina. Það að gera ekkert, láta allt óbreytt, tak- marka þá daga sem þeir mega róa eða að láta einhvern kvóta í þessum tegundum," sagði annar þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þingmenn eru beittir miklum þrýstingi - beggja vegna frá. sme@frettabladid.is Bresku þingkosningarnar: Prescott í slagsmálum LONPON. ae John Prescott, aðstoðar- forsætisráðherra Bretlands, lenti í gær í slagsmálum við óánægðan kjós- anda þegar hann mætti á fund sem Verkamannaflokkurinn hafði skipu- lagt sem hluta af kosningabaráttu sinni. Atvikið átti sér stað í velska bænum Rhyl þar sem 30 mótmælend- ur gerðu hróp að Prescott. Mynda- tökumenn Sky News náðu myndum af manni sem kastaði eggi framan í Prescott af stuttu færi. Prescott brást við með því að slá til mótmælandans. Lögreglumenn skildu mennina tvo að og komu lögreglumenn Prescott í skjól en hugðust yfirheyra manninn sem kastaði egginu. Prescott var ekki sá eini sem lenti í vandræðum í kosningabaráttunni í gær. Forsætisráðherrann Tony Blair var skammaður fyrir að efna ekki kosningaloforð sín þar sem hann var staddur á sjúkrahúsi og aðsúgur var gerður að William Hague, leiðtoga Ihaldsmanna á öðrum fundi. ■ Bæjarstjórn Austur-Héraðs: Semja við Sigurjón og Sigurð Gísla um Eiða eicnasala Bæjarstjórn Austur-Her- aðs samþykkti á fundi í gærkvöldi að ganga til samninga við Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndaframleiðenda og Sigurð Gísla Pálmason kaup- sýslumann um kaup þeirra á Eiðum. Björn Hafþór Guðmundsson bæj- arstjóri sagði í samtali við Frétta- blaðið í gærkvöld að sér og lögmanni sveitarfélagsins hefði verið falið að vinna að ákveðnum þáttum sem miða að því að ná samkomulagi um kaupin á grundvelli tilboðsins og þeirra áherslna sem liggja fyrir. Þar með eru viðræður um þessi kaup sem staðið hafa frá því desember komnar á nýtt og formlegt stig. „Bæjarstjornin tók jákvætt í til- boðið og við erum að vinna að því að ná sama um ákveðna þætti en það ber örlítið á milli. Við horfum ekki til stundarávinnings heldur leggjum áherslu á að tryggja menningar- og menntasetur á Eið- um til lengri tíma eins markmið okkar var strax. Þó málið sé ekki frágengið hefur bæjarstjórnin með ákvörðun sinni sýnt vilja sinn til þess að þoka málinu áfrarn," segir Björn Hafþór sem vill ekki upp- lýsa upphæð tilboðsins. „Við erum að vinna að viðskiptasamningi og viljum ekki tefla honum í tvísýnu," segir hann. ■ I FÓLK 1 ÍÞRÓTTIR [ Strákarnir | ÞETTA HELST | Vestmannaeyjaflotinn og bátar og skip í Reykjavíkur- og Hafnar- fjarðarhöfnum létu úr höfn strax í gærkvöldi eftir að lög um stöðvun sjómannaverkfalls höfðu verið sam- þykkt á Alþingi að loknum hörðum umræðum . bls. 2 og 13. —♦— Gengi deCODE genetics náði nýj- um botni, 5,28 dollarar á hlut á Nasdaq um miðjan dag í gær en lokagengið var 5,79. bls. 2. —♦— Að minnsta kosti fimm manns særðust í eldflaugaárás ísraels- hers á lögreglustöð í Gaza. bls. 5. —♦— íu ára drengur er í lífshættu eft- ir að ekið var á hann á gang- braut við Háaleitisbraut í gærkvöldi. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.