Fréttablaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 4
áVONA 6RUIVI i/IÐ , FRH'n ABLAÐÍÐ ■17, inaí 2QÖ1- i .iViiviTudmoQr FJÖLDI ÚTGEFINNA ATVINNULEYFA Það sem af er árinu 2001 hafa verið gefin út samtals 1323 atvinnuleyfi en voru 813 á sama tíma i fyrra. Ný timabundin leyfi 568 Nýr vinnustaður 182 Framlenging á leyfi 405 Óbundin leyfi 112 ■ Námsmannaleyfi 34 i Vistráðningarleyfi 19 I Atvinnurekstarleyfi 3 HEIMILD: APRlL SKÝRSLA VINNUMÁLASTOFNUNAR. GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON BÆJAR- STJÓRI í VESTMANNAEYJUM Hann segir að þjónusta við Keikó skipti miklu máli í atvinnulífi Eyjamanna Bæjarstjónnn 1 Vestmannaeyjum: Keikó hefur jákvæð áhrif kejkó „Þegar Keikó kom var stotnað fyrirtæki með um 10 starfsmönnum sem sér um eftirlit, köfun, vörslu og aðra þjónustu fyrir hann. Eins hefur verið keypt mikil þjónusta af öðrum í Vestmannaeyjum og fyrirtækið sjálft er að velta 120 til 130 milljón- um króna á ári og er stórt og gott fyrirtæki," sagði Guójón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um áhrif þess á bæjarlífið í Eyjum að hafa að Keikó í Kiettsvíkinni. Hugsanlega fær Keikó frelsi í sum- ar eöa hann verði fluttur annað og þar með úr umsjón Eyjamanna. „Það yrði söknuður af þessari starfsemi. Við gerðum aldrei ráð fyrir að þetta yrði ævintýri í ferða- málum - en þetta hefur verið góð viðbót við atvinnulífið í Eyjum. Við vissum að þeir sem ætla sér að frel- sa Keikó ætla sér að koma honum til frelsis. Öll umfjöllun um Keikó hef- ur verið jákvæð." Guðjón segir að allar væntingar Eyjamanna með Keikó hafi gengið eftir og að allir séu þess fullvissir að þessu starfi muni ljúka. ■ | STUTTAR 1 Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna bað í gær um aðstoð upp á um 98 milljónir dollara til að hægt verði að koma matvælum til fátæk- ustu landa heims. Um 826 milljónir manna þjást af vannæringu samr kvæmt tölum SÞ. í yfirlýsingu segir að aðstoðin yrði í formi beinna mat- vælagjafa frá ríkari löndum og styrkja til aðgerða sem miða að því að þróa og bæta stöðu fátækustu landanna í málefnum tengdum mat- vælum. SÞ hafa sett sér það mark- mið að koma tölu vannærðra niður í 300 milljónir fyrir 2015. —♦— Suðurlandsskógar hafa fengið leyfi landbúnaðarráðuneytisins til að gera tilraun með kjötmjöl sem áburð fyrir skógarplöntur. Björn B. Jóns- son, framkvæmdastjóri Suðurlands- skóga, tjáði Sunnlenska fréttavefn- um að skógræktarmenn teldu, að með notkun kjötmjöls í staðinn fyrir sérhæfðan, innfluttan áburð mætti spara verulegar upphæðir í framtíð- inni. Innflutti áburðurinn kostar á 2. hundrað þús kr. hvert tonn, en laus- legir útreikningar sýna, að kjöt- mjölið yrði a.m.k. helmingi ódýrara. Kaupmenn osattir vió borgina: Reyna að komast hjá stríði TóBflKSSALA Samtök verslunar og þjónustu vonast til að hægt verði að komast hjá stríði vió borgaryfirvöld vegna brota kaupmanna á lögum um sölu tóbaks til unglinga undir 18 ára aldri. Um 22 sölustaðir eiga yfir höfði sér sölubann eftir að hafa verið staðnir að því í þremur könnunum að brjóta þetta ákvæði tóbaks- varnarlaga í samræmi við einróma samþykkt heilbrigð- is- og umhverfisnefndar Reykjavíkur. Emil B. Karlsson verkefnastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir kaupmenn hafa vefengt lögmæti þess- TÓBAKSSALA TIL UNGLINGA Á blaðamannafundi í gær kom fram að í þremur könnunum ÍTR hafa 148 sölustaðir fengið viðvörun og 74 formlega áminningu vegna brota á tóbaksvarnarlögum. arar samþykktar heilbrigðis- og umhvérfisnefndar borgar- innar. Hann segir aó erindi lögmanns Samtaka atvinnu- lífsins þar um sé til skoðunar hjá borgarlögmanni. Hann áréttar að kaupmenn séu allir af vilja gerðir til að stemma stigu við tóbakssölu til ung- linga. Samkvæmt nýlegri könn- un íþrótta-og tómstundaráðs var unglingum selt tóbak í 67 verslunum af 161 sem könnunin náði til. í framhaldi af því mun Heilbrigð- iseftirlitið senda 17 sölustöóvum við- vörun og 28 áminningu. ■ i STiÍTTAR | Lögreglan í Reykjavík hefur síð- an á föstudaginn haft afskipti af 29 ökumönnum vegna dekkja- búnaðar bifreiðar þeirra, en við því liggur nú 4000 króna sekt. Lög- reglan hvetur ökumenn til að setja sumardekkin undir og taka þannig móti betri akstursskilyrðum. Nítján hafa látist í tveimur rútu- slysum í Norður- og Suðvestur- íran, samkvæmt fréttum frá IRNA, opinberri fráttaþjónustu í landinu. Þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í íran til að fækka um- ferðarslysum hefur lítið áunnist í baráttunni og láta að meðaltali 15.000 manns lífið í slysum árlega. Þá er Iran er með hæsta tíðni um- ferðarslysa í heiminum. Ný rann- sókn eykur lífslíkur hjarta- sjúklinga Sykursjúkir í áhættuhóp gagnvart blóðfitu. Lyfið Integrilin dregur úr tíðni vandamála eftir aðgerð um 37 prósent. WflSHiNGTQN. ap Bandarískar heil- brigðisstofnanir hafa gefið út nýjar viðmiðunarreglur handa læknum er meðhöndla sjúklinga með of mikla blóðfitu í blóði. Nýiu reglurnar munu hjálpa læknum að greina bet- ur hvort einstaklingar eru með of mikið blóðfitumagn og þar af leið- andi allt að þre- falda fjölda þeirra Bandaríkjamanna sem nota lyf við ástandinu. Meðai þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á viðmiðun- arreglunum er að sykursjúkum ein- staklingum er bætt á listi yfir fólk í áhættuhóp og að Að sögn Ugga standa íslenskir læknar starfs- bræðrum sín- um í Bandaríkj- unum fyllilega á sporði þegar kemur að hjartalækn- ingum. þegar fólk er greint með of mikið blóðfitumagn verði það sett í stífa meóferð sem kallar á breytta Jifnað- arhætti og jafnvel lyf. Nýju reglurn- ar eru taldar geta di-egið umtalsvert úr dauðsföllum af völdum hjarta- sjúkdóma og að iíf þeirra einstak- linga sem þjást af hjartasjúkdómum muni lengjast töluvert. Á sama tíma og nýju viðmiðunar- reglurnar voru kynntar í Washington kynntu læknar í Chicago niðurstöður nýrrar rannsóknar á sviði kransæða- sjúkdóma. Eftir að læknar höfðu fyl- gst með 2.064 kransæðasjúklingum í bæði Kanada og Bandaríkjunum, komust þeir að þvf að.með því að gefa sjúklingunum lyfið Integrilin minnk- uðu líkumar á því að upp kæmu ein- hver vandamál að aðgerð lokinni um 37 prósent. Uggi Agnarsson, hjarta- læknir á Landspítalanum í Fossvogi, sagði að Integrilin væri ekki notað á íslandi, en að svipað iyf - clopidogerl væri notað. i.yfið er þá gefið sjúk- lingum daginn fyrir aðgerð eða jafn- vel samdægurs og síðan notað í þrjár til fjórar vikur cftir aðgerð. Eins henti IJggi á að nýverið hefði l.and- læknisembættið gefið út nýjar við- miðunarreglur sem notaðar væru til þess að flokka einstaklinga í áhættu- hópa vegna fitumagns í blóði. Regl- urnar eru að mörgu leyti svipaðar AUKNAR LÍFSLÍKUR íslenskir læknar hafa notast við svipaðar eða sömu aðferðir um nokkurt skeið og starfsbræður þeirra í Ameríku liafa ákveðið að nota. þeim bandarísku og að sögn Ugga standa íslenskii læknar starfsbræðr um sínum í Bandaríkjunum fyllilega á sporði þegar ltemur að hjartalækn- ingum; að hlutfai! fslendinga sem þjást af hjartasjúkdómum sé töluvei*t minna en vestan liafs. omar@frettabladid.ís AMAZON-REGNSKÓGURINN Skógarhögg og eldar sem bændur hafa kveikt hafa minnkað ragnskóginn verulega. Amazon-regnskógurinn: „Lungu jarðar“ í hættu umhverfismál Amazon minnkaði á síð- asta ári um tæpa 20 þúsund ferkíló- metra, sem er svæði á stærð við Belgíu, að því er Reuters-fréttastof- an sagði frá. Árið áður voru þurrkaó- ir út 17 þúsund ferkílómetrar og var því um 15 prósenta aukningu að ræða á milli ára. Náttúruverndarsinnar hafa lýst yfir þungum áhyggjum, en þetta er í fyrsta sinn síðan 1995 að skógeyðing eykst á milli ára. Árið 1995 var tæpt 1 prósent af skóginum höggvið niður, en á síðasta ári rúm- iega hálft prósent. Talið er að aukn- ingin milli ára sé að mest leyti vegna skógarhöggs bænda sem vilja nýta landiö til búskapar. Segja náttúru- verndarsamtök að aukningin nú ásamt takmörkuðu eftirliti stjórn- valda í Brasilíu geti áður en langt um líður leitt til eyðingar nærri helming skógarins. Ekki er Ijóst hvað gert verður til að snúa þróuninni við en umhverfisráðuneyti Brasilíu íhugar nú ýmsar leiðir til að stjórna skógar- höggi bænda. Amazon-regnskógurinn sem að mestu leyti er staðsettur í Brasilíu er stærri en allur vesturhluti Evr- ópu og er jarðarbúum nauðsynlegur vegna súrefnisins sem þar verður til. ■ Tyrkland: Herfiugvél ferst með 37 manns ANKftRA. ftp. Herflugvél með 31 her- mann og 6 áhafnarmeðlimi hrapaði yfir suðurhluta Tyrklands í gærdag. Enginn komst lífs af. Sjónarvottar segjast hafa séð vélina springa og falla logandi til jarðar en embættis- menn staðfestu ekki að um spreng- ingu hafi verið að ræða. Borgar- stjóri Ackadag, sem er skammt frá slysstað, sagði flugvélina vera í pörtum og að einungis væri reynt að finna líkin. Um er aó ræða tveggja hreyfla flutningsvél af gerðinni Casa CN- 235 sem framleidd er í Tyrklandi. Vél sömu tegundar hrapaði á æf- ingaflugi í miðhluta Tyrklands í jan- úar síðastliðnum og létust þá þrír úr áhöfn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.