Fréttablaðið - 25.07.2001, Page 10

Fréttablaðið - 25.07.2001, Page 10
II I Rí l i ABl AÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLADSINS | III örlög musteris tungunnar Dr. Jón S. Þorleifsson, hagkerfisfræðingur, skrifar frá Brussel: arkitektúb Enn eina ferðina berast dapurleg tíðindi um málefni Þjóðleik- hússins. Sú náríasarlega fjárhæð sem ætluð hefur verið húsinu til viðhalds virðist ekki öll hafa ratað á rétta staði. Málið þykir það alvarlegt að lögð hef- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Andvaraleysi og sinnuleysi um eðlilegt við- hald, segir bréfritari. ur verið fram beiðni um stjómsýslu- úttekt í þinginu vegna þessa. Fyrir nokkrum árum bárust þær fréttir að nú ætti að klastra bráðabirgðageymsl- um, klæddum steindum plötum, upp að Þjóðleikhæusinu. Landsmenn vita hvað bráðabirgðabyggingar þýða á fs- landi, þegar menningin er annars veg- ar. í vetur bárust þær fréttir, að menningarmusterið, Þjóðleikhúsið, hriplæki og múrstykki hryndu af hlið- um og köntum þess á bfla og hefðu jafuvel hitt nýlegan fjallajeppa og þótti þá bflaþjóðinni málið orðið alvar- leg. Umhyggjan fyrir þessu aldna og fallega húsi í gegnum árin einkennist af endalausu andvaraleysi og sinnu- leysi um eðlilegt viðhald, svo ekki sé minnst á loftræstinguna, sem er búin að forkela margan gestinn, svo og tötralegan lóðarfráganginn, sem reynt var að lappa uppá með klaufa- legum steinhrúgöldum á miðri Hverf- isgötu og virðist eiga að hafa þann til- gang að skapa eitthvert forrými við húsið. Á sínum tíma mátti ekki gefa húsinu ríkulegra andrými með torg- myndun fyrir framan það í staðinn fyrir bílageymslukassann marglita sem er í hrópandi mótsögn við það. Og hefði ekki verið nær að grafa báknið niður (eins og gert var í ráðhúsinu) og skapa áðurnefnda torgmyndun. Það var enn ein atlagan þegar innra rými og hlutföllum var kollvarpað af húsa- meistara og pólitíkusum með dyggri aðstoð innanbúðarfólks og gert að hnoði sem á ekkert skylt við þá álfa- og ævintýrahöll sem Guðjón heitinn Samúelsson ætlaði því að vera. Enn var aukið við tillitsleysið þegar tign- arleg vesturhlið hússins var gerð að bakhúshlið og spánskgræna dóms- hlaðan sett fyrir framan það. Aldrei heyrðist hósti eða stuna frá því fólki sem átti helst að vera sverð þess og skjöldur. ■ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 25. júlí 2001 IVtlÐVIKUPAGUR -t Milliliðalaust lýðræði dó ifæðingu Kosning um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar 17. mars sl. snérist um einfalda spurningu. Á að vera flugvöllur eða miðborg- arbyggð á þessu svæði eftir 2016? í forystugrein Morgun- blaðsins 19. mars er útkomunni lýst á skýran hátt: „Úrslit þessar- ar kosningar voru ekki afger- andi, en engu að síður fékkst nið- urstaða. Þegar gengið hefur ver- ið til lýðræðislegra kosninga er aðeins spurt hvernig atkvæði voru greidd, ekki hversu stór meirihlutinn var. Grundvallarat- riðið er að leikreglurnar séu virt- ar. Um leið verður að líta á kosn- inguna sem skref í átt til milli- liðalauss lýðræðis þar sem borg- urunum verður í auknum mæli gefinn kostur á því að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og framtíð." Niðurstaðan batt ekki hendur borgarstjórnar. Henni var því frjálst að hunsa hana. Það er á hinn bóginn gróf mistúlkun sem fram hefur komið í ummælum borgarstjóra, og endurspeglast í tillögum að aðal- og svæðisskipu- lagi, að núverandi hugmyndir um nýtingu Vatnsmýrar taki mið af niðurstöðu kosningarinnar. Þær eru augljóslega orðnar til á þann veg að semja þurfti við Fram- sóknarflokkinn innan Reykjavík- urlistans en hann hafði fyrir kosninguna lýst þeirri skoðun sinni að flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýri, aðþrengdur að nýrri byggð. Nær hefði verið að ________MáLmanna.. Einar Karl Haraldsson ræðir afdrif tilraunar til beins lýðræðis í Reykjavík viðurkenna þá pólitísku stað- reynd. Ljóst er að völlurinn verð- ur fyrst festur í sessi, m.a. með byggingu flugstöðvar og um- ferðamiðstöðvar á næstu árum, en ekki skertur verulega af blönduðum baklandshverfum fyrr en eftir 2016, og ákvörðun um framtíð hans ekki tekin fyrr en eftir 2024, samkvæmt tillögu að aðalskipulagi. Það má vera að borgarstjórnendur voni að völl- urinn verði sjálfdauður á næstu árum. Hitt er verra að það sem þegar er dáið er hið milliliða- lausa lýðræði sem bryddað var uppá með kosningunni. Enginn mun um langa framtíð taka þátt í kosningu sem vitað er sam- kvæmt reynslu að ekki er tekið mark á. Tilraunin um milliða- laust lýðræði varð því ekki upp- haf heldur endir. ■ ÁSLAUG HAUKSDÓTTIR LJÓSMÓÐIR Áslaug segir nokkur hundruð barna hafa fæðst í vatni hérlendis en hún viti ekki til þess að nokkurt þeirra hafi þurft að fara á vökudeild. Erum ekki að leika okkur segir Aslaug Hauksdóttir ljósmóðir um heima- og vatnsfæðingar. Hún segir þær ljósmæður sem að þeim koma, standa fagmannlega að verki og séu fullkomlega meðvitaðar um sína ábyrgð. heilbrigðismál „Vatnsfæðingar geta ekki talist tískufyrirbrigði því þró- unin hefur verið svo lengi í gangi í <;} heiminum, til dæm- K , is eru 35 ár síðan „Þegarkonum þær hófust f Krakk. 'Iðurvel' landi og síðan hafa vatnmu og eru þær breiðst um aUa arnarað Evrópu og tn hlusta a lik- Bandaríkjanna,“ ama sinn, þá segir Áslaug Hauks- er ekkert sem dóttir ljósmóðir. getur stjórnað Hún segir að form- þeim, þær ]ega hafi notkun á stjórna sinni vatni í verkjastill- fæðingu sjálf- andi tilgangi byrjað ar" á Selfossi 1996 og —♦— fæðingar í vatni hafist þar 1998. „Ég heillaðist gjör- samlega áf þessum fæðingum í Dan- mörku, ég hef rúmlega 30 ára reynslu í ljósmóðurstörfum og tala um minn feril í þessu, sem fyrir og eftir bað“. Hún telur það mikilvægt í þessari umræðu að nýjungar berist seint til íslands, þá sé yfirleitt búið að rannsaka þær auk þess sem reynsla er komin á fyrirbærið og helstu vankantar verið sniðnir af; ís- lendingar fleyti því rjómann í ákveðnum skilningi. „Það fæðir eng- in kona í vatni nema allt sé eðlilegt, konur eru skapaðar til að eiga börn, þetta er ekki sjúklegt ástand. Hver kona hefur verið skoðuð 10-12 sinn- um á meðgöngu og mæðravernd hér er mjög góð. Áður fyrr þegar konur fæddu heima var ekki vitað hvaða konur voru í áhættuhópi og þess vegna gekk fæðing ekki alltaf vel, en nú er þetta breytt." Tveir nýir vatnspottar eru nú á kvennadeild Landspítalans og er tilgangur þeirra að lina þjáningar, ekki er enn heimilt að fæða í vatninu. „Forræðishyggjan er í hámarki því konum verður gert að fara upp úr eða tappinn tekinn úr baðinu, hvort sem þær vilja það eða ekki. Marsten Wagner sem var yfir- maður fjölskyldudeildar alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) og er mikill fylgismaður heima- og vatns- fæðinga, kom með þá kenningu að ástæður þess að vatnsfæðingar hafi ekki hljómgrunn á spítölunum, geti átt rætur í því að starfsfólkið óttist að missa stjórn á ferlinu yfir til kvennanna sjálfra. En þegar konum líður vel í vatninu og eru farnar að hlusta á líkama sinn, þá er ekkert sem getur stjórnað þeim, þær stjór- na sinni fæðingu sjálfar. Eg held að þetta sé einmitt tilfellið," sagði Ás- laug. ■ mæms * * - MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Hann segir dánartíðni við fæðingar vera mjög lága hér á landi, gagnstætt þvi sem gerist t.d. i Hollandi. Aherslan ætti að vera á öryggi Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir telur mikilvægt að konur fæði þar sem auðveldast er að grípa inn í fæðingarferlið, fari eitthvað úrskeiðis. HEILBRIGÐISMÁL „Fyrir utan síðasta daginn í lífinu þá er sá fyrsti sá hættulegasti. Þessvegna er mjög mik- ilvægt að vel sé staðið að málum. Ég skil vel þá stefnu að konum líði sem best „Mín persónu- við fæðingu en mín lega afstaða persónulega afstaða er sú að kon- er sú að konan ætti an ætti að að fæða þar sem ör- fæða þar sem yggið er mest og öryggið er auðveldast að grípa mest og auð- inn í ef eitthvað fer veldast að úrskeiðis. Hinsveg- grípa inn í ef ar væri æskilegt að eitthvað fer gera umhverfið þar úrskeiðis." sem hlýlegast og heimilislegast", sagði Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir um rétt- mæti heima og vatnsfæðinga. Hann sagðist því að mestu leyti vera sam- mála því sjónarmiði sem fram hefur komið hjá Atla Dagbjartssyni yfir- lækni á barnadeild Landspítalans, í fréttum Ríkissjónvarpsins. Matthías sagði engar skýrar línur vera í hinni opinberu afstöðu til slíkra fæðinga, það væri staðreynd að þær væru stundaðar og áherslan yrði að vera á hófsemi og skynsemi. Alls ekki ætti að heimila slíkar fæðingar nema allt hefði gengið eins og best væri á kosið í meðgöngu og mæðraeftirliti. Þrátt fyrir að allt hefði gengið vel fram að fæðingu væri ekki þarmeð sagt að fæðingin væri áhættulaust tímabil, langt því frá. Matthías sagði ljós- mæður og lækna skiptast í grófum dráttum í tvo hópa, þar sem hinar fyrrnefndu, sérstaklega þær yngri, væru hliðhollari heima, og vatnsfæð- ingum en læknarnir. Sagði hann ástæðu þess hugsanlega vera þá að ljósmæður upplifðu fremur það sem gengi vel en barnalæknar á vöku- deildum sjá meira af afleiðingum þess sem fer úrskeiðis. „Þó heima- fæðingar geti í einhverjum tilfellum verið af hinu góða verður að vai'ast að þessar fæðingar verði að tískufyrir- bæri eða tíðaranda, þannig að konur fari kannski að fæða heima, ef til vill gegn þeirra raunverulega vilja, vegna þess að þær upplifa þrýsting frá umhverfinu". Matthías sagði enn- fremur að heimafæðingar væru al- gengar í Hollandi og dánartíðni við fæðingar þar, hefði verið hærri en víða annars staðar, þótt heilbrigðis- þjónusta Hollendinga sé með því besta sem gerist. Taldi hann ekki ósennilegt að tengsl gætu verið þarna á milli. Þetta væri þó aðeins ein hlið málsins því þarna eru tölur um fötlun eftir fæðingu ekki innifaldar. ■ ,...bla bla bla HVERS VEGIUA BORGA MEIRA?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.